Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 30
" i' 'm3ji£
Takið nú vel eftir hvernig á að
hlaupa yfir hestinn og lcoma stand-
andi niður.
í bænum Nottingham á Englandi er
ágætur prestur, sem trúir á mátt aug-
lýsinga — líka þegar um trúmál er að
ræða. — Og hann hefir fest upp mörg
skilti í kirkju sinni. Á einu þeirra
stendur: Áfengi er versti óvinur þinn.
Það er eðlilegt að prestur tali svo —
en það er dálítið einkennilegt að á
meðal hinna skiltanna er eitt, sem
hljóðar svo: „Gerðu versta óvin þinn
að bezta vini þínum".
Þessar vísur mun Þorleifur Jónsson
útgerðarstjóri hafa kveðið endur fyrir
iöngu:
Ég er á hausnum hvínandi
Hjálp fæst enganvegin
Gapir við mér gínandi
gjaldþrot, beggja megin.
Skal þó, meðan skapa nýt,
skulda fylla sekki.
Hémamegin hefi ég krít
hinumegin ekki.
X
Alltaf trega ég Austurland
örlög vegu skilja.
Sættist ég við Suðurland
sannarlega án vilja.
Hvað á þetta eiginlega að fyrir-
stilla?
Olaf Poulsen
(1849—-1923), danskur leikari.
Olaf Poulsen gekk eitt sinn inn á
sviðið sem riddari frá miðöldum og
hóf eintal sitt:
— Hestur minn stendur fyrir utan
Haim komst ekki lengra. Vand-
ræðaþögn. Hvíslarinn gerði sitt bezta
til þess að koma leikaranum á sporið
aftur, en það varð til einskis. Hann
stóð þarna hinn rólegasti og virtist
óanortinn af ástandinu.
Að lokum sagði hann:
— Það er að líkindum bezt að ég
skreppi út sem snöggvast og athugi,
hvort klárinn er ekki þama ennþá!
Hann kom aftur að vörmu spori og
hélt áfram þar sem frá var horfið,
eins og ekkert hefði í skorizt!
Þú ættir að sjá brjóstkassann og
mjaðmirnar á henni í bláa kjólnum.
Tveir laxar gengu í Elliðaámar í
vor. Annar var lítill en hinn var í
góðu meðallagi. Hinn litli fór allt í
einu að gráta.
— Hvers vegna grætur þú, litli
minn, sagði hinn stóri.
— Af því ég er svo lítill.
— Allt í lagi, vinur. Bíttu bara á
krókinn hjá honum Viggó eða Sigur-
páli í ísafold, þá verðurðu stór.
Það var í lítilli sveitakirkju. Prest-
urinn var mitt í hjartnæmri ræðu, þeg-
ar hann varð var við óróleika meðal
kirkjugesta. Kom hann þá auga á son
sinn 10 ára, sem lét hrossatað fljúga
í höfuð þeirra. Áður en hann gat á-
mint son sinn, hrópaði sá litli: — Allt
í lagi pabbi. Haltu áfram með ræðuna.
Ég skal halda þeim vakandi á meðan.
Stjórnmálamaður er sá maður, sem
hefir það hlutverk að leysa allar þær
flækjur, sem alls ekki væru til, ef
stjórnmálamennimir væru ekki til.
Á F R I V A
Edmond de Rothschild
(1845—1934), franskur Gyðingur,
bankastjóri og auðkýfingur.
Barón de Rothschild átti ýmsa ætt-
ingja, sem höfðu þörf fyrir fjárhags-
aðstoð hans, og oft fengu þeir hana,
en hann kærði sig ekkert um að þeir
kæmu í heimsókn til hans í höllina, þar
sem hann bjó. Gestir hans þar voru
helztu aðalsmenn og auðkýfingar Ev-
rópu.
Er sextugsafmæli Rothschilds nálg-
aðist, sendu ættingjarnir nefnd manna
á fund hans til þess að spyrja um,
hvort það væri ekki neitt sérstakt, sem
hann langaði til að fá í afmælisgjöf.
Jú, Rotschild sagði ,að sig langaði
mjög til þess að eignast myndaalbúm,
þar sem inn í væru límdar myndir af
öllum ættingjunum.
Daginn fyrir afmælið fékk Rotschild
stóran pakka, og var þar bókin komin.
Hann greip hana strax í hönd sér,
gekk til dyravarðar hallarinnar og
sagði:
— Jean, viltu skoða vel þessar
myndir! Ef þú hleypir nokkurri af
þessum manneskjum hér inn fyrir dyr
framar, þá verðurðu rekinn úr vist-
inni.
Á áruniyn milli heimsstyrjaldanna
tveggja kom barónsfrú nokkur, Opp-
enheim frá Köln, til Berlínar og fór
inn á Hótel Adlon. Er hún skyldi rita
í gestabókina, renndi hún augunum
niður blaðsíðuna og sá þar m. a. skrif-
uð orðin „R. de París“.
Þegar hún spurðist fyrir, hvíslaði
dyravörðurinn að henni, að þetta væri
barón de Ritschild frá París.
— Einmitt það já, sagði baróns-
frúin, greip gestabókina og skrifaði
í hana: — 0. de Cologne.
246
VÍKINGUP