Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Page 32
Úr árbókum
Árferði 1859.
Tíðarfar mun víðast norðan-
lands hafa kallast allgott frá
nýjári til þorra, en þá kornu
hríðar og harðviðri, er héldust
til páska, er þá voru fyrsta
sunnudag í sumri, úr því kom
góður bati, en lengi var kalt
fram eftir vorinu, er stafaði af
hafísnum. Segir „Norðri“, að
hann hafi í marz verið koniinn
inn á Eyjafjörð og eigi hafi
jafn harður vetur komið síðan
18-2: 29. maí gróðurlaust og af-
taks ísalög hafi verið fyrir aust-
an, norðan og vestan land, er
bægt hafi kaupskipum frá land-
inu, svo þau hafi eigi komizt til
Akureyrar fyrr en 6. júní og um
sama leyti á aðrar hafnir norð-
anlands. Grasvöxtur víðast í
rýrara lagi og nýting bág, þó
kom góður þurrkur í Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslum
seint í ágúst og mun heyafli því
hafa orðið þar nær meðallagi, en
því minni voru þurrkar sem
austar dró og nýting því bárri.
Á Austurlandi féll þá í sum-
um sveitum fjórði hluti fjár,
enda lá þar hafís fyrir öllu landi
og voru frostgrimmdir svo mikl-
ar, að firði lagði út fyrir ýztu
annes, en þar tók hafísinn við.
Þá fóru menn á útmánuðum úr
Fáskrúðsfirði með æki á ísnum
út fyrir Vattanestanga og inn á
Eskifjörð, og lagísinn á Fá-
skrúðsfirði var svo sléttur, að
fært var á skautum þvert og
endilangt um allan fjörðinn.
Á Vestfjörðum voru miklar
frosthörkur með bágindum og
bjargarskorti, var vetur þessi
kallaður vestra Álftabani. Lagn-
aðarísar voru þá miklir á
Breiðafirði: Breiðasund milli
Hrappseyjar og Yxneyjar leysti
ekki fyrr en 8. maí. Þar mæld
skömmu síðar þykkt eins jakans
og var 40 álnir, og var sagt að
sumir hefðu verið þykkri, enda
var á einmánuði oft 16—20°R
frost þar um Eyjamar. „Þjóð-
ólfur“ segir, að hafís hafi í
apríl verið á Breiðafirði og
bannað Stykkishólmsskipi inn-
siglingu. Heyfengur lítill á Vest-
urlandi og nýting ill. Á Suður-
landi voru harðindi og hagleysur
frá nýjári til marzmánaðarloka,
svo sumstaðar var farið að farga
kúm, því hey voru lítil og rýr
frá undangengnu sumri. Gras-
vöxtur í betra lagi á Suðurlandi,
en stórskemmdir á heyjum, hin-
ar mestu, er menn mundu.
Hafíshroði var að flækjast
fyrir utan Norðurland og Vest-
firði fram í september.
Fiskafli var ágætur um Suð-
urland, einkum þó í Njarðvík-
um, og á Vatnsleysuströnd, en
því nær fiskilaust vestra. Frá
Búðum hafði verið flutt út í
meðalári 200 skp. af fiski, en
þetta ár ekki nema 20 skp.
Fiskafli var utarlega á Eyja-
firði í júní og 22. og 23. s. m.
voru 280 tunnur af síld dregnar
þar á land. og var tunnan seld
á 48 skildinga, og varð margur
þeirri björg feginn. Heldur
þótti draga úr fiskafla þegar
lengur leið fram eftir sumrinu,
og kenndu menn það helzt beitu-
leysi. Góður fiskafli í JStranda-
sýslu um haustið og reitingur á
Steingrímsfirði allt fram til árs-
loka.
I ágúst rak upp þrjá hvali á
Suðuriandi, einn á Lónakotsreka
á Vatnsleysuströnd þrítugan, var
flegið allt spik af bakinu og nið-
ur á kvið, annan rak á Útskála-
hamarsreka á Kjalarnesi, var
hann einnig spildaus og skemmd-
ur, þriðja rak á Fljótareka í
Meðallandi (Kirkjubæjarklaust-
urjörð) heilan með öllu og 30
álnir milli sporðs og höfuðs. Um
vorið rak vænan hval á Hom-
ströndum. Fertugan hval rak um
vorið á Skagaströnd.
Taugaveiki gekk og varð
mjög mannskæð í sumum héruð-
um, dóu í Húnavatnssýslu 223
menn, en í Skagafjarðarsýslu
244, einnig gekk hún í Dala-
sýslu, um Suðurnes og á Eyrar-
bakka.
Manntal á fslandi 67954.
f Reykjavík 1444.
Sir Winston Churchill var spurður
að því, hvaða álit hann hefði á endur-
minningum Montgomerys marskálks.
— Marskálkurinn hagaði sér ná-
kvæmlega eftir brezkum hemaðarvenj-
um. Hann seldi sig dýrt.
*
Hinn þekkti danski prestur Olfer
Eihard ætlaði einu sinni að messa í
Johanneskirkjunni í Nörrebro. Fyrir
messugjörð kom djákninn til hans og
sagði vandræðalega: — Það er illt í
efni; það er komið svo mikið f jölmenni
að þeir eru famir að slást og bölva
úti í forkirkjunni vegna plássleysis.
— Það er ágætt, sagði hinn frægi
prestur. — Það er þá hið rétta fólk,
sem mætir við messu í dag.
*
Margt fólk er eins og holurnar í
Schweitzerostinum, það hefir engin
sérkenni, en við mundum sakna þess,
ef það væri ekki til.
*
Stutt blaðafrétt: J. J. lcveikti á eld-
spítu til að athuga hvort benzíngeym-
irinn væri tómur. Hann var ekki tóm-
ur. J. J. varð 55 ára.
1
Teikning af kjarnorkudrifnum kafbát, meö flugskeytaútbúnaði.
248
VÍKINGUE