Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Síða 8
ferð eskimóa, að ná vatninu úr
fötunum áður en það frysi í
stokk. Hann dreif sig úr öllum
fötunum, og tróð á þeim góða
stund í lausasnjónum. Snjórinn
var svo þurr, að hann saug í sig
það mesta af bleytunni eins og
þerripappír, og varnaði þannig
að fötin frysu í ströngul.
Það var þó tvennt, sem Wilkins
fyrirleit af heilum huga: Hræsni
og almennings umtal. Það sann-
aðist líka rækilega með því af-
reki, er Byrd hershöfðingi hefur
nefnt „frækilegasta flugafrek,
sem unnið hefur verið á norður-
pólsleiðum. „Wilkins hafði lengi
barist fyrir því að koma á flug-
ferðum frá Alaska til Spits-
bergen. Ég var honum sammála,
en flestir voru svartsýnir á þess-
ar bollaleggingar hans. Þeir
■bentu á. að hann myndi eins og
Lindbergh árið áður, lenda í
langflugi yfir opið haf, og einn-
ig að íshafskuldinn myndi kæla
olíuna svo hún yrði eins og
grautur.
En Wilkins lét ekkert aftra
sér. Eftir nokkurra mánaða und-
irbúningsvinnu í Alaska, stakk
hann ásamt Ben Eielson hrein-
lega af einn góðan veðurdag í
eins hreyfils Lockheed Vega
flugvél, og setti stefnuna til
Spitsbergen í 3600 km. fjarlægð.
Fyrsta áfanga ferðarinnar
fengu þeir bjart og gott veður,
en nokkru síðar lentu þeir í
hríðarbyl, er neyddi þá til bess
að lenda á óbyggðri norskri eyju,
og þar urðu þeir að hírast fast í
5 sólarhringa án þess að geta
neitt hafst að. Þeir sluppu loks
frá eyjunni með ótrúlega
dirfskufullri aðferð. Til þess að
létta á vélinni og gera framdrátt
hennar auðveldari í hinum
gljúpa snjó, fór Wilkins úr vél-
inni til þess að ýta henni af stað.
Þegar vélin gat komist áfram af
eigin rammleik, hélt hann áfram
að hlaupa með henni, xram á síð-
asta augnablik. Þá greip hann
í til þess gerðan kaðalspotta og
halaði sig inn í vélina.
í júnímánuði sama ár (1928)
var hann aðlaður af brezka kon-
48
unginum fyrir afrek sín. 0g auk
þess hlotnuðust honum heiðurs-
merki og viðurkenning frá flest-
um landfræðifélögum víðsvegar
um heim. Og tvívegis voru hon-
um veitt hernaðar heiðursmerki
fyrir hetjulega framkomu. En
hann talaði aldrei um slíkar við-
urkenningar. Hann sagði einu
sinni: „Heiðursmerki hafa að-
eins gildi, sem vottur um, að ein-
hverri manneskju hafi gefist
tækifæri til þess að láta eitthvað
gott af sér leiða“.
Wilkins var ávallt með þá hug-
mynd á takteinum, að geta feng-
ið umráð yfir nýjum og endur-
bættum kafbát til þess að sigla
undir ísbreiðunum til norður-
pólsins, en síðari heimsstyrjöld-
in útilokaði fyrir honum allar
framkvæmdir í því efni. Og
brátt varð hann svo upptekinn
af því að gera tilraunir til um-
bóta á íshafsútbúnaði hermanna.
Hann margreyndi sjálfur all-
ar nýjungar, áður en aðrir voru
látnir taka við hugsanlegum á-
hættum. Eitt sinn er hann hafði
látið útbúa samkvæmt sinni hug-
mynd eldtraustan búning, gerði
hann sjálfur fyrstu tilraunir
með því að ganga í gegnum
meterhátt benzínbál. Hann vildi
vera alveg öruggur, áður en aðr-
ir fengu að reyna útbúnaðinn.
Hermennirnir dýrkuðu hann, og
allir unglingar dáðust að honum.
Þegar ég eftir styrjöldina átti að
skipuleggja háskólanámskeið við-
víkjandi pólarfræði. fékk ég
hann margsinnis til þess að
koma og halda fyrirlestra. Hann
var svo skemmtilegur í fram-
setningu og náði svo sterkum
tökum á áheyrendum, að þeir
sátu og hlustuðu með áfergju
eins og þeir væru bergnumdir í
ævintýri, en aldrei varð þess
vart, að hann hefði sjálfur nokk-
urntíma komið nærri neinu af
því, sem frá var skýrt.
1 gegnum allt lífið voru lifn-
aðarhættir hans svo fábrotnir,
að helzt mátti líkja við klaust-
urlifnað. í Framingham í Massa-
chusett, þar sem hann lifði síð-
ustu ár ævinnar við margskonar
vísindastörf, bjó hann í einu
hótelherbergi. símalaust og eng-
ar gardínur fyrir gluggum. Þæg-
indi og hagsæld skiptu hann
engu máli. Hann taldi það lífs-
starf sitt, að auka þekkingu og
bæta aðbúnað manna til þess að
komast af í íshafslöndunum.
Eina hörkukalda vetrarnótt varð
lögregluþjónn á verði var við
dökka þúst í snjóskafli, er hlað-
ist hafði upp að járnbrautartein-
um á víðavangi. 1 þeirri trú, að
þar væri einhver flækingur að
frjósa í hel, ýtti hann við þúst-
inni, er reis snarlega upp. Það
var Wilkins að reyna nýja teg-
und svefnpoka.
Hann dó eins og hann hafði
lifað — í fullu starfi. Þann 1.
desember 1958 fann hann til las-
leika þar sem hann var að vinna
í rannsóknarstofu sinni, en hann
lét sem ekkert væri, og lauk við
erfitt dagsverk. Þegar ég nú
hugleiði hið liðna, hygg ég. að
honum hafi mörgum mánuðum
áður verið augljóst, að hverju
bar. Hann hafði upp á síðkastið
skrifað mér fjölda bréfa um eitt
eða annpð, sem hann taldi sig
þurfa að hafa í lagi. Það var
eins og hann ynni að því, að
hafa hreint borð hjá sér eftir að
hann væri látinn.
Innan klukkustundar um
kvöldið eftir að hann var kom-
inn heim frá vinnunni, var hann
dáinn. Hann fannst látinn innan-
um stafla af kössum frá hernum
með matvælaskömmtum til neyð-
arnotkunar, er hann hafði verið
að rannsaka og gera tilraunir
með á suðuplötunni, sem hann
notaði til eigin matargerðar.
Eftir jarðarförina fór ég í heim-
sókn í hið þægindasnauða hótel-
herbergi, er hafði verið „heim-
ili“ hans. Og mér komu í hug
hinar mjög sérstæðu setningar
eftir Swinburne, er einn aðdá-
andi Wilkins hafði eitt sinn
skrifað í bók, með dagblaða úr-
klippum um hann:
Hann gaf sig sjálfwn
og seldi sig ekki,
hvorki guSi fyrir sáluhjálp sinni
eða mönnum fyrir gull.
VÍKINGUR