Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 2
stríð til þess að fá viðurkenndan
eigna- og yfirráðarétt á fiski-
miðunum í kring um land okkar.
Það er ósk mín og von að í því
stríði, sem og úr sérhverri raun,
komi vs. Óðinn og öll skip gæzl-
unnar, ætíð og ávallt heil hildi
frá, rammefld, sigri hrósandi,
blaktandi sigurfána við hún,
skipshöfnunum til frama, en
þjóðinni til gæfu og heilla, og að
sigling þeirra verði ætíð og
ávallt giftudrjúg um hin lægðar-
ríku svæði við íslands strendur.
Við komu vs. Óðins til Vest-
mannaeyja rifjast upp saga
frumherjans vs. „Þórs“, skips-
ins, sem hóf för sína frá Reykja-
víkurhöfn þann 13. marz árið
1920, og kom til Vestmanna-
eyja þann 26. marz sama ár,
eftir langa og stranga ferð.
Fyrsta björgunarskip íslendinga
var komið til starfa. Það var
orðið að veruleika, hin göfuga
mannúðarhugsjón björgunar-
starfseminnar.
í nafni Björgunarfélags Vest-
mannaeyja höfðu brautryðjend-
urnir ýtt úr vör framtíðar gnoð.
Með Grettistökum hafði þeim
tekizt að eignast fyrsta björgun-
arskipið „Gamla Þór“, skipið,
sem er frumburður íslenzkrar
landhelgisgæzlu, skipið, sem mál-
aði sjálfstæði okkar á svið lög-
gæzlu við strendur landsins, og
var vísirinn að þeirri þróun, sem
koma skyldi til að verja eignar-
og yfirráðarétt okkar á veiði-
svæðunum við landið, og ekki
sízt skipið, sem veitti sjómönn-
unum okkar aukið öryggi, aukna
aðstoð og hverskonar hjálp, jók
trú þeirra á framtíðina með til-
komu slíkra björgunartækja, sem
þeir höfðu eignast með komu
Þórs. Og þá er það ómetanlegt
hve vb. Þór veitti aðstandendum
sjómanna mikla fróun og ör-
yggi, með nærveru sinni á veiði-
svæðunum við Eyjar ætíð reiðu-
búinn að veita aðstoð og hjálp,
þeim sem á slíku þurfti að
halda. Já, það var ábyggilega
mörg konan og móðirin, sem var
hughraustari og styrkari að
vita af björgunarskipinu í ná-
lægð við bátinn, sem ástvinurinn
eða ættinginn var á, þá veðrin
voru vond og Jcári blés af mætti
sínum, æsandi og ýfandi upp
ránardætur. Samkvæmt bókum
Björgunarfélags Vestmannaeyja
hóf vs. Þór strax virkar aðgerðir
í starfi sínu. Þann 27. marz árið
1920, degi eftir komu sína til
Eyja, ákærir hann enskan tog-
ara. „Maolay“ Gy 1113, fyrir
ólöglegar veiðar við „Sandinn"
en þar sem Þór hafði þá ekki
leyfi til að færa ákærða veiði-
þjófa til hafnar, gat hann ekki
annað en rekið hin seka á brotfc,
samið og sent skýrslu um verkn-
að togarans til bæjarfógetans í
Vestmannaeyjum. Rétt til að
taka og færa til hafnar veiðiskip,
sem staðin voru að ólöglegum
veiðum öðlaðist vs Þór litlu síð-
ar. Þann 1. apríl 1920 veitir vs.
Þór fyrsta bátnum aðstoð og
hjálp, og dregur hann upp að
Eiðinu (við Eyjar). Það má
segja, að giftusamlega hafi starf
skipsins hafizt, nýsköpunarstarf,
sem átti eftir að bera ríkulegan
ávöxt alþjóð til heilla. Ég þakka
og virði störf áhafnarinnar á vs.
Þór svo og öllum, sem á einn eða
annan hátt unnu ötullega að því
að gera þá hugsjón að veruleika,
sem barizt var fyrir og að var
stefnt, að Eyjarnar eignuðust
björgunarskip til eigin afnota og
öryggis. Skip, sem var fyrsta ís-
lenzka skipið sinnar tegundar,
ætlað göfug störf, góðum málefn-
um til framdráttar.
Fjárhagur Björgunarfélags
Vestmannaeyja var ætíð mjög
þröngur, en undraverð er sú
þrautseigja, fórnfýsi og dugnað-
ur, sem innt hefur verið af
hendi, til þess að sjá félaginu
fyrir daglegu brauði eða salti
í grautinn, ef svo mætti að orði
komast, svo félagið yrði ekki
rekald eða spýtnabrak á fjörum
gjaldþrots og skulda. Nú, sem
betur fór var í félaginu og á bak
við það máttarstolpar, því til
stuðnings og styrktar, nokkurs
konar kjarnorkukraftur á mæli-
kvarða þeirra tíma, og svo trúin
á nauðsyn þess málstaðar, sem
tilgangurinn með stofnun Björg-
unarfélags Vestmannaeyja.
Það voru margir með bogið
bak og lúnar hendur, sem lögðu
sitt til að draga fjáröflunarplóg-
inn um grýttan og óruddan jarð-
veg á miðum tekjuleiða. Allir
lögðu jafnt af mörkum, sá
snauði og hinn ríki, að vísu ekki
í krónutölu jafnt, en jafnt í þess
orðs fyllstu merkingu. Alþingi
og bær lögðu einnig ríkulegan
stuðning fram félaginu til fram-
dráttar, og er slíkt þakkað að
verðleikum.
En svo fór að lokum að eigi
varð nóg hey í harðindum.
Björgunarfélag Vestmannaeyja
gerði samning við Ríkisstjórnina
um yfirtöku á vs. Þór, samning,
sem er gulls í gildi fyrir Eyja-
búa. Þann 1. júní árið 1926 er
ríkið orðið eigandi vs. Þórs.
Þrátt fyrir öldurót tímans og
breyttar aðstæður, þá hefur ekki
fokið í þau för, sem brautryðj-
endurnir mörkuðu í óbrotna slóð
nýrra leiða, heldur haldið áfram
á þeirri braut, sem rudd var í
fyrstu. En góðu heilli fyrir land
og þjóð vora, var sá hornsteinn
traustur, sem lagður var með
tilkomu vs ,,„Þórs“, og stefnan
tekin á hæsta tindinn, hafandi
að leiðarljósi árroða nýs dags og
knýjandi þörf björgunarstarfs-
ins. Enda er vs. Óðinn talandi
tákn þess, að það hefur verið
sótt fram á veg, og hvergi hikað
frá settu marki eða réttvísandi
stefnu.
Vs. Óðni er því fagnað af
heilum huga, og honum fylgja
yðar óskir um giftu og gengi í
störfum fyrir land okkar og
framtíð.
Jón J. Sigurðsson.
74
VÍKINGUR