Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 22
an þungur niður, þegar stefni skipanna klufu spegilsléttan haf- flötinn. Það tók á þolinmæði Walkers. Hann beið þess úr hvaða átt fyrsta árásin kæmi. En fyrir skipstjórana á verzlunar- skipunum var það líkast ten- ingaspili, þeir biðu þess hvaða númer kæmi upp. — Hvaða skip springi fyrst í loft upp. Starling var 6 mílur á undan lestinni bakborðsmegin, þegar vörðurinn á bakborðsvængnum hringdi skipsklukkunni í ákafa. Merkið var endurtekið af fjölda skipa, dreifð yfir margar mílur. 1 ratsjánni sáu menn móta fyrir kafbát í 1 mílu fjarlægð. Walker gaf skipun um að skipalestin breytti snögglega um stefnu, og bjó sig í skyndi undir árás. í því að Starling nálgaðist á fullri ferð fór kafbáturinn skyndilega í kaf. Kafbátsforing- inn var hins vegar forvitinn ná- ungi, því hann hélt sjónpípunni ofansjávar. Aftur voru það vís- bendingar frá Skipstjóranum á Wild Goose, sem komu Walker til að hlaupa þvert yfir stjórn- pallinn og glápa með galopinn munn af undrun á sjónpípu kaf- bátsins í tæplega 20 metra fjar- lægð. Vélbyssukúlur hæfðu sjón- pípuna í því að Starling beygði, og Þjóðverjinn, sem skynjaði nú afleiðingarnar af glappaskoti sínu, reyndi að kafa úr leið. En það var þegar of seint. Grimmi- leg djúpsprengjuárás frá Walker bókstaflega þeytti kafbátnum npp á yfirborðið, þar sem hann valt á hvolf og sökk. Ennþá einn kafbátur úr úrvals- flota Dönitz hafði gengið fyrir róða, U 762, og farið sömu leið og svo margir á undan. Tveim dögum síðar rétt fyrir dögun hóf U 734, 740 smál. árás á skipalestina. En áður en hann hafði tíma til að reikna út stefnu og hraða næsta kaupfars, nálg- uðust Starling og Kita á mikilli ferð kafbátsforinginn skaut sjálfstýrðu tundurskeyti og kaf- aði í skyndi úr leið. Walker hirti ekkert um þá ringu manna sinna, sem fréttin um „skeytið“ olli. Hann kaus heldur að tefla á hættuna að verða fyrir því, heldur en að víkja úr leið og sleppa því gullna tækifæri, sem þarna bauðst. Þetta var ákvörðun einkenn- andi fyrir Walker, en hún vakti sannarlega enga hrifningu meðal djúpsprengjuliðsins á aftur- dekkinu. Þeir þekktu áhrif slíks tundurskeytis og það var vægast sagt „óþægilegt" að fá það „í skrúfuna" á Starling! í þetta skipti sluppu þeir með „skrekk- inn“ og tundurskeytið þaut framhjá báðum snekkjunum. Innan 10 mínútna var U 734 sundurskotið brak. Enginnkomst lífs af. Skipalestin tók nú að nálgast heimahöfn. Starling og aðstoðar- snekkjur hans voru orðnar skot- færalausar og meir og minna lekar af hinum sífelldu „djúp- sprengjuhöggum“ Walker og menn hans komu sem sigurveg- arar í höfn. Þeir höfðu enn á ný sýnt yfirburði með hinni nýju hernaðartaktik og nú voru „gömlu mennirnir" þagnaðir. •— Walker var af starfsbræðrum sínum hafinn upp í tölu mestu sjóhetja Bretlands. í Liverpool var ekki um annað rætt en hina yfirvofandi innrás á meginlandið. Walker og flotadeild hans var falið að verja „Vesturhliðið“, en úr þeirri átt var búist við aðal- árásum þýzka kafbátaflotans. Njósnir höfðu borizt um að Dönitz hefði skipað 76 nýjustu kafbátum sínum, að vera í fremstu víglínu til að hindra innrásina. Það var aðeins á valdi Walkers og flota hans, ásamt brezka flughernum að koma í veg fyrir það. Eftir að Walker hafði móttek- ið allar fyrirskipanir frá her- stjórninni, komst hann svo að orði: „Eisenhower þarf tvær vikur, hann skal ekki aðeins fá þær. Nú er okkar tækifæri kom- ið að ráða niðurlögum þýzka kaf- bátaflotans í eitt skipti fyrir öll“. Á þrem fyrstu dögum innrás- arinnar stjórnaði hann 36 árás- um, og sökkti í þeim 8 kafbátum. Flugherinn taldi sér sex til við- bótar, og fyrsta árásarbylgjan fjaraði út. En kafbátarnir hófu árásir á ný, og í heila viku var enginn tími til hvíldar fyrir áhafnirnar. Skipin streymdu í höfn, sóttu skotfæri og djúpsprengjur, og héldu án tafar út til nýrra árása. í hvert skipti sem Starling kom í höfn, fékk áhöfnin nokkurra klst. svefn. En ekki Walker. Hann mætti á ráðstefnum, gekk frá hernaðar áætlunum og skipu- lagði aðferðir, Og með óþreyt- andi krafti hélt hann aftur á vígaslóðirnar. Það var mikið í húfi. Ef nokkrir kafbátar slyppu í gegn, gat það valdið óbætan- lcgu tjóni fyrir innrásarherina, og bætt aðstöðu óvinanna á landi. Tvær vikur hinnar miklu inn- rásar liðu undir stjórn Eisen- howers, án þess að einn einasti þýzkur kafbátur gæti brotizt í gegn um varnirnar. 1 þriðju vikunni sluppu þrír í gegn og gerðu mikinn usla í liði Banda- manna, en þeim var fljótlega gjöreytt. Að þrem vikum liðnum varð lát á kafbátaárásunum, og þeir drógu sig í hlé. Þeir komu aldrei aftur, sem hættulegur her- styrkur. Walker hafði efnt lof- orð sitt — og um leið náð loka- takmarkinu — eyðingu þýzka kafbátaflotans. hins skæðasta vopns þýzku herstjórnarinnar. Orrustan um Atlantzhafið var unnin. Orrustan um Ermarsund hafði aldrei tapazt. Andlit Walkers var orðið elli- legt. Augun lágu djúpt í grind- horuðu andlitinu, sem húðin virtizt strengd yfir. Hann var fallinn saman í herðum, og sveigjan horfin úr líkamanum. Viðbragðsflýtirinn var ekki sá sami, og ístað hins skjóta á- kvörðunarhæfileika var komið hik. Hann virtist þurfa að leita eftir hinum réttu orðum, þegar hann var að senda skipanir sín- ar með ljósa eða flaggamerkjum. VÍKINGUR 94

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.