Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 15
Drukknuðu samkvæmt reglugerð Þann 13. febr. sökk mótor- skipið „Leonore" í Norðursjó. Átta manna áhöfn þess drukkn- aði. Þann 3. febr. sökk vöru- flutningaskipið „Carsten Witt“ í Austursjó, og skipstjóri þess hvarf með skipinu í djúpið. Þann 20. jan. sökk járnflutningaskip- ið „Liihesand" við Skagerak. Tólf skipverjar drukknuðu. Þann 7. jan. sökk flutningaskipið „Wisuhhafen" í Austursjó. Á- höfninni var bjargað á síðustu stundu. Þann 8. des 1959 drukknuðu 7 menn af mótor- skipinu „Merkúr" í Norðursjó. Aðeins skipstjórinn bjargaðíst; hann varð kyrr um borð í skip- inu, sem var ekki stórvægilega laskað. Skipverjarnir drukknuðu, vegna þess að lífbáturinn hafði laskast um leið og hann var sett- ur út. Sjóréttur í Flensborg sýknaði skipstjórann frá því að eiga nokkurn þátt eða hafa ábyrgð á óförum skipverja hans. Dóms- niðurstaða réttarins var í fáum orðum: Takmarkað notagildi hinna gömlu björgunarbáta hef- ur enn komið greinilega í ljós. Fimm skipstöp og 28 drukkn- aðir sjómenn er hin hryllilega staðreynd þessara síðustu tíu vikna. Lífi flestra þessara manna hefði vafalítið verið hægt að bjarga, ef að þýzk skip væru skylduð til þess að hafa gúmmí- báta um borð. Þegar „Leonora“ sökk, hljóðaði þannig síðasta til- kynningin sem skipstjórinn sendi frá skipinu:: „björgunar- báturinn brotnaði í útsetningu". Drukknun skipverjanna af ,,Merkúr“ var einnig afleiðing af því að skipsbáturinn brotnaði. Menn með sérþekkingu á þessu sviði vita, að mjög erfitt er að koma trébátunum út frá sökkv- andi skipi, án þess að brjóta þá. VÍKINGUR Gúmmíbátum er hinsvegar auð- velt að kasta í sjóinn, þó að skipið hafi slagsíðu. Þeir blása sig sjálfir upp, þeir senda sjálf- virkt leifturmerki frá sér, svo auðvelt er að finna þá, og þeir geta ekki sokkið. Breski sjóher- inn hefur haft slíka báta í notk- un frá 1948 og úthafs fiskveiði- skip Breta síðan 1957. Á árinu 1956 höfðu farist 100 breskir fiskveiðimenn á sjónum — en eftir 1957 enginn farist við skipstap. 28 þýzkir sjómenn urðu hinsvegar að láta lífið eins og að framan segir. Þeir drukknuðu samkvæmt reglugerðar ákvæði. Og þessi ákvæði heita „Lond- onar öryggissáttmálinn". Sam- kvæmt þessum alþjóða samningi og ákvæðum öryggismála nefnda — Board of Trade — er bannað að láta gúmmíbáta koma í stað- inn fyrir hina þungu og stirðu trébáta. Svíþjóð og England hafa þó útvíkkað þessi fyrirmæli þannig, að fyrirskipa að hvert skip skuli auk trébátanna, einnig hafa gúmmíbát um borð. Sví- þjóð og England tóku þessar ákvarðanir á eigin ábyrgð, en Sambandsstjórnin þýzka hefur fram að þessu ekkert aðhafst; hún virðist enn sætta sig við úr- elt gömul lagafyrirmæli. (Úr ,,Stem“). 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.