Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 5
„Þarna er þa<5 skipsljóri, tundurskeyii d stjórnborSa.“ kafbátsforingjans, meðan hann væri að komast yfir hættulegasta kafbátabeltið. Stutt fyrirskipun til rórmannsins, og skipið tók snögglega nýja stefnu, — stund- um allt upp í 90 gr. Stundum sneri hann hreinlega við og sigldi nokkrar mílur til baka. Hills skipstjóri sem var þaul- reyndur skipstjóri á friðartím- um, var engin sitjandi ki’áka á hernaðartíma. Þann 30. apríl var olíuskipið statt austur af Bermudaeyjum -— hægur vindur en bjart veður. Skipið hélt áfram zig-zag ferða- lagi sínu, og ekkert skip var sjá- anlegt neins staðar nærri. Klukk- an 4 síðdegis kom Hills skip- stjóri að venju á brúna með stýrimönnum sínum. En þar sem nú var komið á allra versta hættusvæðið, setti hann fleiri menn á útkík, en allt' framundir sólsetur sást hvergi gári á haf- fletinum. Klukkan 7,30 e. h. var sólin sest, en í stað þess reis fullt tungl á himinbogann og geislaði glit þess á haffletinum. Klukk- an 7,40 lét Hills skipstjóri taka 90 gráðu beygju frá stefnunni. Klukkan 20,00 kom þriðji stýri- maður á vakt. Áður en Hills skipstjóri fór úr brúnni skömmu síðar, hugsaði hann með sjálfum sér, að nú yrði brátt að fara að komast áfram beinni leið, og ^agði um leið svo fyrir, að skipið yrði sett á rétta stefnu. Þegav VÍKINGUR hann var nýkominn inn í skip- stjóraherbergið sitt og seztur niður til að skrifa konu sinni bréf. hrökk hann upp við það að skipið hnykktist til eins og það hefði runnið yfir neðan- sjávarsker. Hann stökk á auga- bragði fram í brúna og heyrði um leið stýrimanninn kalla: „Þarna er það skipstjóri, tund- urskeyti" á stjórnborða. „Nei“, sagði Hills, „við höfum keyrt á kafbát, og fært hann í kaf undir skipinu!“ Á stjórnborða mátti sjá um- rót í sjónum í tunglskininu, en sem brátt eyddist og hvarf fyrir augum þeirra á British Prestige, sem hélt áfram fullri ferð, eins og ekkert hefði í skorist. III. Nokkrum árum síðar kom út bók í Þýzkalandi um ýmislegt, er hafði á dagana drifið fyrir ýmsa kafbátsforingja á styrjald- artímanum. Ekki var óeðlilegt þó ýmsum skipstjórnarmönnum úr brezka siglingaflotanum, sem hlaut að vera snar þáttur í slík- um frásögnum, léki forvitni á að kynnast því sem þar væri sagt. Og þannig stóð á því að Hill skipstjóri sat kvöld eitt heima hjá sér og var að lesa þessa bók. Konan hans hrökk í kút, er hann stökk upp úr stólnum í miðjum lestri og hrópaði upp: „Það hefur verið British Prestige!“ Til skýringar á þessu uppnámi, las hann fyrir hana út- drátt úr bókinni, þar sem þýzk- ur kafbátsforingi skýrði frá því sem skeði, er brezkt olíuflutn- ingaskip hafði siglt á kafbátinn 30. apríl 1942. „30. apríl, það var einmitt þann dag!“ Hills skipstjóri lét gera nán- ari athuganir á þessu atriði og fyrirspurn um þetta leiddi í ljós, að hér hefði einmitt verið um að ræða British Prestige og kafbát- urinn hefði verið U 333, en skip- stjóri hans verið Ci’emer. Hills skipstjóra hafði sízt af öllu dottið það í hug, þetta apríl- kvöld árið 1942, að skipstjórinn á kafbátnum, sem hann hélt að hann væri að tortíma, yrði síð- ar virðingarverður starfsmaður hjá BP. Og svipað mun hafa verið með kafbátsforingjann sem gerði sitt bezta til þess að sökkva British Prestige með allri áhöfn. Hills skipstjóri er nú kominn í land og hættur að sigla og Cremey kafbátsforingi er nú starfsmaður hjá BP í Hamborg. Undir öllum kringumstæðum eru þeir nú báðir hjartanlega ánægð- ir með það, að hvorugum skyldi takast að koma hinum niður í hafdjúpin. Síðastliðið sumar 1959, eða 17 árum eftir að sá atburður sem hér er skýrt frá skeði, sá skrifstofa BP í London um, að skip- stjórarnir tveir hittust í Hamborg. Og má sjá þá glaða og ánægða yfir að vera báðir við beztu heilsu. Er Cremer kafbátsforingl til vinstri og Hills tankskipsstjóri til hægri 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.