Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 14
Frá því um hátíðar hafa vest- firzka bátaflotanum bæzt 5 nýir bát- ar. V.b. Straumnes, eigandi þess er Kögur h.f. og v.b. Mímir, eign sam- nefnds hlutafélags í Hnífsdal, komu á Þorláksmessu. Báðir eru þessir bátar byggðir úr stáli í Austur- Þýzkalandi, 14 lestir að stærð. V.b. Guðbjörg, eign Hrannar h.f. á ísa- firði, kom um hátíðamar. Hún er byggð úr eik í Vestur-Þýzkalandi og er 76 lestir að stærð. Um áramótin kom nýr bátur til wiiwíyiliiik. Suðureyrar. Hann heitir Hávarður, eign ísvers h.f. á Suðureyri. Bátur- inn er um 70 lestir að stærð og er byggður úr eik í Vejle í Danmörku. í febrúarlok kom ennfremur nýr bátur til Patreksfjarðar. Báturinn er um 78 lestir að stærð, byggður úr eik í Danmörku. Báturinn heitir Andri og er eign Hraðfrystihúss Patreksf jarðar o. fl. Myndin hér að ofan er af v.b. Straumnesi. (Ljósm. Jón A. Bjamason). var mjög auðvelt að fá skipverja á tb. Margréti. Á sama tíma sem ,,gerfi“greinin kom út, lágu 8 stóru togaranna aðgerðarlausir í höfn, og sumir þeirra eingöngu vegna manneklu, en allir „gerfi- togararnir" voru þá við nytsam- ar veiðar. Ef rætt væri með sanngirni um það, sem einstakir menn telja sig hafa út á smíði A-þýzku tog- bátana að setja, er skylt að leita orsakanna með öðrum rökum, heldur en að fordæma út í blá - inn, vel útbúin, traust og góð skip. Eftir hvi sem ég veit bezt, voru aðalsjónarmið við bvgeúngu skipanna, að gera þeim kleift að sinna þeim þremur megin veiði- aðferðum, sem sjávarþorpin úti um land, þurfa að byggja af- komu sína á. Að þau væru eins stór og mögulegt væri, með hlið- sión af rekstrarhæfni og hafnar- skilvrðum, og síðast en ekki sízt, að þau fullnægðu ýtrustu kröf- um um útbúnað til fiskveiða og öryggis. Alla þessa kosti varð svo að sameina í skipi, sem ekki mátti vera stærra en 249 smál. samkvæmt íslenzkum lögum, ef taka átti tillit til eins af megin- sjónarmiðunum, rekstrarhæfn- innar. Vökulögin á íslenzkum tog- veiðiskipum eru bundin við 250 smál. lágmarksstærð. Ef skipin voru innan við þessa stærð, var hægt að hafa 14 manna skips- höfn, ef það fór yfir hefði þurft a. m. k. 20 manna skipshöfn. Hverju átti að fórna? Skerða vökulögin? Draga úr þægilegum aðbúnaði skipverja? Draga úr fiskveiðiútbúnaði skipanna, eða öryggisútbúnaði? Eða kasta fyr- ir borð öllum hugleiðingum um rekstrarhæfni ? Um þessi atriði er raunverulega að deila. En það er alveg fráleitt, að fordæma allt skipið fyrir einn nagla: Norðmenn byggja nú 220—230 smál. skip sem ætlað er svipað verkefni eins og A-þýzku bátun- um okkar, að geta stundað tog- veiðar og einnig línu- og neta- veiði. Rússar láta einnig seríu- Ormarnir og konfektið Ormurinn veldur frystihúsamönn- um sífelldum áhyggjum. — Illa gengur að fá ormatíningu til að vera 100%, og þar af leiðandi eru allt of fá frystihús með Rússlands- tækan fisk, en hann verður að vera algjörlega ormalaus, eins og kunn- ugt er. Eftirlitsmenn sjávarafurða- deildar eru óþreytandi í viðleitni sinni að eggja starfsfólk frystihús- anna í baráttunni við orminn. Ný- lega kom einn eftirlitsmannanna í byggja mikinn fjölda slíkra smá- skipa fyrir breytilegar veiðiað- ferðir, til fiskveiða innan tak- markaðs svæðis og til löndunar í smærri heimahöfnum. Ég veit, að greinarhöfundur kann vel til sinna verka og stíga honum fáir þar framar. En í fullyrðingunum um „gerfitogar- ana“ veit ég af eigin reynslu, að hann hefur ekki rétt fyrir sér. StýrimaZur á togbát. eitt af minni frystihúsum landsins. Við fyrstu skoðun kom í ljós, að allt of margur ormurinn slapp við að verða klipinn með töngum og dreg- inn úr fylgsni sínu. Eftirlitsmaður- inn eggjaði nú mjög stúlkurnar, sem tína áttu ormana, og næstu daga fundust heldur færri ormar við skoðun. Á f jórða degi fékk eftirlits- maðurinn verkstjórann til að reyna nýja aðferð. Heitið var verðlaunum, konfektkassa ef enginn ormur fynd- ist, súkkulaðipakka ef ekki fyndust fleiri en tveir og opalpakka ef ekki fyndust fleiri en fjórir. Stúlkurnar kepptust nú við að snyrta og tína allan daginn, en eft- irlitsmaðurinn skoðaði jafnóðum eins mikið og hann komst yfir. í lok vinnsludags voru úrslitin til- kynnt: Enginn ormur hafði sloppið við tengurnar að þessu sinni, og stúlkurnar fengu sitt konfekt. Þetta sýnir, hvað gera má, ef tekst að vekja áhuga fólksins, og mætti vel hugsa sér að nota slíkt kerfi með nokkrum breytingum, og yrði þá að setja peninga í stað konfekts. (Frá Sjávarafurðadeild SÍS). VÍKINGUR 86

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.