Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 31
því ekki ýkjamikill liður í þess- ari háu upphæð. 1 ljós kom þó brátt, að vélin reyndist ekki nægilega traust. Dæla Lillehei, sem dælir blóð- inu með taktslögum líkum hjart- ans vinnur að vísu ágætlega. En þegar læknar við skurðaðgerðir taka hjartað úr tengslum trufl- ast starfsemi lungans, af því að blóðinu í líkamanum er dælt úr hægra hólfi hjartans um lungun, þar sem blóðið hreinsast af kol- sýru, tekur í sig súrefni og fer síðan inn í vinstra helming hjartans. Sá hluti vélar Lillehei. sem vinna átti verk lungans, þ. e. bæta súrefni í blóðið, vann ekki sem þurfti. Fræðilega séð virðist einfalt að útbúa tæki, sem getur unnið 4 fyrir lungað. Fyrsta hjarta- hmgnadælan var fundin upp ár- ið 1885 af Þjóðverjunum Frey og Grubey. Galli flestra hjarta- og lungnadælna er fólginn í því, að dælurnar eru miklu lengur að næra blóðið súrefni. heldur en lungun. Lunga manns, er allsett lungnablöðrum, sem mynda um 90 fermetra flöt, getur á mjög skömmum tíma nært blóðið súr- efni. Lillehei og Wall reyndu í vél sinni að hafa sem allra stærst yfirborð, þar seem blóðið getur komizt í snertingu við súrefnið. Þeir láta blóðið streyma inn í strokk á strokknum er komið fyrir 72 ýringastútum. Gegnum stútana streymir súrefni inn í blóðið, en við það freyðir blóðið. Á þennan hátt tekst þeim að næra blóðið súrefni á jafnlöng- um tíma og lungað. Gallinn er bara sá, að blóðið freyðir, en við það myndast loftbólur, er drepið geta sjúklinginn. Lillehei og Wall urðu því að smíða tæki, sem eyðir froðunni. Þar leiða þeir blóðið inn á snældu, sem Snýst hægt, en á snekkjunni er áburður úr silikon- efni, sem eyðir froðunni. Þessi útbúnaður losar blóðið við allar loftbólur, en hefur þann galla, að blóðið rennur hægt vegna snekk j uútbúnaðar ins. Nú er búið að endurbæta Vf KTNGU-R f Skúli þ. Sívertsen vélstjóri Föstudaginn 12. febrúar s.l. and- aðist hér í bænum Skúli S. Þ. Sivert- sen vélstjóri. Átti hann við allmikla vanheilsu að stríða síðustu ár æf- innar. Skúli var kominn af merkum breiðfirzkum ættum, fæddur 1. sept- ember 1892, sonur Þorvaldar bónda í Akurey og síðar í Hrappsey á Breiðafirði, en þar var Skúli fædd- ur. Þorvaldur var Skúlason, bónda og umboðsmanns í Hrappsey, Þor- valdssonar, bónda að Núpi í Hauka- dal, Sigurðssonar yngri að Núpi. Hann var hreppstjóri um 30 ár og gildur bóndi á Núpi, síðar að Melum og síðast í Fjarðarhorni í Hrúta- firði, Sigurðssonar, bónda á Núpi, Brandssonar. Kona Þorvaldar og móðir Skúla var Helena Ebenezerdóttir bústjóra á Skarði á Skarðsströnd, Kristjáns- sonar kammerráðs á Skarði Skúla- sonar sýslum. í Dalasýslu, Magn- ússonar, Ketilssonar. Skúli ólst upp í Hrappsey til 10 ára aldurs, var um skeið í Stykkis- hólmi og víðar við Breiðafjörð. Stundaði nám í Flensborgarskóla veturinn 1912—13. Réðist til vél- smíðanáms hjá Hansen vélameistara á Hverfisgötu í Rvik, og lauk því 1915. Fór þá í Vélskólann og út- skrifaðist þaðan 1918. Stundaði síð- an vélstjóm á botnvörpuskipum um allmörg ár, en var lengi, eða um 13 ár, yfirvélstjóri á Faxaflóabátnum Suðurlandi og Laxfoss. Var enn um hjarta og lungnavél þeirra Lilleheis og Walls svo mjög, að hún er núna mjög útbreidd í sjúkrahúsum Ameríku. Diisseldorfarlæknar nota hins vegar hjarta- og lungnadælu af gerðinni ,,Gibbon-Mago“. Þeir álíta hana afkastameiri og ör- uggari, þótt 3 dagar fari hverju sinni til hreinsunar é dælunni eftir hverja skurðaðgerð. í „Gibbon-Mago“ vélinni get- urblóðið ekki freytt. Blóðið renn- ur yfir lóðréttar plötur, sem standa þétt við hverja aðra, líkt og í rafgeymum, og tekur þá um leið í sig súrefni. Blóðið safn- skeið vélstjóri á botnvörpuskipum og seinnaá flutningaskipum í ut- anlandsferðum. Lenti þá i ýmsum svaðilförum og erfiðleikum og stóð sig vel. Vann hin síðari ár æfinnar að vélsmíði, lengst af í Hamri h.f. Skúli var kvæntur breiðfirzkri konu, Maríu Láru Jensdóttur, skip- stjóra í Stykkishólmi. Lifir hún mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið. Skúli Sivertsen var mætis maður, vel gefinn, vel látinn og vinsæll. Hann gerðist snemma virkur félagi í samtökum vélstjóranna og átti sæti í stjórn Vélstjórafélags Islands um skeið. Blessuð sé minning hans. Hallgr. Jónsson. ast síðan saman undir plötunum, og þaðan er því dælt inn í lík- amann með dælustögum svipuð- um hjartans. Sem dæmi um öryggi þessara véla getur amerískur skurð- læknir, dr. John Kirklin, þess, að hann hafi framkvæmt 400 hjartauppskurði með aðstoð hjarta-lungnavéla, og á tímabil- inu febr. 1957 til jafnlengdar 1958 hefur enginn hjartasjúk- lingur dáið vegna tæknigalla hjartadælanna. (Heimildarrit: Der Spiegel og Science Fear.) Öm Steinsson. 103

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.