Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Page 27
innbyggð löndunartæki í nýjum togara —im Bv Nicolaas Sen- ior, fremst á livalbaknum má sjá hvar færi- bandið kemur npp. Það er fullyrt, að tekizt hafi að stytta löndunartíma fisks úr hollenzka togaranum Nicolas Senor niður í einn þriðja af því sem venjulegt er um slík skip, með því að notfæra sér renni- bönd sem eru innbyggð í skipið. Slíkt renniband liggur eftir endilangri lest skipsins, allt upp á hvalbak, en þar er tækjum úr landi ætlað að taka við. Ástæðan til þess að hvalbakurinn er val- inn til þess að hefja fiskinn upp er einkum sú, að venjulega er hann hærri en hafnargarður, við hvaða flóðtíma sem er. (Hér er Teikningin sýnir fyrirkomulag á færi- böndunum, eftir endilangri lest skips- ins og upp á hvalbak. Hallgrímur Jónsson vélstj. sjötugur Hallgrímur Jónsson vélstjóri varð 70 ára þann 5. apríl s. 1. Hann er fæddur í Móabúð í Grundarfirði 1890, sonur hjón- anna Jóns bónda Jónssonar og Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Fað- ir hans stundaði sjó með bú- VÍKINGUR gengið út frá því, að veiðiskipin landi í lokaðri kví), sem forðar fiskinum frá endurtekinni hreyfingu. Dregur úr skemmdum. Auk þess, að spara mikinn tíma og vinnu, er talið að þessi aðferð dragi mjög mikið úr skemmdum á fiskinum við upp- skipun og dragi ,verulega úr löndunarkostnaði. Þessi atriði eru talin vega fullkomlega upp móti minna rými fyrir fisk í skipunum. Útbúnaðurinn fær rafmagns- orku sína frá landi, svo að ekki er lagt neitt á rafmagnskerfi skapnum eins og flestir bændur við utanverðan Breiðafjörð og Hallgrímur vandist snemma á sjósókn. Hann lauk vélfræði námi á Isafirði og gerðist vél- stjóri á fyrstu togurum okkar og síðar á farþega- og flutninga- skipum Eimskipafélags íslands. Og var síðast vélstjóri á hinuni glæsilega nýja Gullfossi frá því að skipið kom og þar til Hall- grímur hætti samfelldu starfi við aldurstakmark. Það hljómar ekki vel í evrum þeirra er þekkja Hallgrím, að hann hafi hætt störfum við ald- urstakmark, því að hann er allra manna yngstur í anda og öllu viðhorfi til starfs og málefna. Hann hefur frá fyrstu tíð tek- ið virkan og mikinn þátt í fé- lagsstarfi stéttar sinnar, verið formaður félags síns um fjölda ára, og átt sæti á öllum ráðgef- andi stöðum, þar sem mikils og góðs liðsinnis hefur verið talin skipsins við löndun. Færibandið er útbúið þannig að ekki mynd- ist horn eða skot þar sem óhrein- indi geti safnast fyrir, eða skemmt fiskinn, og mjög auðvelt er að hreinsa það. Það er gert úr ryðfríu efni, og enga sérstaka kunnáttu þarf til þess að starf- rækja það. Skipið landar beint í fiskiðjuver, sem hefur færi- bönd á móttökustað, hreyfanleg eftir því sem skipið þarf að liggja. Nicolaas Senior-er 145 fet á lengd o. a. og var byggður hjá N. V. Scheepbouwwerf De Dage- raad, Wobrugge, Holland fyrir hollenzkt útgerðarfyrirtæki. þörf. En sá vettvangur hefur ekki nægt honum eingöngu. — Hann hefur einnig verið stór- virkur þátttakandi í öðrum sam- tökum, er stutt hafa að velfarn- aði og menningarlegum fram- gangi sjómannastéttarinnar í heild. Hann hefur frá fyrsta degi verið einn ötulasti áhuga- maður fyrir velferð Sjómanna- dagsins og þeirra verkefna, sem að honum liggja. Og hann hefur síðast en ekki sízt ávallt verið með vakandi huga fyrir öllum nýmælum í tækni og framþróun á sviði farmennsku og fiskveiða, og neitt þar ritleikni sinnar og sílifandi starfsorku. Sjómannablaðið Víkingur og þeir, sem að því standa, þakka Hallgrími dáðríkt starf að mál- efnum sjómannastéttarinnar og þjóðar velfarnaði, á undanförn\i æviskeiði og óska honum allra heilla á þessum tímamótum. Ritstj. 9Í

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.