Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 23
Undirforingjar hans voru orðnir kvíðafullir yfir ástandi Walkers. Þeir reyndu að létta honum störfin, með því að taka ákvarð- anir, sem hingað til höfðu heyrt undir hann. Þeir önduðu léttara, begar skip þeirra hélt til Liver- Pool 2. júlí. Nafn Johnnie Walkers var lofsungið í blöðunum á borð við helztu hershöfðingja banda- uianna, eins og Patton, Bradley, Montgomery og Mountbatten. Fulltrúi brezku flotamálastjórn- arinnar heimsótti konu hans Ei- leen og tilkynnti henni, að kon- ungurinn mundi slá til riddara Usestu daga. Kvöldið eftir heimkomuna fóru Eileen og Johnnie á bíó og sáu „Madame Curie“. Síðar kvartaði hann um svima og suð í höfðinu. Hann var orðinn al- varlega veikur og var ekið í skyndi á herspítalann til rann- sóknar. ,,Allt sem maður yðar þarfn- ust er alger kyrrð og hvíld“, sögðu læknarnir. En daginn eft- ir var augljóst að eitthvað meira °u lítið var að Johnnie Walker. bau óvæntu tíðindi, að ef til vill væri líf hans í hættu, bárust eins og eldur í sinu, til Sir Max Horton og yfirherstjórnarinnar. Á miðnætti hinn 9. var Eileen kölluð í skyndi að sjúkrabeði hans. Hún kom of seint. Johnnie Walker var dáinn. Hin opinbera dauðaorsök var: heilablóðfall. Sannleikurinn var hinsvegar sá. að hann dó af of- þreytu. Líkami og sál var yfir- keyi-t, út yfir öll takmörk. Hann fórnaði sjálfum sér fyrir ætt- jörðina, dó af stríðsþreytu. Um borð í Starling ríkti kyrrð meðal hinna hraustu fé- laga Walkers. Fáninn drúpti, og það var eins og öllu lífi hefði verið blásið burtu. Hinum traustu, hugrökku brezku sjó- mönnum fannst lífið óbærilegt, við fall hins ástsæla foringja, sem hafði leitt þá gegnum ótal hættur og erfiðleika fram til frægðar og sigurs. Þeir sáu hann í anda standandi á stjórnpalli, klæddan leðurjakka, í bardaga upp á líf og dauða við hina hættulegu þýzku kafbáta. Á meðal hinna ótal samúðar- kveðja sem Eileen bárust var eitt frá Stark aðmírál: „Her- sveitir Bandaríkjamanna í Evr- ópu óska að flytja yður hinar dýpstu samúðarkveðjur við lát manns yðar, hins hugrakka brezka sjóliðsforingja. Enda þótt vér hörmum missi hans, mun baráttuhugur hans lifa meðal vor“. Líkami Johnnie Walkers lá á viðhafnarbörum í dómkirkj- unni í Liverpool í 3 daga. Þús- undir manna voru við jarðarför- ina, og Sir Max Horton aðmír- áll, sem ásakaði sig harðlega fyr- ir að hafa ekki athugað í tíma ástand Walkers, flutti hjart- næma kveðjuræðu. Hann endaði ræðu sína með þessum orðum: „Við höfum unnið sigur, og hann hlaut að vinnast með slíkum mönnum sem Walker. Mætti okkur í framtíðinni aldrei skorta slíka yfirburðamenn, að hug- rekki, drengskap og stjórnsemi, en um leið lítillæti og sönnu ótta- leysi. Hafssvæðið þar sem hann vann síðustu afrek sín skal verða hans gröf“. Líkkistu Wal- kers var ekið um götur Liver- pool um borð í brezkan tundur- spilli. Skip af öllum stærðum og gerðum létu fánana síga í heið- ursskyni, meðan tundurspillirinn seig hægt út úr höfninni. Síðla kvölds náði skipið á- kvörðunurstaðnum. Himininn var þakinn dimmum skýjum og það hvítfexti í öldurnar. Óveður var í aðsigi. Á þeirri stundu var iíkkista Johnnie Walkers látin síga í faðm hafsins. (Þýtt úr Cavalier). G. Jensson. TIL LANDS OG SJÁVAR þarfnast véltækni nútlmans traust og nákvæmt vlðhald. VÉR BJÓÐUM YÐUR: Þaulvana fagmenn. Ákjósanleg vlnnuskilyrSl. Vélaverzlun vor er jafnan birg af hverskonar efni til járnsmiða ng pipulagna. VÉLSMIÐJAN HÉÐINN H.F. Simar 2 42 00 - 2 42 66. — Seljaveg 2. lesUmálning, vfctrttlinum&liVmg ufanijordsmálniní* HARPA HF. vÍKINGUR 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.