Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 19
Sálsefjun. Franski læknirinn og sálfræðing- urinn Coué (1857—1926) hélt mjög fram lækningamætti sálsefjunar. Hann vildi að sjúklingamir segðu við sjálfa sig: „Mér líður betur í dag, mér líður betur ídag, betur ídag í fyrirlestri, sem Coué hélt fyrir hjúkrunarkonurnar á heilsuhæli því, er hann stjómaði, beindi hann til þeirra þeim eindregnu tilmælum að koma aldrei til sín og segja, að ein- hverjum sjúklingi hefði versnað, heldur skyldu þær segja, að sjúk- lingurinn liéldi, að sér hefði versnað. Nokkrum dögum seinna kom ein hjúkrunarkonan til hans og sagði: „Sjúklingur nr. 107 á stofu 11 heldur að hann sé dáinn“. * „Afsakið, fröken. Sáumst við ekki nýlega í dýragarðinum ? „Það er ekki ómögulegt. í hvaða búri voruð þér,“ * Gott ráð. Ungur, franskur rithöfundur leit- aði eitt sinn ráða hjá enska höfund- inum Somerset Maugham. Hvernig ætti hann að haga sér til þess að verða góður rithöfundur? Maugham svaraði: „Þér skuluð byrja með því að skrifa sorgarleik i fimm þáttum. Eftir svo sem 3—5 mánuði skuluð þér breyta leiknum í þriggja þátta gamanleik. Látið svo líða eina 4 mánuði og gerið úr þessu einþáttung. Þessu næst skuluð þér kvænast ríkri, bandarískri stúlku. * „Mamma", sagði Óli litli við móð- ur sína, þegar hann hafði ,,erft“ skíðabuxur eldra bróður síns. „Ef bróðir minn giftir sig, þarf ég þá endilega að giftast ekkjunni hans þegar hann deyr?“ * Eer PETTA sjúklinsrurinn? VÍKINGUR Maðurinn kom með konuna sína í fyrsta sinn á fæðingardeildina og voru bæði dálitið taugaóstyrk. Ljósmóðirin hafði orð fyrir að vera dálítið orðhvöt, og þegar hún var búin að skoða konuna, hnussar í henni, og hún segir: „Uss, þetta er bara loft“. Þegar konan kom fram í biðstofuna sagði hún mann- inum sínar farir ekki sléttar. Maðurinn brást reiður við og sagði: „Hvern désk .... meinar manneskjan! Heldur hún kannske að ég sé hjólhestapumpa?" * Maður kom til læknis til rann- sóknar. „Hvar funduð þér fyrst til verkj- arins?“ spurði læknirinn. „Ég held það hafi verið mitt á milli Hafrarfjarðar og Reykjavík- ur“. * Ilann Pési hefir verið menntaöur lengra en 'vit hans náfti * Veitingasalurinn var yfirfullur og stemningin góð. Einn gestanna hrópaði: „Þjónn, ég vil fá einn bjór og þegar ég fæ einn bjór, eiga allir hinir að fá bjór“. Þetta vakti almenna hrifningu gesta, og þegar hinn örláti gestur hafði endurtekið þetta sjö sinnum, hrópaði hann: „Nú ætla ég að borga og þegar ég borga, eiga allir hinir að borga“. * Nonni og Sigga léku indíánaleik í stofunni. Nonni skaut pílu í stóran spegil og mölbraut hann. „Drottinn minn!“ hrópaði Sigga. „Þetta þýðir sjö ára óhamingju“. „Skítt með sjö árin“, svaraði Nonni. „Fimm mínúturnar eru verstar, því nú heyri ég að pabbi er að koma“. Á leiSinni í frifisæla hjónabandshöfn. * í rokinu um daginn var svo hvasst að ein hænan mín, sem sneri stél- inu upp í vindinn, verpti sama egg- inu sex sinnum í röð. * Honum þótti það öruggara. Aðalsmaður nokkur hótaði eitt sinn að lemja til bana hirðfífl Hin- riks I. Frakkakonungs, vegna nokk- urra háðvísna. Hirðfíflið flýtti sér til konungs og bað hann að bjarga við málinu, og kóngur sagði manninum að taka þessu bara með ró. „Þú skalt ekki vera hræddur", sagði hann. „Ef hann skyldi drepa þig, þá skal hann hanga í gálganum að stundarfjórðungi liðnum“. „Æ, yðar hátign", sagði hirðfíflið og róaðist ekkert. „Gætuð þér ekki heldur látið hengja hann einu kort- eri áður?“ JrítfaktiH Kjaftapiparkerlingin í götunni, sem passaði upp á „velsæmi“ ná- grannanna, sá eitt sinn Jón Jónsson leggja bíl sínum fyrir framan aðal- veitingakrá bæjarins. Hún hringdi þegar í meðlimi „velferðamefndar- innar“ og tjáði þeim að nú væri Jón kominn á fyllirí. Kvöldið eftir hefndi Jón sín með því að láta bílinn sinn standa fyrir utan hús piparmeyjar- innar alla nóttina! 91

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.