Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 16
Hjálmar R. BárSarson. Hjálmar R. RárSarson skipaskoS- unarstjóri hefur nijlecja lokifi viS teikningar af fiskiskipi af nfjrri gerfi, framlnjggSu skuttogskipi, og útgerSarfijrirtœkifi Haclaldur BöS- varsson S: Co á Akranesi hefur sótt nm leufli til aS fá þaS smíSaS. SkipaskoSunarstjóri hefur uridan- farin 3 ár unniS aS ijmsum hugmynd- um aS frambuggSu fiskiskipi, scm henfaS gæti íslenzkum aSstæSnm til sem flestra veiSa. Sýndi hann blaSa- mönnum teikningar af nýju fiski- skipi fgrir stultu síSan og sagSi þá m. a.: Síðastliðin þrjú ár hefi épr unnið að ýmsum hugmyndum af frambvggðu fiskiskipi, sem hent- að gæti íslenzkum aðstæðum til sem flestra veiða. Hingað til hefir verið talið illgerlegt að leysa vandann að nota fram- byggða fiskibáta til línuveiða. Síldveiðar hafa hins vegar á ms. Fanney reynst jafnauðveldar að minnsta kosti eins og á venju- legri gerð fiskiskipa hér. Þegar ég fór á ráðstefnu FAO í Róm um smíði fiskiskipa í fyrravor hafði ég nýlokið að teikna um 150 brúttórúmlestir Frambýggðan bát. átti ég þar tal rið menn frá nokkrum þeirra þjóða, sem þessa gerð skipa hafa 88 notað og sannfærðist enn betur um nothæfni þeirra einnig við íslenzkar aðstæður, en með ýms- um breytingum vegna línuveið- anna. Hér heima ræddi ég þessi mál einkanlega við Ingvar skip- stjóra Pálmason, sem þessum frambyggðu bátum mun einna kunnugastur hér, vegna athug- unar í Ameríku og vegna skip- stjórnar á ms. Fanney. Magnús Gamalíelsson útgerð- armaður á Ólafsfirði hafði mik- inn hug á þessari gerð skips, og var fyrst rætt um ca. 120 tonna bát af þessari gerð. Þegar allt var komið með, sem farið var fram á var hinsvegar augljóst, að báturinn mætti ek'ki vera minni en 150 brúttórúmlestir, og lauk ég við fyrirkomulagsteikningu af þessum frambyggða bát í ágúst 1957. Ekki varð þó úr því, að Magnús Gamalíelsson færi í að láta smíða þessa gerð skips og lá málið niðri þar til ég ræddi þessa gerð skipa við Sturlaug Böðvarsson útgerðarmann á Akranesi. Kom þá í ljós, að hann hafði lengi haft mikinn áhuga á þessari gerð skipa. Sumarið 1956 gerði Haraldur Böðvarsson & Co. síldveiðitil- raun fyrir Norðurlandi sem kost- uð var að hálfu af Landsbankan- um á móti fyrirtækinu. Va'r við tilraunina notuð hringnót, sem kastað var frá bátnum sjálfum, en það var ms. Böðvar, búinn kraftblökk. Tókst tilraunin að öllu leyti mjög vel, að öðru leyti en því, að báturinn var ekki þannig byggður, að hann hentaði til þessara veiða. Samtímis var gerð tilraun að dæla síld úr nótinni, einnig yfir í annan bát og var samtals dælt um 4000 tunnum, og gafst það einnig mjög vel. Þó var dælan illa staðsett og báturinn of lítill fyrir þennan útbúnað. Eftir þetta fékk Sturlaugur Böðvars- son mikinn hug á að eignast skip, er hentaði til þessara veiða, og leitaði tilboða í Ameríku, í þá gerð skipa, er þar gerist. Þó var ekki hægt að fá þar skip er hentuðu við íslenzkar aðstæður, og auk þess voru þau þar mjög dýr. Þetta mál lá svo niðri um hríð, þar til við Sturlaugur fór- um að ræða saman um málið. Var þá ákveðið að teikna stærfa skip. Fyrir nokkru hefi ég lokið við fyrirkomulagsteiknngu af þessu skipi, sem mun verða um 220— 240 brúttórúmlestir að stærð, og er það ætlað til línuveiða, lúðu- veiða, síldveiða með kraftblökk, reknetaveiða og togveiða. Vegna stækkunar skinsins var t.alið vótt að byggja það sem lítinn hekk- togara eða hekktogskip auk hinna veiðiaðferðanna, og hefir verið reynt að sameina þessi sjónarmið til mismunandi veiði- aðferða á ýmsan veg. Eru í skipi þessu svo margar nýjungar, að langt mál væri allt upp að telja. Þó má sérstaklega geta um, að gert er ráð fyrir innbyggðri dælu til að dæla fiski úr nót. Möstur eru tvö en hlið við hlið miðskipa. Skipið er búið 4 börm- um, tvær snúa aftur en tvær til hliðar. Ein bóma er til að setja út björgunarbát BB-megin, önn- ur er pokabóma við togveiðar, og til að halda uppi dæluslöngu, þegar dælt er úr nótinni. Stýris- húsið er allnýstárlegt. Útsýni er allan hringinn úr stýrishúsglugg- unum, sem hallast niður, og gefa því góða útsýn yfir vinnupláss á þilfari. SB-megin í stýrishúsi er stóll fyrir skipstjóra og stjórn- tæki öll þar hjá, þannig að frá þessum stað má sjá beint niður á línuspilið til hliðar um leið og horft er fram vegna stjórnar skipsins. Frambyggt fiskiskip VÍKINGUE Togveiðibúnaðurinn er líkt og á stóru hekktogurunum, nema að hér er aðeins eitt þilfar. Stór bogamyndaður gálgi er aftast á hekkinu, og innan í hon- um eru gálgrúllur báðu megin, en auk þess lyftirúlla efst í bog- anum fyrirmiðju. Togvinda er miðskipa fremst á vinnuþilfar- inu. Togveiðibúnaðinn hefi ég i'ætt við Sæmund Auðunsson skipstjóra. Gert er ráð fyrir að skifta r-iegi togpoka og taka fram með SB-síðu, ef þörf gerist. Er pok- inn þá tekinn inn með poka- bómu á SB-mastri, líkt og venju- iega á hliðartogurum. Lest er tiltölulega mjög stór í skipi þessu, enda allar manna- ibúðir ofan aðalþilfars. Vistarverurnar eru fyrir 15 manna áhöfn, og eru 3. eins- mannsherbergi og 3 fjögra- mannaherbergi. Skipstjóri og stýrimaður eru í brúarhúsi ásamt korta- og loftskeytaklefa, en stjórnpallur er rúmlega hálfri hæð ofar vegna útsýnis. Aðalvélar eru tvær, hvor 390 hestöfl, og eru tvær skrúfur, stýri tvö og stýrisvélar einnig tvær. Kostur við þennan búnað er sá, að hægt er að andæfa með einni vél, snúningshringur getur verið mjög lítill, þannig að raun- ar er hægt að snúa við „á punkt- inum“. Þar sem öxulgöng liggja gegn um lest, er það einnig kostur að losna við öxul miðskipa, þegar losa þarf t. d. síld úr lest með losunartækjum. Hjálparvélar eru tvær. Vélakerfið er þannig, að nota má hvora hjálparvél sem er eða hvora aðalvél sem er til að knýja með hydraulic-dælur fyrir vindur eða rafala til ljósa og hitunar. Bakborðsmegin í yfir- byggingu er innbyggt beitingar- skýli. Skipið er að sjálfsögðu hugsað búið öllum fullkomnustu siglingatækjum, er nú tíðkast. Hér er um svo margháttaða nýjung að ræða, að sjálfsagt verður að telja, að fyrst verði smíðað aðeins eitt eða tvö skip til reynslu áður en lengra er haldið. Þó á ekki að geta talizt veruleg áhætta að mínum dómi Sturlaugur BöSvarsson. í að fara inn á þessa gerð skipa, því þau hafa marga augljósa kosti fram yfir eldri gerð fiski- skipa okkar, og ber þá fyrst að nefna skjólbetra og samfellt vinnupláss á þilfari og verulega betri aðstöðu við veiðar með kraftblökkinni, svo nokkuð sé nefnt. * íslenzkur skuttogari

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.