Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 30
Hjarta-lungnadæian
Hjartasjúkdómar ullu á síð-
astliðnu ári meira en helmingi
allra mannsláta í heiminum. —
Hjartasjúkdómar hafa aukizt
hin síðari ár. Hlutfallstala
þeirra, sem deyja vegna hjarta-
sjúkdóma, er einnig nokkuð
hærri, af því ,að læknar ráða í
vaxandi mæli við aðra sjúkdóma.
Hjartasjúkdómar eru einnig al-
gengari með eldra fólki en því
yngra.
Rannsóknir sýna, að verzlun-
armenn og menn, sem vinna and-
leg störf fá frekar veilu fyrir
hjarta heldur en þeir, sem vinna
líkamleg erfiðisstörf. Þá eru
karlmenn næmari fyrir þeim en
konur. í löndum, þar sem lífs-
kjör eru góð, er sjúkdómurinn
miklu algengari. En þótt hjarta-
sjúkdómur sé nú ríkjandi drep-
sjúkdómur, vinna læknar með
góðum árangri að því að vinna
bug á skemmdum hans og lækka
dánartölu af völdum hans.
Eitt veigamesta tækið í sam-
bandi við hjartaaðgerðir er svo-
nefnd hjarta-lungnadæla. í vax-
andi mæli er tækið notað í
Þýzkalandi og Ameríku.
Með því er skurðlæknum gert
kleift að grípa inn í starf hjart-
ans og stöðva starfsemina um
tíma meðan skurðaðgerð fer
fram á hjartanu.
Þýzkur prófessor K. H. Basser
frá Heidelberg lýsti hjartadæl-
unni á fundi, þar sem 2000 lækn-
ar voru samankomnir, fyrir
tveimur árum. Hann sagði:
„Með þessari djörfu skurðtækni
hefur skurðlæknum tekizt að
kollvarpa kennisetningu Leon-
ardo da Vincis, að hjartaö hvíl-
ist aldrei nema í eitt skipti fyr-
ir öll“.
Þegar gera á skurðaðgerð á
hjartanu, eru æðar og slagæðar,
sem blóðið rennur um til og frá
hjartanu, klemmdar saman og
skornar sundur og leiðslum frá
dælunni komið í tengsl við æð-
arnar. Tækið tekur nú að sér
hlutverk hjartans og dælir
blóðinu um líkamann (sjá mynd
I). Því næst er sprautað lam-
andi efni (Kaliumnitrat) í
hjartavöðvann, sem hefur þau
áhrif að hjartað hættir að slá.
Skurðlæknarnir geta nú fram-
kvæmt skurðaðgerð á hjartanu
í allt að því klukkustund, en þá
verður blóðstreymi að koma aft-
ur til hjartans sem hreinsar
skurðstaðinn, og eftir 2 til 2
mínútur byrjar hjartað að slá
á ný.
Margs er að gæta, þegar blóð-
ið rennur um hjartadæluna. Súr-
efni verður að veita í blóðið og
ekki má freyða, er það fer inn
í æðarnar. Ef blóðið freyðir, er
hætt við loftbólum, sem stíflað
geta blóðrennslið um æðarnar.
Gæta verður einnig nákvæmlega
að því, að blóðið hlaupi ekki i
kekki, því að það myndar stíflu.
Blóðið má ekki heldur renna of
geyst, slíkt veldur eyðileggingu
blóðkornanna. Hitastig og þrýst-
ingur verður að vera hið sama
og er í líkamanum. Við aðgerðir
af þessu tagi þarf 16—18 menn,
þar af minnzt 12 útlærða
lækna.
Áður en hjartaaðgerð hefst
verður að fylla dæluna og leiðsl-
ur hennar blóði, sem er 3 til 4
lítrar. Blóðið verður að vera úr
sama blóðflokki og viðkomandi
sjúklingur er í. Blóð sjúklingsins
er ekki nægilega mikið til að
fylla dæluna og leiðslurnar, því
að blóðgangurinn lengist tölu-
vert, þegar dælan er notuð. Ef
blóði er ekki bætt í dæluna,
myndi hún tæma líkamann öllu
blóði og maðurinn deyja.
Að aðgerð lokinni verður að
hreinsa hjartadæluna og allar
leiðslur hennar gaumgæfilega,
svo að blóðtrefjar geti ekki
truflað næstu skurðaðgerð.
hver hreinsun tekur 3 daga á
þeirri gerð dæla, sem hér er
sýnd, en gerð þessi er þýzk og
kallast „Gibbon-Mago“. Ókostir
hennar liggja aðallega í því, að
ekki er hægt að nota hana nema
4. hvern dag vegna hreinsunar-
innar.
Fyrir nokkrum árum reyndu
amerísku læknarnir Lillehei og
Wall að bæta úr þessum langa
hreinsunartíma. Þeir smíðuðu
hjarta-lungnavél, sem kostaði
100 dollai’a (420 mörk). Vél
þessa átti að nota eins og papp-
írsþurku, fleygja henni eftir
skurðaðgerð.
í fyrstu virðist sem tegund
þessi standi öllum öðrum fram-
ar. Hjartaaðgerð með dælunotk-
un kostar 8000 mörk. Fjögur
hundruð mörk fyrir dæluna eru
VÍKINGUR
102