Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 10
FARMENNSKA FISKVEIÐAR Standard gerð af skuttog- urum. f áœtlun, sem Bergens Mekaniske Verksted vinnur að, hefir verið reynt að finna heppilega gerð skuttogara, sem hentar fyrir fiskveiðar við Noregsstrendur, til veiða fyrir hraðfrystihúsin. Tilraun- ir hafa verið gerðar í Þránd- heimi með skipalíkön, en þar er tilraunastcð í þessu skyni. Að hessum tilraunum standa norsk togaranefnd, skipuð af opinberum aðilum og áhuga- menn um skuttogarabygging- ar. RMV hefur birt skýrzlu um málið. bar sem skýrt er frá því að fylgst hafi verið með þróuninni í þessum efn- um lijá öðmni þjóðum. Gert er einnig ráð f.vrir að hxegt verði að stunda síldveiðar með stórum snurpunótum á hafi úti, þar sem notuð verður kraftblokk. f skuttogaranum er gert ráð fyrir 4 sylindra aðalvél 1200 hö. með skipti- skrúfu úr ryðfríu stáli. BMV hefir unnið að undirbúningi að smiði skuttogara í 2 ár, og keypti 1958 byggingarrétt að tveggja þilfara skuttogara af breska firmanu Chr. Salvesen í Leith. Þá eru Norðmenn að velta fyrir sér möguleikunum á að smíða minni skuttogara af standard stærð, sem hentugir va;ru á grunnmiðunum við Noreg, og sem flestar smærri skipasmíðastöðvar í Noregl gætu byggt. í ráði er að byggja 3 skuttogara, sem eiga að kosta 4 til 6 milj. n. kr., oiga þeir að veiða fyrir hrað- frystihús í N. Noregi. Verður í þeim efnum stuðst við reynslu þá, sem Þjóðverjar hafa aflað sér við smíði slíkra skipa. Strandferðaskip fyrir Vest- flrðl Bjarni Guðbjörnsson og Sig- urvin Einarsson flytja þings- áiyktunartill, um strand- ferðaskip fyrir Vesturlandi og er hún svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta, í samráði við Skipaútgerð ríkisins athuga möguleika á smíði nýs stranferðaskips, sem annist farþega- og vöru- flutninga milli Vestfjarða og Reykjavíkur." Afgreiðsla risatankskipa á . .. Merseyfljóti. Nú hefir verið hafzit handa um að skapa skilyrði til að losa 65 þúsund tonna olíuskip við Tranmere á Merseyfljóti, og er áætlað að afgreiða 8 milj. tonn árlega af óhreinsaðri oiíu til olíuhreinsunarstöðvar Shell félagsins nálægt Cammel Laird's stöðinni. Bryggjupláss- in verða 362 fet að lengd og Athafnasvæði fyrir dönsku ... Mærsk skipalínuna í New York Hafnaryfirvöldin í New York hafa látið byggja hafnarmann- virki, bryggjur og athafna- svæði fyrir dönsku Mærsk skipalínuna. Eru þau sögð hin bezt útbúnu í New York. Eengd byrggjanna er 2050 fet, en svæðið allt er 270 þús. fer- fet. í vígzluræðunni sem hr. MöIIer forstjórl skipafélagsins hélt, sagði hann m.a.: „Far- 60 feta breið. Sterkar múrn- ingar verða bæði að aftan og framan ti lað festa tankskipin, en þau eru til að spara langar bryggjur. Hæðamunur á flóði og fjöru þarna eru 30 fet. Olíunni er dælt með skips- dælunum upp í olíugeyma við höfnina en síðan frá landi til hreinsunarstöðvarinnar í Stan- low. skip undir dönsku og annara Evrópuþjóðfánum eru gerð út án nokkurra opinberra styrkja, og forgangsréttar um vörur, en það er öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Ég tel óheil- brigt og skaðlegt, að keppa á þennan hátt við Evrópuþjóð- inar og beinlínis skaðlegt fyrir þær. Mér finnst að 'yfiirvldin ættu að endurskoða afsötðu sína til þessara styrkjastarf- seml. Yftr 100 tonn á land í Vogum. Vetrarvertíð hófst hér um mánaðamótin janúar og febr- úar. Afli þilfarsbátanna fjög- urra var um siðustu mánaða- mót sem hér segir: Heiðrún 358 lestir í 42 róðrum, Ágúst Guðmundsson 322 lestir í 46 róðrum, Egill Skallagrímsson 210 lestír í 30 róðrum og Ari 170 lestir í 33 róðrum. Afli trillubátanna hefur verið mjög góður síðan þeir hófu róðra um miðjan marz. Blíðfari 29 tonn í 11 róðrum, Björg 40 tonn í 14 róðrum, Baldur 14 Iestir í 7 róðrum, Eéttfeti 42 lestir í 13 róðrum og Gullskór 44 lestir í 9 róðr- um. Á hverjum trillubát er fjögurra manna áhöfn. Viti á Hvalbak ? Fram er komið á Alþingi frumvarp um að relstur verði viti á Hvalbak fyrlr Austurlandi og er Einar Sigurðsson flutningsmaður þess. Er hér um að ræða breyt- ingu eða viðauka við lög nr. 43 frá 19. júní 1933 um vita- byggingar og flelra. Greingargerð frumvarpsins er á bessa Ieið: „Umhverfiis Hvalbak eru aflasæl og fjölsótt fiskimið. Einnig er skerið á siglingaleið annarra skipa en fiskiskipa. I>að ber því brýna nausyn tll að reisa vita á skerinu til öryggis. Einnig er nauðsyn- legt að hafa bar hljóðvita vegna hinna tíðu þokuveðra fyrir Austfjörðum. Sölumet Togarinn Karlsefni seldi í Grimsby 135.6 lestir fyrlr 14009 sterlingspund. Miðað við magn mun þetta vera hæsta verð, sem íslenzkt skip hefur fengið fyrir afla á er- Iendum markaði. Þetta verð svarar til að hvert kg. só selt á nær 11 krónur. Akranesi, 4. apríl. Heildarafli .bátanna hér frá nýári i lok marzmánaðar er 8280 lestir. Á sama tíma í fyrra var aflinn 5830 lestir. VÍKINGUR 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.