Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 8
Xýtt byggingarlag vélbáta Það hefur lengi verið hugleik- ið mál, flestum þeim er fást við sjómennsku og sjávarútgerð frá verstöðvunum víðsvegar um land, hvaða stærð vélbáta væri heppi- legust til almennra nota við fisk- veiðar. Er þá reynt að samræma þær ályktanir út frá þeim sjón- armiðum, sem að mestu verður að byggja á. En það eru hafnar- skilyrði og lega viðkamandi sjávarþorps við fiskimiðin. Og hagkvæm nýting aflatækisins til fleiri veiðiaðferða, er gætu tryggt sem mest rekstursöryggi. Hefir til skamms tíma þá eink- uha verið haft til hliðsjónar, línu- og netaveiðar á þorskvertíð. Og sumarsíldveiði fyrir N-landi, með herpinót eða hringnót. Meg- in sjónarmið hafa verið, að heppilegasta bátastærðin væri 40 til 60 rúml. Þó hafa stærri bátar verið taldir heppilegri, þar sem veiðiskilyrðum er þannig háttað, útilega bátanna hefur verið nauð- synleg, vegna langrar sóknar eða mismunandi fjarlægðar veiði- stöðva, frá fengsælum fiskimið- um. Má nokkuð marka slíkt af því, að almennt eiga stærstu bát- arnir heimilisfang á Norður- landi og Austfjörðum. En minni bátarnir eru búsettir í verstöðv- um sem eiga skammt að sækja til fiskimiða. Þó þar sé að vísu einnig nokkur mismunur eins og _ marka má á því, að t. d. eru al- mennt aðeins stærri bátar frá Akranesi og Hafnarfirði, heldur en frá Keflavík og Sandgerði. Sívaxandi tilkostnaður við vélbátaútgerð hefur krafist vax- andi aflasóknar, meiri veiðar- færanotkunar, meiri aflatækni og helzt víðtækari aflamöguleika á einu og sama skipi. Með því að stækka bátana hefur verið reynt að leysa þann vanda, að fá meira rúm fyrir veiðarfæri og aukið vinnupláss. Og með aflmeiri og stærri vélum. er reynt að stytta leiðina út á fiskimiðin og heim aftur. , _ En stórir bátar og aflmiklar vélar, þýðir meiri stofnkostnað, meira veiðarfæraslit og viða- meiri útbúnað og víðtækari fjár- festingu. En því miður ekki allt- af hlutfallslega vaxandi tekju- möguleika, og því oft lélegri rekstursafkomu, þrátt fyrir auk- inn tilkostnað. Þeir Ólafur Björnsson skip- stjóri og Hróbjartur Guðjónsson í Keflavík, sem báðir hafa stund- að sjómennsku um langt skeið á togurum og vélbátum, og undan- farið fengizt við vélbátaútgerð, hafa um nokkurt skeið verið að glíma við þá hugmynd eins og fleiri, Hvort ekki mætti takast, með nýju lagi á fiskibátum, að koma við sem flestum veiðiað- ferðum. Á bát, sem ekki þyrfti að vera stærri en um 40 rúm- lestir. Varð það að ráði, að heppileg- asta skipslagið myndi vera fram- byggður bátur, því að með slíku fyrirkomulagi myndi auðvelt að athafna sig með mjög breytileg veiðarfæri. Og fást mikið aukið vinnupláss. Báru þeir þessa á kvörðun sína undir Egil Þor- finnsson skipasmíðameistara í 80 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.