Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 3
Peler Cremer. Þegar styrjöldin brauzt út 1939 var Peter Cremer liðsfor- ingi í þýzka sjóhernum. Og áður en langt um leið var hann hækk- aSur í tign, fyrir starfshæfni og fengin yfirstjórn á kafbátnum tl 333, sem hann átti síðar eftir að lenda í mörgum ævintýr- um á. í aprílbyrjun 1942 lá U 333 í kafbátastöð Þjóðverja í franska bafnarbænum La Rochelle, er hann fékk fýrirskipun um að fara strax af stað til árása á skipalestir við strendur Ameríku. Strax þegar myrkvaði lagði hann af stað úr höfn, með stefnu á Azoreyjar. Af fyrir- skipunum þeim, er hann hafði fengið, var augljóst, að ætlazt var til að engar tálmanir yrðu látnar tefja förina. Svo að hann akvað að sigla sem mest ofan- sjávar. Þegar út í Biscayaflóa. kom, var dumbungsveður, lág- skýjað og þungur sjór, svo að Cremer létti í huga út af hinni hsettulegu ákvörðun sinni, að sigia ofansjávar. En um fimmleytið, fyrsta sól- arhringinn úr höfn skeði það gjörsamlega óvænta. Brezk sprengjuflugvél kom allt í einu bjótandi út úr skýjaþykkninu, og aður en Cremer gæfist tími til fyrirskipunar um að kafa, var sprengjuvélin byrjuð að hella yfir bátinn sprengjum og lét VÍKINGUR AtlamtAkafo- atíHtýrí vélbyssuhryðjuna dynja á honum endilöngum. Engin sprengjanna hitti beint á bátinn, en komu þó svo nærri, að þær orsökuðu hættulegu tjóni á útbúnaði báts- ins. Stýrisútbúnaður og sjón- pípa bilaði, og nokkur leki kom að bátnum. Skipshöfnin reyndi af öllum mætti með þeim tækjum sem til- tækileg voru um borð, að endur- bæta tjónið. Það tókst að stöðva lekann. En þó ekki tækist að fullbæta annað tjón, tók Cremer þá ákvörðun að halda ferðinni áfram. Það sem eftir var ferðar- innar var tíðindalaust, og hægt var að vinna nokkuð að lagfær- ingum, þó ekki væri hægt að fá fullkomna bót. Um hádegisbil einn síðustu daga mánaðarins, sást reykjarmökkur úr skipi út við sjóndeildarhring. Cremer. fyrirskipaði fulla ferð áfram í átt til skipsins, og var kominn í skotmál við það rétt um rökk- urbyrjun. Kafbátsmenn voru í vígahug, „fyrsta bráðin“ fram- undan var stórt olíuflutninga- skip. Það var talsverður sjó- slampandi og glampandi tungl- Ernest Hills. skin, svo að ofansjávarárás var ekki framkvæmanieg. Heldur varð að mara í kafi, en vegna bilunarinnar á stýrisútbúnaði og sjónpípu varð að gera árásina á stuttu færi. Eftir stutta stund var tank- skipið komið í mjög heppilega skotstöðu. Tundurskeytahlaupin voru opin, en rétt um leið og kafbátsforinginn var að því kom- inn að gefa fyrirskipun um að skjóta, varð sjónpípan föst, svo öll miðun fór út um þúfur. Hann stritaði við sjónpípuna og fékk aðstoð þriggja manna sinna til 75

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.