Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 26
LöndiiRarbönd í togara Margir hafa hugleitt hvernig auövelda mælti fisklöndun úr veiði- skipum okkar og þá einknm togurunum, en engar verulegar bregtingar hafa átt sér staö i þvi efni um áratnga skeiö. Hugmynd þá sem hér er skýrl frá og nokkuö 'má sjá af meöfylgjandi teikningu, var Guöfinnur búinn aö bolla- leggja lengi, en setti hana fram í nákværi skilgrciningu i nóv. 1957, i sam- bandi viö klössunargerS á islenzkum togurum. !>á mun 'hún ekki hafa þótt „hugsanleg". Okkur fer stundum svo, a<5 ef hugmyndin er íslenzk, er hún ómöguleg, en ef hún er „útlensk" þá er hún merkileg. Á nœstu siöu má sjá sömu hugmynd á „útlenzku“ og þar virfiist luin raunverulega vera slór- merkileg. Ritstj. Það er löngu viðurkennt. að færibönd eru ódýr og auðveld tæki til flutnings á allskonar efni, svo að óþarft er að eyða mörgum orðum um þau út af fyrir sig. Hins vegar skal það viðurkennt, að þessi hugmynd að setja band eftir endilöngum lestrargangi (steisnum) gegnum vatnsþétta skilrúmið rnilli lestar og hásetaklefa og út úr fram- stafni skipsins getur við fyrstu sýn þótt nokkuð róttæk og ill- leysanleg, nema þá í sambandi við smíði skipsins. Við nánari íhugun kemur þó í ljós, að hér er ekkert slíkt á ferðum og mun sennilega svara kostnaði að setja þessi tæki í alla okkar togara, sem byggðir hafa verið eftir stríð, þar eð löndunarkostnaður mundi minnka geysilega. Á þessu stigi málsins liggja þó ekki fyrir neinar tölur um þann mismun og heldur ekki kostnaðaráætlun fyi'ir tækin. Lárétta bandið í lestargangin- um er alveg slétt. Færi að sjálf- sögðu betur, ef efri flötur þess gæti verið í gólfhæð, en það kæmi til greina, ef um nýtt skip væri að ræða. Hins vegar þarf hæð þess ekki að vera svo mikil, að óþægindi væru að, þótt það væri sett ofan á gólfið eins og sýnt er á teikningunni. Fremri endi bandsins, sem er strekkiendi, hafi lið aftan við fremra lestarþil, þannig að hægt sé að leggja endann aftur, þegar vatnsþéttu hurðinni er lokað. Hlíf yfir bandinu sé í stuttum (ca. 1 m.) lengdum. Er þá hægt að byrja löndun úr fremstu stí- um (og lestargangi, ef farmur er í honum), þegar opnaðir hafa verið 1—2 hlerar að framan. Fremi'a bandið, sem liggur upp að stefnisopinu, má vera úr sama efni en þarf að vera með viðnámslistum vegna hallans. Þar yrði efri endinn strekkiendi og má hafa sama hátt þar og á neðra bandinu þannig, að bandið nái út úr stefni, þegar hurðin á stefninu er opin, en liggi aftur, þar eð sá búnaður tilheyrir ekki tækjum skipsins, heldur verður hann að vera fyrir hendi á lönd- unarstöðum. Ég hef hugsað mér það band heldur breiðara. Það þarf að vera útbúið þannig, að það lagi sig eftir mismun flóða og fjöru og hreyfingum skipsins. Það þarf að hafa trog eða vör, sem fest sé við stefni skipsins. Þetta band gæti verið á vagni eða bíl, fast á bryggjunni eða í húsi eða á flotpramma milli bryggju og skips, sem sennilega væri skemmtileg lausn, þar sem hægt væri að koma henni við vegna annarra starfa. Þar sem aflinn er tekinn á bíla, þyrfti í sambandi við land- bandið að vera safnari til þess að taka við aflanum og skipta honum á bílana, svo að ekki þurfi að stöðva löndun milli bíla. Þá þarf landbandið að hafa rimlaliskju, ef það er ekki rimla- band, til þess að losna við salt, ís og annað, sem ekki á að fara á vog. Má þá allur ís og annar úrgangur fara út á löndunar- böndin jafnóðum og hann er fyrir. Að lokum vil ég minnast á þann möguleika að renna aflan- um beint á bryggju. sem ef til vill væri hugsanlegt á smástöð- um úti á landi. Þarf þá engan út- búnað annan en sliskju og ein- hverja tilfærslu á skipinu, ef landað væri við hásjávað. Ég hef nú lýst í stórum drátt- um þessari hugmynd minni, sem ég tel, eftir langa umhugsun vera eina færa leiðin til þess að koma aflanum á land fljótt og ódýrt og án þess að skemma fislánn. Samhliða aflanum má senda upp með böndunum alls konar úrgang eins og fyrr segir, salt, lestarborð og annað, sem upp þarf að fara. Þá má að sjálf- sögðu nota þessi bönd til upp- skipunar á síld, kolum og öðrum farmi, sem skipið kynni að vera með, og ekki er í stærri né þyngri stykkjum en hæfa bönd- um og bandgöngum. Reykjavík, 16. nóvember 1957. G. Þorbjömsson. VÍKINGUR 98

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.