Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Síða 9
Að tilhlutun Skipstjóra- og stýrimannaíélag:sins Aldan var Kvenfélagið Aldan stofnuð í febrúar 1959. Stofnendur voru 47. Fyrsti aðalfundur félagsins var 24. febrúar s.l. og- var öll stjómin endurkjörin, félagskonur eru nú yfir 80 og hefur félagið starfað með miklum blóma. — Myndin hér að ofan er af stjóm félagsins. Fremri röð talið frá vinstri Friðrikka Jónsdóttir, gjaldkeri. Laufey Halidórsdóttir, formaður. Fórhildur Ólafsdóttir, ritari. Aftari röð talið frá vinstri: Hildur Jóns- dóttir, Fríða Ingólfsdóttir. Soffía Guðmundsdóttir. og Kristín Finnsdóttir Keflavík. En hann hefir einnig hugsað mikið um tilraunir til breytinga á lagi fiskibáta, og gerði t. d. árið 1956 tilrauna- teikningar að frambyggðum bát- um. Varð árangurinn af viðræð- um þessara manna sá, að Egill tók að sér að teikna fyrir þá fé- laga, fullkomna smíðateikningu af frambyggðum vélbát, er skyldi vera um 40 rúml. að stærð. Egill Þorfinnsson er kunnur skipasmíðameistari og hefur teiknað tugi vélbáta fyrir ís- lenzka aðila víðsvegar um land. Ymist til byggingar hér innan- lands eða erlendis. Eru allmargir þeirra báta landskunnir fyrir aflasæld, eins og t. d. Víðir II., Mummi úr Sandgerði o. fl. I viðtali við þá Ólaf Björnsson og Egil Þorfinnsson, skýrðu þeir svo frá, að þessi nýi bátur hefði um 8V2 metra vinnupláss fyrir aftan dekkspilið, en það stendur aftan við yfirbyggingu. Er það sama stærð á vinnuplássi eins og almennt er á 70 til 80 rúmlesta bátum. Á þessum 40 lesta bát yrði hægt að stunda allar þær veiðiaðferðir sem tíðkast hafa hingað til á minni og stærri vél- bátum, svo sem línu- og netja- veiði á vetrarvertíð, og herpi- nótaveiði á sumarsíldveiðum. En auk þess væri auðvelt á þessum bát að koma við hinum nýrri veiðiaðferðum, sem nú er verið byrja á. svo sem kraftblökk við síldveiðar. Ennfremur flotvörpu- veiðar fyrir síld og þorskveiðar, þar sem báturinn er útbúinn með fullkomnum togveiði útbúnaði. Má í þessu sambandi benda á, að Svíar hafa síðastliðin ár, eft- ir undangengnar tilraunir með flotvörpu, náð svo öruggum á- rangri, að mikið af síldveiði þeirra fer nú þannig fram. Hafa Danir og Norðmenn nú lagt mik- ið kapp á að ná sama árangri og Svíar að þessu leyti. Þrátt fyrir þá stórfelldu fyrir- komulagsbreytingu, sem gerð er á þessum bát, verður byggingar- kostnaður hans sízt meiri, held- ur en nú er á bátum sömu stærð- VÍKINGUR ar, með hinu venjulega smíða- lagi. Kemur þar ýmislegt til greina, en einkum hagkvæmari vinnubrögð við leiðslukerfi og innréttingu, sem verður allt ein- faldara, þar sem yfirbygging, vélarúm og íbúðir er samfellt og er innangengt úr brúnni í véla- rúm og vistarverur. Fiskimálasjóður hefur veitt nokkurn fjárhagsstuðning við byggingu þessa nýja báts, þar sem hér er um algjöra nýsmíði að ræða, hvað fyrirkomulag snertir á íslenzkum fiskibát. Kristján G. Gíslason hf. Reykja- vík, hefur haft milligöngu að fá bátinn smíðaðan. Var fyrst reynt fyrir sér hér innanlands, en þeir aðilar sem ætlað var að gætu framkvæmt þetta og leitað var til, höfðu svo mörgum verk- efnum að sinna, að þeir töldu sig ekki geta tekið að sér þessa nýsmíði. Kristján G. Gíslason leitaði þá fyrst erlendis, og tókst samkomulag um smíði á bátnum í Svíþjóð. Er áformað um að smíði hans verði lokið í nóv- ember næstkomandi. Ekki er ólíklegt, að þessi nýi frambyggði bátur eigi eftir að valda straumhvörfum í bygging- arlagi og útgerð vélbáta hér á landi. Af öllum íslenzkum vélbátum frá 30 til 100 rúmlestir eru um 75% af stærðargerð frá 40 til 67 rúmlestir. En það þýðir að sú bátastærð muni víðast hvar um landið vera talin heppilegust og koma að beztum notum. Stofn- kostnaður við 40 rúmlesta vél- bát, er nær helmingi lægri, held- ur en t. d. við 70 til 80 rúmlesta báta. Að ýmsu leyti verður reksturskostnaður einnig tals- vert lægri. Með því byggingar- lagi sem hér er farið inn á, get- ur bátur af þessari stærð, full- nægt flestum þeim kröfum, sem gerðar eru til stærri bátanna. Með þessu nýja bátalagi geta því skapazt möguleikar fyrir menn víðsvegar um land, er vilja fást við sjávarútveg, til þess að eignast vélbát til fisk- veiða, með viðráðanlegum fjár- hagskjörum. 1 81

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.