Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 6
arnir hefðu orðið smeykir og flæmst í burtu, og að minnsta kosti var reiknað með að svo færi. — En það fór alveg á öf- uga leið. Þeir urðu ákaflega á- nægðir með hinar nýju aðgerð- ir. Því að hinir stóru fuglar, með nær tveggja metra vænghaf, þurfa gott rými til þess að hefja sig til flugs og þó einkum til þess að lenda. Og aldrei höfðu þeir áður kynnzt því að hafa svo glæsileg flug- og löndunarskil- yrði einsog fyrir lágu á hinum amerísku sementsbrautum! Þeir lögðu hreiðrin sín þétt upp við flugbrautirnar, og þeir flugu upp í stórum þéttum hópum, fagnandi á móti hverri flugvél, sem kom inn á flugbrautirnar. Amerísku flugmennirnir voru í standandi vandræðum að geta komið flugvélunum fvrir til flug- taks vegna hópa af Albatrossum, sem höfðu ,,parkerað“ á flug- brautunum undir flugvélunum. t stuttu máli, ameríski flugherinn fékk ekki við neitt ráðið og var í standandi vandræðum. Alvarlegastir voru hinir tíðu árekstrar flugvélanna við fugl- ana á flugi. Á einu ári var tjónið komið yfir fimm milljónir króna. Þá var tekið til þess ráðs að reyna að skjóta niður Albatross- ana frá flugvélunum. En hvað gagna nokkrar byssukúlur gegn 650.000 fuglum? Þá var reynt að hræða þá með eldkösturum, fall- byssuskothríð og með því að bræla hjá þeim gömul bíldekk, semfylgir hi-oðalegur óþefur. En fuglarnir létu ekkert af þessu á sig fá. Þá var tekið til þess ráðs að mölva sem mest af eggjum Midway er eyja í Kyrrahafinu á leiðinni milli Hawaii og Japan. Menn hafa ekki sózt eftir að búa á þessari eyju. En aftur á móti hafa Albatrossar kunnað þar vel við sig. — En Albatrossar eru stóru fuglarnir, sem um langan aldur hafa gengið munnmæla- sögur um meðal sjómanna að væru boðberar óhamingju eða vandræða. Allskonar hjátrú er bundin við Albatrossana. Þeir eru taldir vera sálir framliðinna s.jómanna, sem boða storm og stórviðri þar sem þeir fara um, þeir leiti aldrei til lands og séu á flugi einnig þegar þeir sofa. Því hefur einnig verið haldið fram, að kvenfuglinn ungi út eggjum þeirra á baki karlfugls- ins, á meðan þau séu á sínu sí- fellda flugi. En á Midway-eyju eru Albatrossfuglarnir ekkert að leyna því, hvernig hið raunveru- lega líf þeirra er. Þar eru taldir dvelja um 650,000 fuglar, og þeir standa þar og liggja svo þétt eins og bezt gerist á eftir- sóttustu baðströndum mann- fólksins. Á Midway unguðu þeir eggj- um sínum út í friði, nærðu unga sína og lifðu eðlilegri tilveru um þúsundir ára. En, svo kom mað- urinn loks inn í tilveru þeirra fyrir nokkrum árum síðan. Am- eríkumenn byggðu flugvöll á eyjunni, og gerðu þar bækistöð fyrir ameríska sjóherinn. Nú skyldi maður ætla að Albatross- þeirra, eftir því sem til náðist — en fuglarnir lögðu innan ör- stutts tíma nýjum eggjum í stað- inn! Ekkert dugði. Það varð að reyna nýjar og vísindalegri að- gerðir Fuglasérfræðingar voru fengnir til ráðagerða. Þeir lögðu til, að fuglarnir yrðu fluttir með valdi til fjærliggjandi eyjaklasa. Eitt þúsund fuglar í slíkri til- raunamiðstöð myndu án efa geta komið þar upp nýjum stofni á tiltölulega skömmum tíma. En á sama tíma yrði gerð gangskör að því að útrýma algjörlega Alba- tross-nýlendunni á Midway. Og án þess að hika, var þegar haf- ist handa. En áhafnir flugvél- anna fengu fljótt að kynnast því á hinni löngu flugleið til Guam og Kwajalein-eyja að fátt mun vera til, sem gefur frá sér jafn slæman þef, eins og leggur af nokkur hundruð sjóveikum Alba- trossum. 1 vísindalegum tilgangi höfðu fuglasérfræðingarnir merkt alla fuglana, sem þannig voru fluttir burtu, með ranðri litarsamsetningu á höfuð þeirra. Á þann hátt myndi verða auð- velt að sjá, hvort þeir dreifðu sér eitthvað annað, eða héldu kyrru fyrir á hinum nýju stöðv- um. En varla var ein vika liðin, þegar allur hópurinn, sem flutt- ur hafði verið, var kominn aftur til baka af sjálfsdáðum til Mid- way. Að lokum missti stjórn sjó- hersins alveg þolinmæðina og ákveðið var að veita verðlaun fyrir hvert Albatrosshöfuð, sem lagt væri fram. En þessi ákvörð- un varð aldrei að veruleika, því að dýravinir í Bandaríkjunum höfðu nú komist á snoðir um það, sem var að gerast og frétt af hinni þolinmóðu baráttu þess- ara stóru fugla, til þess að fá að halda heimkynnum sínum. Það voru send mótmæli og bæna- skrár til þjóðþingsins. Árangur- inn varð samkomulag. Alveg einstætt samkomulag, ef svo mætti kalla, milli manna og fugla. Ameríski sjóherinn gekkst inn á að byggja nýja flugvelli — VÍKINGUR 78

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.