Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 29
Nú er ég búinn að skrifa svo oft og koma með furðulegar full- yrðingar um að endurskoða þurfi vörpugerð og byggja frá grunni. Menn eru að’spyrja mig hvern skollann ég meini með því að skrifa svona um vörpugerð og vera ekki með patent í kollinum. Það er nú svo. að ég held, að þessar patent-vörpur trufli venjulega dómgreind. Vörpugerð verður aldrei ann- að en fagvinna. Öll fagvinna grundvallast á þeim fræðum, sem hafa byggt upp fagið. Ég held því fram, að fræðilegur grundvöllur fyrir vörpugerð sé enginn. Hefðbundin hlutföll og gerð vörpunnar eru svo rík í hugum manna, að það er orðið trúar- atriði. — Þetta vörpuspursmál hefur verið fullkomið feimnis- mál. Það hefur enginn þorað að gagnrýna gerð vörpunnar af ótta við að vera kallaður heimsk- ur. Ég er ekki hörundssár og hef þess vegna ráðizt í það stórræði að halda því fram, að vörpugerð verði að grundvallast á skiljan- legu viti. Þótt ég sendi mynd af ofan- sjávarvörpu var það eingöngu vegna þess að ég hafði búið hana þeim skilyrðum, sem ég tel, að vörpur verði að hafa til þess að geta . unnið sem mest sjálfstætt eftir gerð sinni og menn gætu haft hana til hliðsjónar, ef þeir yfirleitt læsu það, sem ég hef skrifað. Þar sem ég blanda saman vörpugerð og frágangi á vörpu, er það vegna þess að ég tel frá- gang vörpu til vörpugerðar, svo það verður ekki aðskilið. Nú dreg ég saman í liði það, s sem ég er búinn að segja, ýmist beint eða óbeint: VÍKINGUE 1. Vörpugerð er ónumið fag. 2. Það gildir ekki sama regla fyrir net, sem er lagt í sjó og net, sem er dregið. 3. Netið er ekki rétt reiknað til vörpugerðar. 4. Langskurður fullopins möskva er = þverskurður = Stór hlið. Möskvarnir eru helmingi fleiri en venjulega taldir og heyra í vörpugerð stærðfræðilega undir rétt- hyrndan þríhyrning. 5. Það verður að gera belglín- urnar að virkum burðarlín- um með hliðum vörpunnar. 6. Megin togþungi vörpunnar verður að leiðast að tveimur hornum eða punktum, ekki fjórum. 7. Varpan þarf að hafa þá lög- un, að straumurinn þvingi hana opna, því meiri tog- hraði því betur opin. 8. Stærðfræðileg fullvinnsla möskvans er rétt reiknað net til vörpugerðar. 9. Eðlisfræðilegri fullvinnslu möskvans hef ég lýst með því, sem ég kalla straum- fang. 10. Fiskurinn lendir inn í vörp- una og hleður hana þannig, að möskvarnir fullopnast, og verður því að styrkja hana í því formi (eða ástandi). 11. Einangra þarf sem mest keðj uverkanir möskvanna (þannig að ef poki festist í botni, rifni netið á staðnum eða losni, en byrji ekki að að rifna við kvarta. 12. Að auðveldara verði að koma fiski niður í pokann, þegar mikill fiskur er í vörpunni, svo netið ofreynist ekki á síðunni. Þessi þrjú seinustu atriði tel ég leyst með fullvinnslu möskv- ans innan belglína. — Ég hef dregið það helzta, sem ég hef sagt, saman í liði, svo menn geti rutt þessum fullyrðingum mín- um lið fyrir lið. Til að kanna hvaða stoðir styðja hefðbundna gerð botn- vörpunnar og tengingu hennar, bið ég ykkur að svara tveimur auðveldum spurningum: 1. Hver er fræðileg skýring á því, að undirvængir eru ua. 12 fetum lengri en yfir- vængir og miðnet? 2. Hvernig er það skýrt, að mismuna leggjum frá klafa í vörpu, hafa höfuðlínulegg styttri en fiskilínulegg? Þegar búið er að ryðja full- yrðingum mínum með rökum og skýra þessi tvö atriði viðkomandi botnvörpunni ættu menn að vera farnir að átta sig á því, að mis- munandi snöggsoðnar patent- vörpur færa okkur lítið nær hag- nýtri vörpugerð. Sigfús Magnússon. Togarasjómaður í 35 ár Þorvaldur Magnússon er fædd- ur í Seyðisfirði vestra 19. ágúst 1895. Hann byrjaði ungur sjó- sókn á vélbátum og stundaði sjó á þeim í nær 17 ár. Þann 24. febrúar 1925 réðist Þorvaldur á bv. Hávarð ísfirðing, og hefur hann æ síðan stundað sjósókn á togurum ýmist sem bátsmaður eða háseti. Á þessu merka starfs- afmæli er Þorvaldur bræðslu- maður á bv. Ingólfi Arnarsyni og óska skipsfélagar hans honum til hamingju með þennan merka áfanga. Skipv. á bv. Ingólfi Amarsyni. 101

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.