Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1960, Blaðsíða 4
að reyna að koma henni á hreyf-
ingu, en er þeir höfðu staðið
þannig örfáar mínútur brá fyrir
skugga úr sjónpípunni. „Bráðin"
hafði breytt um stefnu og kom
keyrandi á fullri ferð beint á
kafbátinn. Það var engrar und-
ankomu auðið, hvorki með því
að kafa dýpra eða breyta um
stefnu. Vélahávaði og skrúfu-
drunur kom drynjandi að þeim
eins og þrumuveður og allt í
einu kom skellur á bátinn er
þrýsti honum á hlið og niður á
við, og í sama bili fossaði sjór
inn um bátssíðuna þar sem
stefni tankskipsins hafði lent á
honum. En vatnsþéttu hólfin
brugðust ekki, svo báturinn
hætti að sökkva þegar skipið var
farið yfir hann, og einn af raf-
ljósamótorunum var ennþá gang-
hæfur, svo hægt var að sjá
handaskil í bátnum. Ástandið
var ískyggilegt, og eina lausnin
var að leita upp á yfirborðið,
hvað sem við tæki. Þeir urðu að
ráða það eingöngu af ölduhreyf-
ingunni hvenær þeir væru komn-
ir úr kafi.
Lúgan á kafbátsturninum var
óhreyfanleg, en skipverjum tókst
að komast út á dekk hans gegn-
um fallbyssulúgur. í tunglsljós-
inu gátu þeir greint hinar
ískyggilegu skemmdir, sem
höfðu orðið á bátnum. Útsýnis-
turninn var allur samanklesstur,
sjónpípan var beygð í 70 gráðu
boga, tvö tundurskeytahólfin
voru beygluð og allur ofansjáv-
arútbúnaður meira og minna
laskaður.
í þrjá daga var unnið sleitu-
laust nótt og dag við það að
reyna að bæta úr skemmdunum.
Það tókst að koma upp nýrri
sjónpípu, lagfæra til bráða-
birgða turninn og fleira ofan-
dekks. Síðan var kafað að nýju
og ferðinni haldið áfram upp að
Ameríkuströndum, þar sem
Cremer tókst, þrátt fyrir van-
smíðina sem á bátnum var orð-
in, að sökkva fjórum skipum.
I lok maímánaðar kom U333
aftur til La Rochelle. Allt ferða-
lagið hafði verið taugastrekkj-
andi og Cremer og skipverjar
hans höfðu komist í snertingu
við breskt tankskip, sem sat
þeim fast í minni.
II.
Árið 1920 kom ungur maður
Ernest Hills til starfs hjá skipa-
félagi Anglo-Persian Oil Co.,
sem nú er BP tanker Co. traust-
ur og dugmikill sjómaður um
tvítugsaldur, er skjótt vann sér
frama, og árið 1932 hafði unnið
sér skipstjóraréttindi. 1 ársbyrj-
un var hann orðinn skipstjóri á
Mv. British Pride, sem að mestu
sinnti því hlutverki að flytja olíu
frá Persaflóa til Bretlands.
Haustið 1939 urðu þessar ferð-
ir glæfraleg spil um líf og dauða.
I ágúst 1941 tók Hill við skips-
stjórn á 11,000 tonna stóru skipi,
er bar hið glæsilega nafn British
Prestige, (Brestkur heiður), sem
hinn ungi skipstjóri hefur ör-
ugglega hugsað sér að halda við
lýði.
í aprílmánuði 1942 var Hill
skipstjóri á ferð með skip sitt
áleiðis til Texas, til þess að sækja
farm af flugvélabenzíni. Meðan
British Prestige var á SV-leið til
Mexicó-flóa, var öllum innan-
borðs augljóst að kafbátum hafði
fjölgað mjög mikið um þetta
leyti í V-verðu Atlantshafi og
við A-strönd Ameríku á svæðinu
frá Florida norður fyrir Cape
Hatteras. Nærri því hvert ein-
asta kvöld, um sólsetursbil
klingdi hinn óheillavænlegi
hljómur sjálfvirku bjöllunnar, er
var innstillt fyrir neyðarmerkið
S O S í loftskeytaklefa skipsins
hvað eftir annað. Tímabil þess-
ara neyðarmerkja var einkum
bundið við 4. e. h. til 8 e. h.
vaktina, og Hill skipstjóri ásamt
stýrimönnum hans voru allir í
brúnni á þessu tímabili. Brátt
varð þessi óheillavænlegi hljóm-
ur neyðai'bjöllunnar hversdags-
legur og skeytin sem fylgdu á
eftir voru flest á sama máta
„S O S skotið með tundurskeyti,
yfirgefum skipið, er að sökkva“.
„S O S skotið með tundurskeyti,
staðarákvörðun . . . yfirgef . .
og þannig hljómaði þetta stanz-
laust á hverjum degi.
Loks var British Prestige
komið til Beaumont í Texas og
lestaði þar fullfermi af flugvéla-
benzini til Englands. Mjög mikill
aðgangur óvinakafbáta um þetta
leyti, varð til þess að tefja brott-
för skipsins um nokkra daga, en
25. apríl lagði British Prestige
eitt og fylgdarlaust af stað
gegnum Port Arthur skipaskurð-
inn út á opið Atlantshafið. En
þá var þrennt, efst í huga Hills
skipstjóra, í fyrsta lagi að þeir
áttu langa og stórhættulega ferð
framundan, í öðru lagi — að
farmur skipsins var öllu öðru
verðmætari nú, og í þriðja lagi
— sú ákvörðun, að engum kaf-
bát mætti takast að granda
British Prestige (Brezkum
heiðri).
Hills skipstjóri tók því strax
upp sérkennilega siglingaaðferð,
byggða á því að horfa á hreyf-
ingar skips síns með viðhorfi
VÍKINGUR
76