Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Page 11
hvaða konu sem honum lízt vel
á í kvennabúr sitt.
Áður fyrr, þegar sheikinn
hafði ekki efni á að ferðast eða
gat borgað, en arabísku ætt-
flokkamir lifðu margir í sár-
ustu örbirgð, sendu vinsamlegir
nágrannar honum kvenfólk.
Nú.á sheikinn kádiljáka, flug-
völl, prívat flugvélar og nokkr-
ar brynvarðar bifreiðir og er á
spani um þvera og endilanga
Litlu-Asíu að ná sér í úrvals
kvenfólk. Leið hans liggur um
Tangier, Beirut, Algiersborg,
Rabat, Kairo og Port-Said. —
Þrælahald er löglegt í Saudi-
Arabíu. Alþjóða samtökin gegn
þrælahaldi hafa upplýst, að hér
sé um að ræða hvorki meira né
minna en hálfa milljón þræla
og ambátta.
Sheik, sem átti viðtal við am-
erískan blaðamann um þræla-
verzlunina svaraði: ,,Hver mað-
ur, kona eða barna, sem það
hendir að komast í ánauð, losn-
ar aldrei úr henni aftur. Þetta
eru lög vor og túlkun á kenn-
ingum Kóransins. — Við viður-
kennum ekkert þjóðerni þræls
annað en þrælastöðu hans í
Saudi-Arabíu".
Áður en olían fannst í Arabíu
lifðu sheikarnir, sem aðrir úr
ættflokkarnir villtu hirðingja-
lífi, nærðust á döðlum, rís og
mögru sauðakjöti. Eigur þeirra
voru geitaskinnstjöld og kamel-
hársdýnur morandi í bitvarg.
Vopnin voru gamlir forhlaðn-
ingar frá því snemma á 18. öld,
sem var hætt við að springa ef
úr þeim var skotið. — Nú eru
þeir orðnir margmilljónerar. —
Ég las fyrir nokkru grein í
ensku blaði um sheik nokkurn,
sem ríkti yfir 60 þúsund aröb-
unfi, á nokkurra fermílna svæði
í eyðimörknni. Árið 1947 fannst
olía í landi hans og hann varð
samstundis milljónaeigandi og
hefur nú 20 milljón sterl.punda
árstekjur. — Hann hefur látið
hyggja sér stóra höll með öllum
nýtízku þægindum — frysti-
geymslum, loftkælingu, raflýs-
ingu og á hann nú tugi nýtízku
VÍKINGUR
bifreiða og eru margar þeirra
sjaldan eða aldrei notaðar.
I greininni er skýrt svo frá,
að sheik þessi hafi myrt mnnst
1000 manns með eigin hendi og
voru flest fórnarlömb hans ó-
æskilegar eiginkonur, hjákonur,
þrælar eða gleðikonur. Þegar
amerískur blaðamaður vakti at-
hygli hans á þessari óhugnan-
legu frásögn blaðsins, yppti
hann aðeins öxlum og sagði:
„Ég á 200 eiginkonur og fimm
sinnum fleiri hjákonur, þræla
og skækjur. Ég á minnst 2000
konur og hvað ég geri við þær
kemur mér einum við“.
Lénsyfirráð sheiksins — og
einskis annars — og svo lengi
hann stendur skil á sköttum og
öðrum gjöldum til Saud, Ara-
bíukonungs, heldur hann vöidum
og yfirráðum yfir lífi og lim-
um þegna sinna.
Til verndar sér leigði hann
sér tvo þýzka S.S foringja og
fengu þeir það hlutverk, gegn
ríflegri borgun, að æfa 1500
manna'lífvörð. Auk þess keypti
hann vopn og næg skotfæri á
svörtum markaði í Evrópu. Þá
hefur hann rausnast til að sletta
nokkrum fjárupphæðum í ætt-
ingja sína, sem ennþá lifa við
sult og seyru. Það eru aldrei
stórar upphæðir og aðeins endr-
um og eins til þess að tryggja
sjálfan sig og halda við hylli
þeirra. — Fyrrverandi franskur
ræðismaður í Saudi-Arabíu að
nafni Pierre Bonsard, hefur
skrifað bók, sem í enskri þýð-
ingu heitir „The mad sex sheik
of the Middíe East“. Bók þessi
er hreint enginn sunnudaga-
skólalestur — en virðist vera
sannleikanum samkvæm.
Lausl. þýtt úr ,,Sjömannen“.
Guöm. Jensson.
Forn-Grikkir notuðu peninga úr
bronzi og blönduðu það með litlu af
nikkel.
*
Kopar var einn af fyrstu málmum,
sem maðurinn lærði að nota. Um 7500
árum fyrir Krist var vinna úr kopar
hafin.
*
Krabbamein í lungum er 20 sinnum
tíðara í berklasjúklingum en almenn-
ingi.
*
Á 5. og 6. öldum voru híbýli manna
í Mið-Austurlöndum lögð grófum ten-
ingum.
*
Rússar eiga langdrægar eldflaugar.
Þeir geta skotið flugskeytum milli
heimsálfa, miðað þeim nákvæmlega og
liæft hvaða skotmark sem er í Banda-
ríkjunum innan 30 mín.
#
Hvítagull er hreint gull, sem gert
er hvítara og harðara með nikkel.
*
Histamine er náttúrlegt efni í lík-
ur framleiðsla þess orðið of mikil og
ama mannsins. I ofnæmistilfellum get-
áhrif þess á heilann valdið andlegum
truflunum.
*
Innrauðar myndir, teknar úr lofti af
skógi, er hægt að nota til þess að greina
sundur ýmsar trjátegundir í skógum.
*
Fornar menningarþjóðir notuðu kop-
ar í skiptimynt sína vegna þess að
hann entist lengi og auðvelt var að
móta hann.
*
Saturnus-eldflaugin hefur 1.500.000
punda þrýstiafl.
11