Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Qupperneq 24
4% af eldsvoðunum um borð eru „almenns eðlls", sem orsakast af ýmsum utanaff- komandi áhrifum, eins og árekstri milll skipa o. fl. Við sjáum af þessu, að mikil- vægustu þættir eldvarna eru: 1) Eftirlit. 2) Þjálfun. 3) Forsjálni. Það gildir framar öllu öðru, hvort heldur er um að ræða brunavarnir eða öryggiseftirlit, að þekkja skipið eins vel og unnt er. Það er erfitt að gefa reglur, sem í öllum atriðum mætti fylgja gegn öllum eldsvoðum. — Svo að eitthvað sé nefnt, gilda ekki sömu reglur gegn olíuelds- voða í vélarrúmi og gegn elds- voða í sængurfötum. Það er því nauðsyn, að menn skilji og þekki eðli elds til að bregða rétt við gegn hinum ó- lílcu tegundum eldsvoða. 7. Eðli elds. Hér verður stiklað á stóru um eðli elds. Frumskilyrði til þess að eldur geti tendrast eru eftirtalin efni: 1) Brennsluefnið (Fuel). 2) Súrefni. 3) Hiti. Efni þessi eru hliðar í hinum svonefnda eld-þríhymingi. Fjarlægjum við aðeins eina hlið þessa eldþríhyrnings getur eldurinn ekki lifað lengur, hve stór sem hann er. Það er því gott að hafa í huga þennan þríhyrning og reyna með öllum ráðum að fjar- lægja einhverja hlið hans. — Brennsluefnið fjarlægt: Skrúfað fyrir olíuna o. s. frv. — Hiti fjarlægður: Vatni sprautað eða úðað á eldinn. Skil- rúm kæld. Við verðum þá einn- ig að hafa í huga hvernig hitinn getur borizt. 1) Við geislun. 2) — leiðslu. 3) — samgang. Skrúfað fyrir loftræsisleiðslur o. s. frv. Súrefnið fjarlægt: Eldurinn er kæfður með froðu, kolsýru, sandi, teppi o. s. frv. Það er lokað fyrir allan loftaðgang að eldinum. 8. Flokkar eldsvoða. Eldsvoðum er skipt í flokka og fer skipting þessi að miklu leyti eftir því hvaða hlið þrí- hyrningsins er bezt og hentug- ast að fjarlægja. öll nýtízku slökkvitæki eru merkt eftir því gegn hvaða flokki eldsvoða þau eru hentugust og ber þá að stað- setja þessi slökkvitæki, þar sem þessara eldsvoða er von. A-eldsvoði: Bruni í föstum efnum, tré, pappír, klæðum, filmum o. s. frv. — Efni þessi brenna jafnt að utan sem innan, — þessvegna verður að nota slökkvi-efni sem kemst vel inn í efnið, t. d. sjó. Það sem eink- um ber að varast við A-eldsvoða er enduríkveikja. Það verður þessvegna alltaf að endurslökkva vel, ef notuð eru önnur slökkviefni en vatn. Af NU-SWIFT handslökkvi- tækjum eru rauðu tækin, Model 1301, sérstaklega ætluð gegn þessum eldsvoða. B-eldsvoði: Bruni vökva eins og í benzíni, steinolíu, ljósolíu o. s. frv. Vökvar brenna aðeins á yfirborðinu og þessvegna má alls ekki rjúfa yfirborð vökvans með því að sprauta á hann vatni. Yfirborðið eykst stórlega og þar með eldurinn nema vatnsmagnið sé því meira og kæli vökvann niður fyrir íkveikju hans. B-eldsvoða er bezt að slökkva með: 1) froðu 2) vatnsúðun 3) kolsýru 4) dufti Af NU-SWIFT-handslökkvi- tækjum eru bláu tækin ætluð gegn B-eldsvoða. — NU-SWIFT Model 1604 og 1400. C-eldsvoði: Bruni í rafmagns- tækjum, bifhjólum o. s. frv. C-eldsvoða er bezt að slökkva með: 1) kolsýru 2) dufti Af NU-SWIFT-handslökkvi- tækjum eru t. d. bláu tækin Model 1604 ágæt, en rauðu kol- sýrutækin sem víða finnast, eru einnig ágæt. Munið, þegar C- eldsvoði er annars vegar: Rjúf- ið fyrst af öllu strauminn. Ágætt slökkvitæki gegn bæði A- og B-eldsvoðum er sérstakur úðarastútur — (e. all-purpose nozzle, d. universal-strálerör)\ Þessi úðari er þannig útbúinn, að með því að leggja handfang- ið fram eða aftur, úðar eða sprautar stúturinn. Sem úðari er stúturinn tilval- inn til þess að kæla dekk og skilrúm — vernda menn við slökkvistarf gegn eldtungum og slökkva B-eldsvoða, ef ekki er nægileg froða fyrir hendi. Þegar stúturinn er notaður sem sprauta, er hann mjög góður gegn A-eldsvoðum. Þar eð stúturinn sem úðari gerir sjó að góðu slökkviefni gegn olíueldi, ætti hann að vera um borð í hverju skipi. 9. ÞeJcking — þjálfun. Áður en ég skil við efnið, vil ég minna á eftirfarandi: Um leið og elds verður vart, hvort heldur er um að ræða stóran eða lítinn eld, þá látið boð ganga um voðann, hvernig VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.