Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Side 33
sveinsprófi í véívirkjun. Reynslan
kennir okkur, að þó að frœSilegt nám
sé gott og nauðsynlegt, skiftir oftast
mestu þegar til kastanna kemur á
sjónum að geta og kunna — og vilja
taka til höndunum.
Hér hefur bókleg menntun vélstjóra-
efna farið fram um langt skeið á
tveimur stöðum. Á vélfrætöinámskeið-
um Fiskifélags íslands fyrir bátaflot-
ann og í Vélskólanum í Reykjavík
fyrir hin stærri skip. Það voru á
sínum tíma ástæður fyrir því að þessi
háttur var tekinn upp, þó kostað væri
af sama aðila, þ.e. ríkissjóði. Mun
umkomuleysi Vélskólans í húsnæðis-
málum þá hafa verið megin ástæ*ðan.
Nú er þessi ástæða ekki lengur fyrir
hendi, og hlýtur jafnvel að verða að
því sparnaður að sameina þessi störf
undir einn hatt. í annan stað eru nú
að skapast meiri og betri kennsluskil-
yi*5i í Vélskólanum en annarsstaðar
eru fyrir hendi með tilkomu hins
mikla vélahúss og verkstæðis. — Það
liggur því beint við að breyta hér til
og mun ég koma að því síðar.
Ég hreyfði þessu á þingi hér fyrir
nokkrum árum og komu þá fram
raddir frá unnendum Fiskifélagsins
um að þatö hefði vakið þessa starf-
semi til lífsins, haft hana undir hönd-
um um langt skeið og væri því óvið-
eigandi að svifta það umsjá vélanám-
skeiðanna nú. Hér er ekki um það að
ræða, liva'ð kann að vera hagkvæmn-
isatriði fyrir Fiskifélagið, heldur hitt,
hvað kann að vera hagkvæmast fyrir
liina ungu menn, sem sækja menntun
sína í þessar stofnanir, en þar mælir
allt eins og nú er komið með því að
t.d námskeiðin hér í Reykjavík vedði
flutt upp í Vélskóla.
Eins og tekið var fram hér að
framan, er meginatriðið að reynt
verði að auka nemendafjöldann í
Vélskólanum og svo það a'ð nýta sem
bezt þá starfskrafta, sem þegar eru
fyrir hendi. Vélvæðing er nú komin
á það stig í nálega öllum atvinnu-
greinum hér, að tæknimennta þarf
fjölda manns, fé sem til þess fer er
fjárfesting, sem svarar góðum vöxt-
um. Fyrir því höfum við hreyft þessu
máli hér og óskum þess að fundar-
menn geti fallizt á tillögur okkar sem
eru á þessa leið:
I. Að verknám, þ.e. hæfilegur tími
VÍKINGUR
í verknámsdeild unglingaskóla ver*ði
tekið gilt sem nokkur hluti þess náms
sem talið er nauðsynlegt til inntöku
í Vélskólann. Er liér átt við vélvirkja-
nóm. Leitað sé samvinnu við Iðn-
fræðsluráð um a*ð þessi skipan verði
lögfest í iðnlöggjöfinni sem nú er í
endurskoðun.
II. Fáist vélaverkstæðin almennt
ekki til að taka við nemendum til
framhaldsnáms í vélvirkjun á þessum
grundvelli, verði tekinn upp sá háttur
að löggilda eitt gott verkstætöi hér í
Reykjavík, t.d. Landssmiðjuna, til
þess að fullkomna verknámsskólanem-
endur í vélvirkjafaginu og útskrifa
þá sem sveina með iðnréttindum, eftir
þann tíma sem nauðsynlegur reynist
til þess að ná góðum árangri.
III. Úti á landsbyggðinni þar sem
verknámsskólar eru ekki fyrir hendi,
mundu nemendur vei'ða að sætta sig
við 4 árin eins og nú.
IV. Að vélfræðikennsla Fiskifélags
Islands verði lögð undir Vélskólann í
Reykjavík, og upp teldð svipað fyrir-
komulag og nú er um kennslu í stýri-
mannafræðum. Hi'ð minna námskeið
í mótorfræði fyrir fiskiskipin verði
framvegis haft undir umsjá Vélskól-
ans, bæði í Reykjavík og úti um
landsbyggðina í svipuðu formi og það
nú er.
V. A*ð hið meira mótomámskeið
Fiskifélagsins verði lagt niður um
sinn, enda hefur það verið mjög lítið
sótt að undanförnu. Skiftir það því
litlu til lausnar því máli sem hér um
ræðir. Tilsvarandi nám er ákveðið í
frumvarpi til laga um nýsldpun vél-
fræðikennsíunnar við Vélskólann, sem
samið er fyrir nokkru. Verður naum-
ast langt að bíða að þa'ð verði lagt
fram á Alþingi.
VI. Til þess að nýta enn betur
krafta sem fyrir eru, leggjum við til
eftirfarandi — um leið og mótornám-
skeið Fiskifélagsins verða lögð ni'ður.
Að menn sem hafa minnapróf frá
Fiskifélaginu, fái eftir 3 ára vél-
stjóm, með góðum árangri, við vél
allt að 400 HK, rétt-indi til þess að
gæta vélar í fiskiskipi me*ð vél allt
að 600 HK.
VII. a. Að menn sem hafa meira
próf frá Fiskifélaginu fái, eftir 3ja
ára yfirvélstjóm, með góðum árangri,
við vél allt að 900 HK, rétt sem yfir-
vélstjóri til þess að gæta vélar í fiski-
skipi með allt að 1200 HK.
b. A'ð menn sem hafa meira próf
frá Fiskifélaginu fái, eftir 3ja ára
yfirvélstjórn, með góðum árangri, við
vél með allt að 900 HK, eða stundað
vélvirkjanám í minnst 2 ár, að af-
loknu prófi, rétt til inngöngu í vél-
stjóradeild Vélskólans.
— Þessar tillögur okkar um vél-
stjóra og vélgæzlvunenn, sem numið
hafa hjá Fiskifélagi fslands mi*ðar að
því, að þeir geti haldið störfum t.d.
á fiskiskipi, þó vél þess sé stækkuð
nokkuð, eins og svo algengt er. í
annan stað miða þær að því að opna
þeim möguleika til framhaldsnáms í
Vélskólanum, ef vélgæzlustarfið hefur
fari*5 þeim vel úr hendi. Er þetta
hliðstætt því sem áður hefur verið
farið að, þegar kennslulöggjöf dða
siglingalögum hefur verið breytt.
Hallgr. Jónsson.
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
B&ugötu 11 • Súni 16593
Péitháli 425
Annast öll venjuleg sparisjóðsviðskipti
Opið daglega kl. 4-6 nema laugardaga
33