Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 3
VÉR MÓMÆLUM ALLIR „Stjórnir Alþýðusambands Islands, Far- inanna- og fiskimannasambands Islands og Sjómannasambands Islands, átelja harð- lega þann drátt er orðið hefur hjá Verð- lagsráði sjávarútvegsins um verðlagningu sjávarafla, þar sem heita má orðið óþekkt fyrirbrigði að lögum og reglum sé fram- fylgt um að fiskverðsákvörðun liggi fyrir áður en veiðitímabil hefst. Stjórnir sambandanna mótmæla eindreg- dregið þeirri ákvörðun meirihluta yfir- uefndar Verðlagsráðs að ákveða löngu eft- ir að síldveiðar hófust nú, tvennskonar verð á sumarveiddri síld fyrir norðan og austan, þar sem eining á fituprósentu er þá ekki almennt látin gilda mn verð á sild veiddri á svæðinu allt veiðitímabilið OOOOOOOOOOOOOOOOOC síldarverksmiðjanna sig ekki geta greitt hliðstætt verð við síldarverksmiðjumar í Noregi, sem vinna einnig síld af Islands- miðum. 7. Við mótmælum þeirri ákvörðun oddamanns yfirnefndar verðlagsráðs sjáv- arútvegsins að ákveða verðlagstímabilið frá 25. júní til 30. sept., en samkvæmt reglugerð um verðlagsráð sjávarútvegsins er veiðitímabil síldar á Norður og Aust- urlandssvæðinu talið standa frá 10. júní til 30. sept. Þessi ákvörðmi oddamannsins hefir valdið síldveiðiflotanum allmiklu fjárliagslegu tjóni og er ekki sjáanlegt annað en hagsmunir síldarverksmiðjanna hafi verið látnir sitja í fyrirrúmi. Veiði á ofangreindu tímabili var mjög góð. 8. Við mótmælum því seinlæti, sem ríkl hefir í samhandi við ákvörðun fersksíld- arverðs til söltunar og frystingar og telj- um það óeðlilegt að síldveiðiflotinn leggi á land afla sinn til slíkrar vinnslu, án þess að vita hvaða verð fæst fyrir liann. — Það er cindregin ósk okkar síldveiði- sjómanna til ráðamanna þjóðarbúsins, að þeir endurskoði ákvarðanir sínar varð- andi síldarverðið og önnur atriði, er varða sumarsíldveiðarnar liið allra bráðasla, svo ekki komi til frekara aflatjóns en þegar er orðið. Fyrir liönd sildveiðisjómanna sign. Gunnar Hermannsson, Haraldur Ágústsson, Páll GuSmundsson, GuSbjörn Þorsteinsson, Ármann FriSriksson.“ og má fullvíst telja, að liefði verðákvörð- un legið fyrir, áður en síldveiðar hófust að þessu sinni, hefði ekki verið rætt um tvennskonar verð á síld, veiddri fyrir Norður- og Austurlandi á yfirstandandi sumri, og verður að telja víst, að vegna þessa gerræðis við sjómenn og útvegs- menn, mun því ekki treyst í framtíðinni að hyrja veiðar fyrr en verðákvörðun liggur fyrir hverju sinni. Þá telja stjórnir sambandanna að hin ákveðnu verð á síld til bræðslu séu alltof lág, miðað við áætlað veiðimagn, fyrir- framsölu á mjöli og lýsi og markaðsverð á þeim afurðum eins og það er nú. Stjómir sambandanna mótmæla ákveðið hráðahirgðalögum þeim er sett hafa verið tun flutninga á síld, verðjöfnun síldar í hræðslu og salt o.fl. og telja það sérstak- lega mikið fljótræði að ákveða uppbætur á síld til söltunar og frystingar á kostnað bræðslusíldar, meðan verð á síld til sölt- unar eða annarar nýtingar en í bræðslu liggur ekki fyrir og það ekki ennþá verið tekið fyrir til umræðu í Verðlagsráði, enda engin gögn eða upplýsingar horizt frá Síldarútvegsnefnd uin sölu o.fl., eða áætlanir frá félagssamtökum síldarsaltenda eða öðrum viðkomandi aðilum. Þá mótmæla stjórnirnar því einnig, að ákveðið er að greiða aðeins flutningsgjald á ^íld til hræðslu af austursvæðinu til Norðurlandsins en ekki gagnkvæmt til austurlandsverksmiðja eins og ákveðið var af Verðlagsráði á s.l. sumri, ef síldin skyldi aðallega veiðast fyrir norðan uin lengri eða skeminri tíma. Stjórnir sambandanna víta einnig það ákvæði hráðahirgðalaganna, að gera sér- staklega sjómönnmn ag útvegsmönnum að greiða ákveðna fjárhæð vegna samnings ákvæðis ríkisstjórnarinnar við verkalýðs- félögin á Norðurlandi, um úrbætur í at- vinnumálum í þeim landsliluta. Um leið og stjórnir sambandanna mót- mæla meðferð þessa ináls, sem lieild, vinnubrögðuin Verðlagsráðs Sjávarútvegs- ins, ákvörðun meirililuta yfirnefndar og hráðahirgðalögum ríkisstjómarinnar, vilja þær að lokum benda á. að óhæft er með öllu, að ganga frainhjá Fannanna- og fiskiinaniiasamhandi íslands uin tilnefn- ingu í nefndir, sem fjalla um liagsmuna- mál meðlima þess.“ Greinargerð minnihluta yfirnefndar verðlagsráðs GreinargerS minnihlutar yfimejndar VerSlagsráSs Sjávarútvegsins, þeirra Sig- urSar Péturssonar og Tryggva Helgasonar fyrir afstöSu hans til ákvörSunar mein- hlitta yfirnefndar um verS á bræSslusíld veiddri viS NorSur- og Austurland sum- ariS 1965. Samkvæmt lögum og reglugerð um starfsemi Verðlagsráðs Sjávarútvegsins er ákveðið, að Verðlagsráðið skuli við á- kvarðanir um verð á síld veiddri á sum- arvertíð við Norður- og Austurland, vísa málinu frá sér til yfimefndar ef ekki hef- ir tekizt samkomulag í ráðinu um verðið 20. maí. Þá er einnig ákveðið í reglugerð, að verðákvörðun skuli lokið ekki síðar en 10. júní. Einnig skulu Verðlagsráðinu látnar í té allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi vinnslukostnað og söluverð sjáv- arafurða frá viðkomandi vinnslu- og sölu- fyrirtækjum. — Eftir þeim upplýsingum liafði skrifstofa Verðlagsráðsins gengið skriflega, eins og venjulega. Þegar verðlagsráðið hóf störf sín um verðlagningu sumarsíldarinnar 21. maí s.I. höfðu engin gögn viðkomandi verðlögun- um borizt frá verksmiðjueigendum eða söltunarstöðvum. Þrátt fyrir ítrekaða eft- irgangsmuni fulltrúa sjómanna og útgerð- annanna í ráðinu um að tilskilin gögn væru lögð fram, var þess enginn kostur fyrr en 8. júní, að rekstursáætlun frá S.R. ásamt reikningum verksmiðjanna fyrir 8.1. ár, var lagt fram. Samkvæmt áætlun S.R. er gert ráð fyrir að ríkisverksmiðjumar geti greitt 225 krónur fyrir síldarmál á yfirstandandi sumri (ekki er þar gert ráð fyrir tvenns konar verði á sumarsíldinni). Samkvæmt reikningi S. R. var hagnaður af rekstri verksmiðjanna 81 milljón króna s.l. ár. Fulltrúi félags einkaverksmiðja á Norður- og Austurlandi lagði sama dag fram áætlun um rekstur þeirra verk- smiðja, þar sem gert er ráð fyrir að þær geti greitt 215 krónur fyrir málið. Reikn- ingar þeirra versmiðja vora ekki lagðir frain eða skýrðir. Var einnig í þeirri á- ætlun gert ráð fyrir einu verði á sumar- síldinni. Á fundi daginn eftir lögðmn við full- trúar sjómanna og útgerðarmanna fram Frh. á hls. 187 VÍKINGUR 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.