Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 33
Frá Stýrimannaskóla íslands
Uglan sagði leiftursnöggt:
„Hve gamall er tvíburabróðir
þinn?“
. „Ó,“ svaraði Irinn. „Hann er
þremur árum yngri en ég.“
Uglan: „Nú hefi ég setið hér
sem dómari árum saman, hlust-
að á margar kúnstugar sögur,
hefi leitast við að trúa því, sem
trúlegast vár, — en þegar þú
reynir að telja mér trú um, að
þú vitir ekki hvað gamall félagi
þinn heitir og að tvíburabróðir
þinn sé þremur árum yngri en
þú, — þá verður þú nú að afsaka
þó ég eigi bágt með að öðlast
trúna!
— „Þriggja mánaða þrælkunar-
vinna og landrækur, — til Eire!“
Næsti ákærði var ég. „Uglan“
hvessti augun á mig og leit svo
í skjöl sín.
„Svíi, þarftu að fá túlk?“
„Nei, hr. dómari, það er ekki
nauðsynlegt."
„Þú ert ákærður fyrir að hafa
verið blindfullur á mjólkurbar,
þegar þú varst handtekinn. —
Segðu mér eitt, hvernig fórstu
að því að verða fullur á mjólkur-
bar?“
„Ja, sennilega hefi ég verið vel
þéttur, þegar ég kom inn á
mjólkurbarinn.“
„Þú talar mjög góða ensku,
hefurðu verið á æðri skólum í
Svíþjóð?"
„Nei, hr. dómari, ég hefi lært
ensku í hinum harða skóla lífs-
ins.“
Uglan: „Áttu nokkra peninga?"
„Já, greip ein matrónan
framí. Hann á 18 shillinga.“
„Ágætt!“ sagði uglan, straffið
fyrir fyllirí hér í Aberdeen er
eitt pund, en ég gef þér 10 shill-
inga, þá áttu eitthvað afgangs,
svo að þú getur fengið þér bjór-
kollu, þegar þú sleppur út héð-
an. Ég býst við að þú sért
þyrstur..“
0g eitt heilræði vil ég gefa þér
áður en þú ferð: „Haltu þig frá
mjólkurbarnum sem mest, þegar
þú kemur til Aberdeen.“
Þessi atburður hafði sem sé,
— með öðru tilheyrandi — kost-
V í KINGUE
Stýrimannaskólanum var sagt
upp hinn 8. maí. Skólastjórinn,
Jónas Sigurðsson, flutti skýrslu
um starf skólans á liðnu skólaári.
1 skýrslu sinni gat hann þess, að
á þessu skólaári hefði skólinn
eignazt Kelvin Huges radartæki
af nýjustu gerð og nýja sjálf-
stýringu. Einnig gat hann þess,
að Hvalur h.f. hefði gefið skólan-
um gyro-kompás, en það fyrir-
tæki hefur áður gefið skólanum
tvo gyrokompása. Þá gaf Land-
helgisgæzlan skólanum Decca-
radar og Eimskipafélag Islands
stækkaða ljósmynd af m.s. Gull-
fossi.
Að þessu sinni luku 16 nem-
endur farmannaprófi og 78 fiski-
mannaprófi. Við farmannaprófið
hlutu 3 ágætiseinkunn, 11 fyrstu
einkunn og 3 aðra einkunn. Við
fiskimannaprófið hlutu 11 ágæt-
iseinkunn, 43 fyrstu einkunn, 19
aðra einkunn og 5 þriðju eink-
unn. Hæstu einkunn við far-
mannapróf fékk Guðmundur Ara-
son, 7,47 og hlaut hann verð-
launabikar Eimskipafélags Is-
lands, Farmannabikarinn. Hæstu
einkunn við fiskimannapróf hlaut
Stefán Guðmundur Amgrímsson,
7,61 og hlaut hann verðlaunabik-
ar Öldunnar, öldubikarinn. Há-
markseinkunn er 8.
Bókaverðlaun úr Verðlauna- og
styrktarsjóði Páls Halldórssonar,
fyrrverandi skólastjóra, fengu
eftirfarandi nemendur; sem allir
höfðu hlotið ágætiseinkunn. IJr
farmannadeild: Baldur Bjart-
marsson, Guðmundur Arason og
Magni Sigurhansson. Úr fiski-
mannadeild: Björn Jóhannsson,
Eðvald Jónasson, Engilbert Kol-
beinsson, Eyjólfur Friðgeirsson,
að mig 10 shillinga, en ég hafði
líka kynnst hinum gamla „vís-
dómsfugli“ í mannsmynd. — Það
fannst mér sannarlega borga sig.
Þýtt G. Jensson.
Friðrik Bjömsson, Karl Valdimar
Eiðsson, Lúkas Kárason, Páll
Þorsteinsson, Pálmi Pálsson,
Stefán Arngrímsson og Víðir
Friðgeirsson.
Eftir að skólastjóri hafði af-
hent skírteini, ávarpaði hann
nemendur og óskaði þeim til
hamingju með prófið. Benti hann
þeim á ábyrgð og skyldur yfir-
manna á skipum. Sérstaklega
brýndi hann fyrir þeim gætni og
fyrirhyggju á sjó í vondum og
tvísýnum veðrum. Einnig um
mikilvægi þess að umferðarregl-
ur á sjó væru í heiðri hafðar og
að engum mætti fela þann vanda
að standa fyrir stjóm á skipi,
sem ekki gerþekkti siglingarregl-
umar. Að lokum þakkaði hann
nemendum samveruna og gat
þess, að aldrei hefðu fleiri fiski-
menn brautskráðst í einu frá
skólanum. Væri það ánægjuefni,
að sú þróun virtist vera að skap-
ast, að æ fleiri fiskimenn leiti sér
fullra réttinda, en láti ekki stað-
ar numið við minna.
Við skólaslit voru mættir
nokkrir eldri nemendur og aðrir
gestir. 20 ára nemendur færðu
skólanum að gjöf fullkominn fjöl-
ritara. Orð fyrir þeim hafði Guð-
mundur Kristjánsson, skipstjóri.
Skólastjóri þakkaði þessa góðu
gjöf svo og aðrar gjafir, sem
skólanum höfðu borizt á liðnu
skólaári, og þann hlýhug til skól-
ans, sem að baki þeim lægi. Að
lokum þakkaði hann kennurum
samstarfið, prófdómendum störf
þeirra og gestum komuna og
sagði skólanum slitið að þessu
sinni.
Þessir luku prófi:
FARMENN:
Ásgeir Pétursson Rvík
Baldur Bjartmarsson —
Baldur Gunnarsson —
Engilbert Ragnar Engilbertss. —
Guðmundur Arason —
Guðni Ernest Langer —
Gunnar Guðjón Baldursson —
203