Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 24
Úr fundargjörð Öldunnar
Guðm. H. Oddsson tóh saman
Fundur, 30. október 1918.
Formaður las upp ávarp frá
Fiskifélagi íslands.
Lagt til að skora á Stjómarráð
íslands, að viti verði reistur á Með-
allandstöngum.
Fundur, 4. desember 1918.
öldufélagið hefir misst 4 félags-
menn í þeim veikindum, er yfir
gengu (Spánska veikin?),, þar á
meðal Þorstein J. Sveinsson og var
Þorsteinn Þorsteinsson kosinn til að
taka við störfum hans.
Rætt um undanþáguveitingar til
vélstjórnar, er gefin var af for-
manni félagsins. Nokkrar umræður
um það mál.
Tillaga frá Þorsteini Þorsteins-
syni um að fela stjórn Öldunnar að
spyrja Stjórnarráð íslands, hvenær
það myndi breyta skírteinum ís-
lenzkra skipa í samræmi við hinn
nýfengna fána.
Fundur, 18. desember 1918.
Lagt fram nefndarálit um laun
skipstjóra og stýrimanna, einnig um
Siglingalagabrot. — Nefndarálitin
rædd og síðan bæði samþykkt.
Fundur, 8. janúar 1919.
Lagt til að skora á Stjómarráðið
að fylgja í öllum atriðum tillögum
Öldunnar í vita- og siglingamálum.
Kristján Bergsson minntist á, að
hafnarstjórastaða væri veitt og
skoraði á formann félagsins að
skrifa meðlimum þeim, er sætu í
hafnarnefnd og bæjarstjórn og
skora á þá að mæta á næsta fundi.
Fundur, 15. janúar 1919.
Formaður: Magnús Magnússon.
Ritari: Jón Ámason.
Gjaldkeri: Ellert Schram.
Styrktarsjóður kr. 13.143.36.
Lagabreytingar.
Skipstjórafélagið Aldan í Reykja-
vík ályktar að lýsa megnri óánægju
og vantrausti fyrir framkomu þeirra
meðlima sinna, sem sæti eiga í
hafnamefnd og bæjarstjórn og láta
þá óhæfu viðgangast mótmælalaust,
að lítt hæfum manni var veitt
hafnarstjórastaðan við höfnina í
Reykjavík, án þess að staðan væri
áður auglýst til umsóknar, og hæf-
um mönnum gefinn kostur á að
sækja um hana.
Fundur, 1. október 1919.
Formaður las upp bréf sent af
Fiskveiðafélagi íslands, skrifað af
Stjórnarráðsskrifstofunni í Kaup-
mannahöfn, um gagnkvæmi íslend-
inga og Dana í siglingum. Skipuð 5
manna nefnd til að íhuga málið.
Fundur, 29. október 1919.
Nefndarálitið um gagnkvæmi
Dana og íslendinga í siglingum lagt
fram og rætt mikið, og síðan borið
undir atkvæði og samþykkt: að
veita Dönum engin sérréttindi varð-
andi siglingar á ísl. skipum.
Fundur, 12. nóvember 1919.
Kosin nefnd til að athuga siglinga-
löggjöfina frá 3. nóvember 1915.
Fundur, 3. desember 1919.
Gestur Kr. Guðmundsson fram-
ber ósk frá skipstjórum og stýri-
mönnum á botnvörpuskipum um að
koma á nokkru ákvæði um laun
þeirra. Kosin var 7 manna nefnd.
AðaJfundur, 14. janúar 1920.
Sama stjórn.
Styrktarsjóður kr. 13.878.21.
Rætt um lög um atvinnu við sigl-
ingar.
Geir Sigurðsson lagði til að kosin
yrði nefnd í kauptaxtamálið, sem
væri þannig skipuð: 1 skipstjóri og
1 stýrimaður af botnvörpuskipum,
1 skipstjóri og 1 stýrimaður af
milliferðaskipum, 1 skipstjóri og 1
stýrimaður af fiskikútter, 1 skip-
stjóri og 1 stýrimaður af vélskipi,
og var samþykkt að kjósa 8 menn
og formann félagsins sem 9. mann.
Jón Arnason.
Fundur, 21. janúar 1920.
Nefndarálit um lög um atvinnu
við siglingar lagt fram og rætt lið
fyrir lið og borið undir atkvæði og
samþykkt með smávægilegum breyt-
ingum.
Hafsteinn Bergþórsson kosinn
formaður kauptaxtanefndar, þar
sem Björn Ólafs taldi ekki hægt að
fastákveða nú kaup skipstjóra á
togurum.
Fundur, 29. janúar 1920.
Kauptaxtamálið: Lagt var fram
uppkast að kröfum fyrir skipstjóra
og stýrimenn, að undanteknum
skipstjórum á togurum. Var þetta
rætt nokkuð mikið, síðan voru kaup-
kröfutillögur nefndarinnar fyrir
skipstjóra og stýrimenn á allskon-
ar skipum yfir 30 tonn og við veið-
ar og flutninga, bornar upp og sam-
þykktar með litlum breytingum.
Fundur, 4. febrúar 1920.
Kauptaxtamálið: Nefndin skýrði
frá, að þeir hefðu átt fund með út-
gerðarmönnum skipa þeirra, sem
færafiskinn stunda og náð sam-
komulagi fyrir skipstjóra og stýri-
menn á þeim, svohljóðandi:
I. Skipstjórar á færaskipum:
Stundi skipið handfæraveiðar
kr. 150,oo á mánði og 4% af
brúttóafla skipsins og kr. 2,oo
af hverri lifrartunnu er á
land kemur, eða kr. 200,oo á
mánuði og kr. 7,50 af hverju
skippundi er skipið aflar og
kr. 2,oo af hverri lifrartunnu
er á land kemur.
194
VÍKINGUR