Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 16
ingar. Enn í dag er verið að full-
komna dieselmótorinn, þó kom-
ið sé þetta langt á 20. öldina,
enda hafa miklir erfðileikar ver-
ið við að eiga hjá þessum mönn-
um, sem hafa fengist við þetta.
einkum hafa erfiðleikarnir ver-
ið framan af, við að spýta inn
brennsluolíunni, með þrýstilofts-
ýrunni, sem saman stóð af
dýsu, innblástursdælu og loft-
þjöppunni sem tók mikið rúm
utan á vélinni og eyddi 5-7% af
orku mótorsins, og var óhag-
kvæmara eftir því sean mótor-
inn var minni. Virðist sem fyrst
hafi verið reynt við þykkfljót-
andi tjörukenndri olíu. En Die-
sel hvarf frá þeirri olíu, og
reyndi við benzín og steinolíu.
Hefur líklegast verið búinn að
eyða miklum tíma og vinnu í að
framkvæma hugmynd sína um
beina innspýtingu.
Á vörusýningu í Berlín 192Í
kom fram fyrsta BOSCH
brennzluolíudælan. Sú brennslu-
olíudæla var þó af annari gerð
en við eigum að venjast í dag.
En ekki fyrr en 1927 sá fyrsta
BOSCH brennsluolíudælan dags-
ins ljós, af þeirri gerð, sem eru
á markaðnum í dag. Uppfynd-
ingamaður hennar hét Franz
Lang, kom hann fyrstur fram
með stýrikant á brennzluolíu-
dælustimpli, þar sem olíumagnið
skyldi skammtast með snúningi
á stimplinum sjálfum.
Sonur eimreiðarstjóra í Karls-
ruhe í Suður-Þýzkalandi, Carl
Benz, f. 26. 11. 1884. í Karls-
ruhe, stofnaði vélaverkstæði í
Mannheim 1871. Smíðaði hann
sér tvígengisgasmótor, sem hann
gangsetti á nýjársnótt 1879/80.
Fyrstur allra fékk hann einka-
leyfi fyrir miðflóttaaflsgangráð
25. okt. 1882. — (Patent Nr.
22256).
Fyrsta jan. 1888 var firmað
Benz & Cie.,. stofnað, eru það
fyrirrennarar Mannheimverk-
smiðjanna sem heitir fullu nafni
Motoren-Werke Mannheim A.G.
Árið 1909 hófu þeir byggingu á
snarvendri diesel-skipavél, eftir
einkaleyfi sænsks verkfræðings,
Jonas Hesselman. — Þeir fengu
einkaleyfi fyrir Fremrabrunahol
(Vorkammer) 1. febr. 1911. Átj-
ánda marz 1919 komu þeir með
mótor með forkammer, þar sem
þrýstiloftsýrunnar fyrirkomulag-
ið hafði verið lagt til hliðar,
einkaleyfi Nr. 142. (Kompress-
orlossen Vorkammer-Dieselmot-
or)
Árið 1922 11. marz, var svo
núverandi firma stofnað, sem ber
nafnið Motoren-Werke Mann-
heim A.G., vorm. Benz, Abt.
Stat. Motorenbau. — Eru verk-
smiðjubyggingar teiknistofur og
skrifstofur við Carl Benzstræti
í Mannheim.
Þessi verksmiðja hefur byggt
þær vélar, sem eru flestar í dag
í íslenzkum fiskibátum. — Segir
sjómannaalmanakið þar um, að
109 fiskibátar séu með Mann-
heimvélar með ca. 38.901 hö. eða
um 356 hö á bát að meðaltali.
Er hér eingöngu um aðalvélar
að ræða, sem getið er um í alm-
anakinu. Til samanburðar má
geta þess, að almanakið segir
okkur einnig frá, hvaða vélar
gangi Mannheimvélum næst, eru
það Listervélar í samtals 99 bát-
um, með um 17.735 hö. með ca.
180 hö. á bát. Ekki þarf að bera
Mannheimvélunum neitt lof hér.
Þær hafa gert það sjálfar. Ég
hef átt tal við marga skipstjóra
og vélstjóra um Mannheimvél-
arnar. Ber flestum saman um,
að þær séu gangvissar, einfaldar
og öruggar. Tel ég að betri með-
mæli sé ekki hægt að fá, en frá
þeim mönnum, sem með vélarn-
ar fara.
186
VÍKINGUK