Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 29
ur, ef byrjað er á réttum enda. Bentu vélstjórasamtökin á þetta fyrir 20 árum, en ekki var á það hlustað. Úreltar námsvenjur iðn- aðarmanna voru í vegi. Ég gleðst yfir því, að nú skuli fyrirhugað ao öll vélstjóramenntun í land- inu hverfi undir Vélskólann. Má um það segja að betra er seint en aldrei, sú skipan hefði átt að komast á fyrir 50 árum. Hefði margt við það unnist. Ég mundi skoða það viðeigandi afmælisgjöf til þessarar stofnun- ar, frá hendi löggjafarvaldsins, að þessari fyrirhuguðu nýbreytni fyigdi rífleg viðbótarfjárveiting næstu árin. Margt þarf enn að bæta, og vissulega er nauðsyn- legt að hressa upp á kennslu vél- stjóraefna fyrir hinn sívaxandi fiskibátaflota með þau undra- tadri sem þar eru í notkun. Ég get fullvissað ykkur um það áheyrendur mínir, að fyrr- verandi nemendum þessa skóla er hlýtt til hans, og vilja veg hans sem mestan. Félagssamtök þess- ara manna treysta því að for- stöðumaður skólans og starfslið vinni að því eftir mætti að hin nýja skipan sem framundan er megi verða skólanum lyftistöng, og upphaf að blómaskeiði á ævi hans. * Jón Bergur Frh. af bls. 192 þá í Eyjum. 1926 var Jón for- maður með „Ernu“, en eftir þá vertíð hætti Jón formennsku. 1927 fór Jón alfarinn til Bost- on í Bandaríkjunum og var þar togarasjómaður í 11 ár. Hann kom til Tslands 1939 og fór á togarana frá Reykjavík og var á þeim öðru hvoru allt til 1960 að hann lamaðist og lenti á sjúkrahúsi. Jón var dugnaðar- sjómaður og var alls staðar eftir- sóttur. Hann var fyrir löngu landsþekktur maður fyrir hreysti og er óhætt að fullyrða, að fáir munu hafa borið sigur af hólmi í fangbrögðum við Jón í Ólafs- húsum. Jón lézt 15. maí 1964. VÍKINGUR Konur á hvalveiðuin. Þegar rússneski hvalveiðiflotinn kom til Sydney í Ástralíu nýlega, að aflokinni vertíð í Suðurhöfum, kom í Ijós að meðal skipverja var 41 kona. Flestar þeirra voru þernur, en ein, kona flotaforingjans, var útlærður vélstjóri og vann á reglulegum vöktum. Eitt af skyldustörfum hennar var að rannsaka geisla- virkni í hvölum þeim er veiddust, en ekki hafði frúin orðið neins slíks vör. Flotaforinginn skýrði frá því að hann hefði veitt fulla tölu, 8.000 bláhvalaeiningar, eins mikið og leyft var, og hætt veið- um 25. marz. Hann fullyrti að hvalveiðarnar í Suðurhöfum væri hreinasta rányrkja, en neitaði því að hann væri hvala- ræningi, eins og flimtað væri um í Ástralíu. Rússar hafa verið ásakaðir um að veiða of smáa hvali, og að þeir notuðu óleyfi- legar veiðiaðferðir. Svo vildi til að þegar fyrsta rússneska veiðiskipið kom inn í höfniná, fylgdu því 2 tundurspillar og samtímis lét úr höfn einn kafbátur flotans. Formælandi flotastjórnarinnar hélt því fram að nærvera herskipanna þarna hefði verið einskær til- viljun. Skipverjar veiðiskipanna, 1200 alls, fengu 4 daga leyfi í Sydney og um £ 50.000 í vasapeninga. Lét flotaforinginn þess getið, að ef með þyrfti, mundi hann láta hásetana fá önnur £ 50.000, og mætti þá segja að þótt lyktin frá verksmiðjuskip- unum, sem vindurinn. flytti yfir bæinn, væri ekki sem þægi- legust, væri til nokkurs að vinna. Ekki öfiimlsvcrt hlntskipti. Við nýlokin sjópróf vegna taps brezka hafskipsins „Am- bassador“ (7.308 br. lestir) kom það óumdeilanlega fram, að skipstjórinn var í þeirri, ekki öfundsverðu aðstöðu, að verða að taka ákvörðun um, hvort ætti að yfirgefa skipið, vitandi það að einungis 20 af 35 manna áhöfn gat komist í gúmbát- ana 2 sem fyrir hendi voru. Þegar svo þessir tveir bátar voru settir á flot, rak annan þeirra burtu með nokkra af áhöfn- inni, hinum hvolfdi við skipshliðina, og 6 af 10 sem í hann voru komnir fórust. Þeim 21 sem af komust, var öllum bjarg- að af skipinu sjálfu. Skip frá strandvarnaliði Bandaríkjanna og norskt mótorskip sem komu á vettvang, gjörðu það. Á stríðsárunum var áhöfnum flugvélanna bent á, að svo framarlega sem flugvél þeirra væri ekki alveg að því komin að falla til jarðar eða brenna, væri nokkur biðlund eins lík- leg til björgunar eins og að stökkva með fallhlíf. Þessi ráð- legging virðist eins vel eiga við um skip. Á það má benda, að mörgum mönnum var bjargað úr skipunum Dara og Lakonia, og Ambassador er þriðja tilfellið, þar sem nokkur biðlund á skipi, varð mörgum mönnum til lífs. Því er ekki að neita að það þarf sterkar taugar til þess að bíða á brennandi eða sökkv- andi skipi, en áður nefnd dæmi sýna að stundum er hafið sjálft ennþá ægilegri ógnvaldur. Eftir Shipb. and Shipping R. Slys þaS sem hér er sagt frá, minnir mann á það atvik, er vélskipiS Skjaldbreid tók niðri á Breiðafirði fyrir fáum árum. Þá skeM það að nokkrir af skipshöfninni fóru i gúmbát að lítt athuguðu máli, og misstu af skipinu, en það reyndist ekki vera í eins mikilli hættu og ætlað var. 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.