Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 11
14. sept. kom ítalska skipið
„Lariano“ inn til Calcutta, og
skipstjóri þess veitti upplýsingar
um „Emden,“ sem urðu til þess
að mikill floti var sendur af stað
til að reyna að eyðileggja „Em-
den,“ en daginn áður hafði Von
Muller stöðvað „Lariano" en
sleppt því aftur.
Húrra fyrir óvinunum.
Fréttir bárust aftur af „Em-
den“ til Calcutta 16. sept. Og sú
frétt varð sannarlega til að gera
hár margra Bandamanna grá. —
Brezka skipið „Kabinga“ kom
nefnilega í höfn með áhafnir
fimm annarra brezkra skipa, sem
„Emden“ hafði sökkt á Bengal-
flóa.
Ensku sjómennirnir skýrðu frá
því, hversu vel Þjóðverjarnir
hefðu komið fram við þá, þeir
sögðust einnig hafa hrópað húrra
fyrir flotaforingjanum á „Em-
den“ þegar hann sleppti „Kab-
ingu.“
Heima í Englandi óx reiðin
stöðugt og þess var krafizt að
gert yrði út af við „Emden.“
Þess fundust greinileg merki
heima á Englandi að „Emden“
hafði áhrif á styrjöldina, þrátt
fyrir staðsetningu skipsins hin-
um megin á hnettinum. Brezku
skipin, sem „Emden“ sökkti voru
með vaming til Bretlands, sem
hafði mikla hernaðarþýðingu og
var milljóna króna virði. I þess-
um varning var meðal annars te,
leður og tin. Og þessir atburðir
urðu þess valdandi að vöruverð
þessara tegunda hækkaði mikið.
14. sept. fyllti „Emden“ kola-
geymslur sínar inni á False Bay,
hérumbil 125 sjómílur frá Cal-
cutta. Þetta fréttist þangað dag-
inn eftir, og héldu þá 3 brezkir
tundurspillar og jafnmargir
franskir út samstundis til að elta
hinn skæða „óvin Kyrrahafsins."
18. sept. sá kaupskip „Emden“
í 19 sjómílna fjarlægð frá Ran-
goon. Og þar sökkti „Emden“
brezka skipinu „Clan Matheson,"
sem flutti bifreiðir.
„Emderí' skýtur skoti a& brezku kaupskipi og stöSvar þaS.
Árósin á Madras.
Japanir tóku nú einnig þátt í
því að reyna að eyða „Emden.“
Og ekki hvað minnst þessvegna
varð Miiller enn áræðnari í störf-
um sínum. 22. sept. hélt hann
þvert yfir Bengalflóann og kom
inn að kvöldi til Madras.
Einn af áhöfn „Emdens“ hafði
unnið í borginni og vissi hvar
benzíngeymamir voru staðsettir
við höfnina.
„Emden“ læddist nær og
skyndilega voru benzíngeymarnir
uppljómaðir frá Ijóskösturum
skipsins. Lét Von Miiller skjóta
á geymana nokkrum skotum og
slökkti síðan á ljóskösturunum og
skaut úr fallbyssunum yfir höfn-
ina í 15 mínútur.
Sumar kúlurnar hittu skip í
höfninni, loftskeytastöðina og
aðrar byggingar. Brátt stóðu olíu-
og benzíngeymamir í björtu báli.
Varnarvirkin í landi hófu skot-
hríð á „Emden“ en hittu ekki og
tókst skipinu að komast undan.
Von Múller vildi láta Banda-
menn halda að hann stefndi til
Calcutta, en þegar hann var
staddur 100 sjómílur frá Madras,
snéri hann við og setti stefnu á
austurströnd Ceylons.“
Á næstu tveim dögum náði
„Emden“ fimm brezkum kaup-
skipum og kom í höfn í „Pondi-
cherry“ þann 24. sept. Hér voru
kol tekin og póstur. Hafði „Em-
den“ gefið þennan stað upp fyrir
póstsendingar til sín, en Bretar
vildu ekki trúa þessu — héldu
það gert til að villa sýn.
f mörgum höfnum lágu skip
um kyrrt af ótta við að verða
„Emden“ að bráð.
Múller hélt fljótt út aftur og
leitaði að skipum á leiðinni Cey-
lon—Aden. Og hálfri stund fyrir
miðnætti 25. sept. stöðvaði hann
brezkt gufuskip, „Tymerice.“ Á-
höfnin fékk 10 mínútur til að fara
í björgunarbátana og síðan var
skipinu sökkt. Fimm dögum síð-
ar sökkti „Emden“ enn þremur
brezkum skipum, en það fjórða
var sent að landi með áhafnir
skipanna.
— o —
„Emden“ var nú búin með öll
kolin, sem fengin voru úr sam-
starfsskipinu „Markomannia,“ en
um nóttina 1. okt. komst „Em-
den“ í feitt, þar sem brezka kola-
skipið „Buresk“ varð á vegi
Múllers. Lét hann þegar losa
7000 lestir kola úr kolaskipinu
yfir í „Markomannia" eftir að
skipunum hafði verið lagt upp-
undir landið.
Bandamenn hertu eftirleitina að
„Emden“ og mörg skip voru send
út til að sökkva „Emden.“ Með-
an á þessari leit stóð, lá „Em-
den“ í Diego Garcia á Chargos-
eyjum og var unnið að hreinsun
VÍKINGUR
181