Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 20
Fyrir nokkru voru í Varsj á límdir upp ótal fregnmiðar, sem á var letr- að: — Pólsk-Sovésk vináttuvika. Við þetta höfðu allmargir bætt: — Og ekki degi lengur! * Það var reykingarráðstefna á heim- ilinu: — Ef þið lofið mér því að reykja ekki fyrr en þið eruð orðin 21 árs, skal ég verðlauna ykkur með 10 þús- und krónum, sagði húsbóndinn við bömin sín þrjú. — Ég tek boðinu, hrópaði dóttirin, sem var 17 ára. Annar sonurinn 15 ára hikaði: — Þetta er vandamál, sem ég verð að íhuga vel, það er ekki víst að ég felli mig við að binda mig svona lengi. — Hversvegna komstu ekki með þetta tilboð fyrr, sagði sonurinn 12 ára! * — Er konan þín hætt að heimta minkapelsinn. — Já, nú minnist hún ekki meir á hann. — Hversvegna? — Jú, ég sendi hana til geðlæknis, og honum tókst að sannfæra hana um, að engin í heiminum þyrfti eins mik- ið á minkaskinni að halda og einmitt minkurinn sjálfur! * Hið eina jákvæða við, að hlusta á mann tala um sjálfan sig, er, að þá heyrir maður ekkert nema lof og hrós! Auglýsing í ferðaskrifstofu: — Út, út með þig! Frívaktin — Góðan dag, sagði kunningi við veðurfræðinginn, sem var annars hug- ar. — Ha, já, það er útlit fyrir það! * Eftirsóttir „party“-menn verða oft snemma annaðhvort fráskildir eða þá ekkjumenn. * Sá, sem framkvæmir aðeins það, sem hann langar til, missir að lokum löngunina til að framkvæma nokkum skapaðan hlut. \ i Stóð heima. Það var snemma í marz 1945. Skoti nokkur sagði við kunningja sinn: — Stríðinu verður lokið eftir tvo mánuði. — Hvemig geturðu vitað það? spurði kunninginn. — Það bregst ekki, svaraði Skotinn ákveðið. Sonur minn hefir verið kall- aður í herinn og hann hefir hingað til ekki verið neinsstaðar í þjónustu lengur en tvo mánuði. • — Hvað ætlarðu þér að verða, drengur minn, þegar þú ert orðinn stór, spurði vingjamlegur lögreglu- þjónn dreng á götunni. — Ég veit það ekki, ég ætla fyrst að vita hvort ég verð nógu stór til að verða lögregluþjónn. * Það var hjá stóm fyrirtæki, skrif- stofustúlkumar ræddu sín á milli um að nú væri von á rafeindaheila á skrifstofuna, sem sparaði fjóra karl- menn. — Já, þetta hlýtur að enda með innsemineringu, sagði ein þeirra angurvær á svipinn. * Gamall fisksali var að lýsa verðlag- inu í þá „góðu gömlu daga“: — Já, drengir mínir, í þá daga keypti ég fiskkassann á þrjár krónur og seldi hann aftur á fimmkall, — og þá varð ég að láta mér nægja þessi tvö prósent! Ert þú ökukennari líka? 190 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.