Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 19
Alþjóðasamþykktin um öryggi manns- lífa á hafinu frá 1960 gengur í gildi. Þann 26. maí 1965 gekk í gildi ný Alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu, sem undir- rituð var í London 17. júní 1960. 1 því tilefni hefur Siglinga- málastofnun Sameinuðu Þjóð- anna, IMCO, nú tilkynnt, að eft- irtalin 27 lönd hafi staðfest sam- þykktina: Alsír, Bandarki Norður-Ameríku, Cuba, Danmörk, Finnland, Frakkland, Ghana, Grikkland, Haiti, Holland, Island, Japan, Júgóslavía, Kínverska lýðveldið, Kóreu-lýðveldið, Kuwait, Líbería, Madagaskar, Marocco, Noregur, Paraguay, Peru, Saudi Arabía, Spánn, Stóra Bretland, Túnis og Viet Nam-lýðveldið. HÖFUM VARAHLUTI OG VEITUM VIÐGERÐARÞJÓNUSTU FYRIR BRYCE olíuverkin AöalumboðiS $. Stefánsson & Co. h.f., Garðastræti 6 Sími 15579 „Báran“ frá Eskifirði „Bárarí' er fjórða skipið, sem Örens mek. Verksted stníðar fyrir íslcndinga. Eigandi skipsins er Árni Stefánsson. í marz 1963 voru gerðir samningar við nokkra íslenzka útgerðarmenn um smíði fjögurra báta fyrir línu- og hringnótaveiðar. Fyrstu 3 bátarnir voru afhentir á tímabilinu desember 1963 — maí 1964. Lengd skipanna er 109 fet og breiddin ca. 23 fet. Hvert skip tekur 2000 hektólítra síldar, auk þess 1800 hektólítra á þilfar Vélarstœrðin er 450 hestöfl, sem gefur skipunum 11 milna hraða. Skipin eru útbúin góðum siglinga- og veiðitœkjum. Hvert skip mun hafa kostað 10 til 11 milljónir íslenzkra króna. Myndin er aj þilfari Slcttbaks. VÍKINGUR 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.