Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 13
Þýzk samtíma teikning af endalokum „Emdens." Ástralska herskipiS „Sydney“ sést á myndinni. á land og eyðilögðu síma- og loft- skeytastöðina. Ekki tókst þeim að finna nema eina neðansjávar- símalínu, sem þeir eyðilögðu strax. Endalok #/Emdens.“ Neyðarkallið frá eyjunni heyrðu áströlsku herskipin „Mel- bourne“ og „Sydney," sem fylgdu skipalest í 80 sjómílna fjarlægð. „Sydney“ með John Glossop sem foringja, var falið að nálgast „Emden.“ Tæpum þrem stundum síðar var ástralska skipið komið til eyjarinnar. Þjóðverjarnir sáu nú hættuna og gáfu merki í land að menn skyldu hraða sér um borð, en áður en allir skipverjar voru komnir um borð, varð „Em- den“ að halda út. Von Miiller var ljóst að and- stæðingur hans var betur búinn vopnum. Þess vegna vildi hann leggja tii orustu sem næst við ó- vininn og hóf skothríð úr 4000 metra fjarlægð. í annarri skot- hríð tókst honum að eyðileggja foringjaturninn og fjarlægðar- mæli í ástralska skipinu. VÍKINGUE En „Glossop“ hafði skilning á því að halda sínu skipi í nægi- legri fjarlægð frá „Emden.“ Hann komst úr skotmáli „Em- dens,“ sem var með 10 cm byss- ur. „Sydney“ var aftur á móti búin 15 cm byssum. „Glossop“ tókst að eyðileggja stýrisbúnað „Emdens“ og skjóta alla reykháfana niður. — Von Múller gat ekki skotið tundur- skeytunum vegna of mikils hraða á skipunum, sem var 19 sjómíl- ur, auk þess voru skotfærabirgð- ir „Emdens“ að þrotum komnar. Muller ákvað þá að stefna beint á land á fullri ferð. Á hundrað mínútum skaut ástralska skipið 600 skotum og sendi auk þess „Emden“ tvær skothríðahrynur til viðbótar, eft- ir það snéru þeir sér að birgða- skipinu „Buresk,“ sem komið var á vettvang. Birgðaskipið reyndi að flýja, en var tekið her- fangi. Því næst snéri „Sydney“ aftur til „Emden,“ sem enn hafði her- fánann uppi og neitaði að gefast upp. Hóf þá „Glossop" skothríð að nýju. Eftir 5 mínútur gafst Von Múller upp og lét draga hvíta flaggið að hún. Landmennirnir ætluðu að hand- taka sjóliðana, sem gengið höfðu á land, en þeir voru þá farnir út á sjó — höfðu tekið skonnortu, sem þeir sigldu burt á. Á þýzka herskipinu létust 123 menn og 56 voru illa særðir. — Glossop sendi lækni og hjúkrun- armenn um borð. Þegar Von Múller og aðrir yfirmenn „Em- dens“ komu um borð í Sydney“ sem fangar, var tekið á móti þeim með hermannlegri viðhöfn. Allir fengu þeir að halda sverð- um sínum í virðingarskyni fyrir hinni miklu hetjudáð, sem þeir höfðu sýnt. Sögu „Emdens“ var lokið, en Von Múller og menn hans snéru aftur heim til Þýzkalands — eft- ir ævintýralega ferð með skipum, úlföldum, gangandi og stundum skríðandi í ógurlegum hita og oft heiftarlegum árásum Bedúína, sem hlynntir voru Bretum. — Heimferðin ein var mikið þrek- virki og stóð ekki hetjudáðunum um borð í „Emden“ neitt að baki. 183

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.