Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 14
TH ÓLAFSSON: SAGA MÓTORANNA Margt hefur verið skrifað í Sjómannablaðið VlKING og SJÓ- MANNADAGSBLAÐIÐ um mótora, þó einkum nútímamót- orinn, diesilvélina. Lítið hef ég heyrt eða séð um fortíð þeirra, sem er líklegast flestum hulin, og hefur fallið í gleymsku með uppfinningamönnunum sjálfum, og seint kemst á prent. Hér skal í fáum dráttum getið þess, sem ég hef lesið og heyrt, er gæti átt heima í sögu mótor- anna, en þeir,. sem fróðir eru um þessa hluti, ættu ekki að láta það dragast að birta það. Hafi það áður verið birt, væri gaman að sjá það aftur, svo að fleirum yrði miðlað þeim fróð- leik; eins ef aðrir, sem betur vissu og byggju yfir einhverju, kæmu því á prent, því víða er það, sem sjómannablaðið VÍK- INGUR liggur frammi; umborð í skipum, bátum og ekki sízt inni á heimilum kaupenda hans. Það mun hafa verið Hollend- ingur, Huygens af nafni, sem átti fyrstur manna hugmynd um að nota sprengigas sem eldsneyti til að knýja mótor. Hálfri ann- ari öld seinna var verið að koma fyrir og hagnýta gufuvélina sem orkugjafa í námum og iðjuver- um. Hafa þó sjálfsagt margir átt við að finna upp mótor í þeim tilgangi að létta manninum starf í verksmiðjum og víðar,. en orð- ið að víkja fyrir gufuvélinni. Árið 1801 rofaði þó aftur til; var þá Frakkinn d’Humbersin að eiga við sinn tvívirka gasmótor. Áríð 1838 notaði maður nokkur kolvetni sem eldsneyti fyrir sinn mótor, en fyrsti nothæfi mótor- inn sá dagsins ljós árið 1860. Var það gasmótor Etienne Len- oirs. Etienne Lenoirs var þjónn að atvinnu og af belgiskum ætt- um. Notaði hann ljósgas bland- að lofti, og sem kveikitæki, raf- magnsneista. Árið 1863 setti hann mótor sinn í farartæki, sem náði um 15 km. hraða. Á heimssýningunni í París 1867 vakti þessi mótor sétstaka at- hygli. Árið 1864 stofnsettu tveir menn vélaverkstæði í Köln; voru það verkfræðingur þar í borg, Eugen Langen að nafni, og ung- ur Rínarkaupmaður, Nikolaus August Otto. Er talið, að upp- haf mótorfræðinnar hafi orðið til með byggingu mótors þeirra, sem kallaður var „Nýi-mótor Ottós,.“ og er fæðingarvottorð hans talið vera línurit það, sem er frá 9. maí 1876, og auglýst var á heimssýningunni í París árið 1878 sem stærsta uppgötv- un, síðan á dögum James Watt. Sá mótor var byggður með þeim vinnuhring fjórgengisvéla, sem heimurinn þekkir í dag; fjórum bulluslögum. En þeir félagar höfðu áður fengið gullverðlaun fyrir mótor, sem þeir áttu á heimssýningunni í París árið 1867. Þeirra mótor var spar- neytnari og álagshæfari en mót- or Etienne Lenoirs, enda þótt mótor hans hafi veríð veitt sér- stök athygli á þeirri sýningu eins og fyrr getur. Á þessu ári eru 100 ár frá því að Eitenne Lenoir kom með fyrsta bílinn á götu í París, og ók með 15 km. hraða með mótor sínum, sem þjappaði eldsneytis- blöndunni lítið eða ekkert saman. Litla verkstæðið þeirra Eug- ens og Ottos var flutt nokkrum árum eftir stofnun þess yfir á hægri bakka Rínar, í námunda við Deutz, og var þá farið að smíða bíla og setja mótora í þá. Árið 1930 var svo litla verk- stæðið þeirra sameinað „Masch- inenbauanstalt Humbolt A.G.“ Árið 1936 varð svo samsteypan enn stærri og hét þá „Der Hum- bolt-Deutz-Motoren A.G..“ Á þýzka safninu í Miinchen er marmaraskjöldur í heiðurssal safnsins, og er Nikolaus August Otto þar talinn fæddur í Holz- hausen, 10. júní 1832 og dáinn í Köln 26. jan. 1891. Mótorar hans, sem þjöppuðu saman elds- neytisblöndunni, grundvölluðu mótorfræði veraldarinnar. •— Klöckne-Humbolt Deutz A.G. heldur uppi heiðri þessa manns með auglýsingum. Voru mótorar þeirra félaga framleiddir í y2, 1, 2, 4, 6 og 8 hestöflum. Árið 1881 byggði Gasmotoren-Fabrik Deutz mótor upp að 100 ha. Dr. Rudolf Diesel, sem há- þrýstimótorinn,, „dieselmótor- inn,“ heitir eftir, er fæddur í París 18. marz 1858. Faðirhans var leðurkaupmaður í Augsburg í Suður-Þýzkalandi. Rudólf Die- sel ólst upp í París og gekkþar í barnaskóla. Síðar hlaut hann framhaldsmenntun í Þýzkalandi. Eftir að hafa lokið prófi frá tækniháskólanum í Miinchen, sem var bezta próf, er nokkru sinni hafði verið tekið við þann skóla frarn að þeim tíma,. fór hann út í framkvæmdalífið og vann um árabil við ís- og kæli- vélar. — En Diesel komst að því á stúdentsárunum að vélar, svo sem gufuvélin og gas- vélar, sem þá voru farnar að þjóna manninum víðs vegar, voru yfirleitt eyðslusamar, þar sem gufuvélin notaði aðeins 6- 10% af hita þeim, sem eldsneyt- ið innihélt, og gasvélar um 23% VÍKINGUR 184

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.