Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1965, Blaðsíða 32
JOSSE SKANING: UGLAN Uglan er hin sögulega ímynd vizkunnar. Ég hitti uglu í mannsmynd ár- ið 1946 í skozka bænum Aber- deen. Það var snautt um mat 1 Bretlandi í þá tíð. Kolaskortur, lítið um wisky, vindlinga og ann- að tóbak, og ekki var um að ræða nema einn einasta „sjúss“ á hverjum veitingastað. Við komum til Aberdeen frá Antwerpen á Stokkhólmsbátnum „Margot.“ Ég labbaði mig á land og inn á fyrstu bjórstofuna, sem ég rakst á. Pantað einn wisky og svo annan. „Heyrðu kunningi,“ sagði skozki barþjónninn. „Veiztu ekki, að einn drykkur er hámarkið." „Afsakið, get ég þá fengið glas af bjór. Ég tók upp Camelsíga- rettu. Barþjónninn varð forvitinn á svip. „Áttu mikið af þessari vöru?“ „Nægilega mikið fyrir mig,“ svaraði ég drýgindalega. „Færðu mér nokkur stykki.“ Eg skrapp um borð og náði í eina lengju. — „Hvað viltu fá fyrir hann? „Einn wisky fyrir pakkann,“ svaraði ég. „Samþykkt,“ svaraði Skotinn og ég var nógu heimskur til að afhenda honum lengjuna. Þegar ég hafði fengið fjóra drykki, var ég kominn það vel í kippinn að mig langaði ekki í meir, og ég sagði við Skotann: „Nú eru sex drykkir eftir og þá geymi ég mér til morguns." Barþjónninn gleiðbrosti. „Ekki aldeilis vinurinn, þess- um sex skaltu skutla í þig í kvöld.“ Hann hafði fengið lengjuna,og ég tók þá ákvörðun, að heldur en að láta Skotann hirða þá, skyldi ég drekka þá sjálfur, hvað ég, til allrar bölvunar og gerði. Annað heimskuparið það kvöldið! Þegar ég hafði tæmt síðasta glasið, var ég kominn á stig ó- minnis og rankaði ég fyrst við mér morguninn eftir í „kjallara“ borgarinnar. Klukkan tíu var ég svo færður í réttarsalinn og settur á bekk með öðrum ákærðum. Dómarinn var kominn í sæti sitt. Hann hafði furðulegasta nef, sem ég nokkru sinni hefi augum litið. Það var hátt, hvasst og ívið bogið. Á þessu nefi hengu gullspanga- gleraugu, en á höfðinu bar hann fornfálega hárkollu. Ásýnd hans var svo lík uglu, að ég átti bágt með að skella ekki uppúr, — og var mér þó ekki hlátur í huga. — Réttarverðirnir voru flestir búsnar kellingar, sem augsýnilega höfðu réttlætið sín megin. Dómarinn hóf nú starf sitt. Hamarinn skall í borðið: „Þögn.“ Fyrsti sökudólgurinn var Iri frá fríríkinu Eire. Eldrautt hárið bar líka með sér þjóðernið. Hann var með bítlahár niður undir herðar. Skítug skyrtan, gauð- rifnar buxur og skakkir skóræfl- ar báru auðnuleysinu órækan vott. Leynilögreglumaður ávarpaði „ugluna.“ — „Þessi náungi hefir leikið lausum hala hér í Aberdeen um lengri tíma, vinnur aldrei ærlegt handtak, gengur hér um, ýmist betlar eða hnuplar, þegar færi gefst. 1 gærkveldi gripum við hann, þegar hann var að laumast með pakka, sem hann hafði stolið á bjórstofu. Nú var honum gefinn kostur á að verja mál sitt. Hr. dómari, ég stal aldrei nein- um pakka, ég tók hann aðeins til geymslu. — Eigandi pakkans er gamall félagi minn.“ „Það var og,“ sagði dómarinn. „Hvað heitir hann?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði írinn. — Jæja,“ sagði dómarinn, — gamall vinur þinn og þú veizt ekki hvað hann heitir? „Svo ert þú ákærður fyrir að ganga um og betla og hnupla við tækifæri.“ „Það er algjör misskilningur, hr. dómari, þetta er tvíburabróð- ir minn; við erum svo líkir í sjón, að allir villast á honum og mér. Hann gengur hér um og fremur ýmsa óknytti, — og svo er mér kennt um alltsaman.“ VÍKINGUR 202

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.