Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 2
Nýlega fóru fram ráðherraskipti. Lét utanríkisráðherra, Guðm. í Guð- mundsson, af störfum. Við starfi hans tók Emil Jónsson fyrrum sjávar- útvegsmálaráðherra. En Eggert Þorsteinsson var skipaður sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra í stað Emils. Eggert hefur um langt skeið verið alþingismaður fyrir Reykjavík. Hann hefur starfað mikið að málefnum launþega og getið sér góðan orðs- tír fyrir margþætt störf sín á því sviði. Með langri setu sinni á Alþingi hefur Eggert kynnst sjávarútvegsmál- um, þá er hann alinn upp í siávarþorpi, sem auðveldar honum að skilja sjónarmið útgerðar- og sjómanna. Eggert er rétt fertugur að aldri. Hann er fyrsti ráðherrann, sem kemur beint úr röðum verkalýðshreyfingarinnar. Ber að fagna þvi, og óskar VÍKINGURINN honum farsældar í vandasömu starfi. Alþýðusamband Islands einn mann. Sjómannasamband Islands einn mann. Á svipaðan hátt starfar Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, en verkefni hennar skulu vera. 1. Rannsóknir á hráefnum og framleiðslu fiskiðnaðarins til þess að tryggja fyllstu nýtingu hráefnanna og gæði afurðanna. 2. Aðstoð og leiðbeiningar við fiskiðnaðinn við undirbúning og bygging fiskiðjuvera og val véla og tækja til fiskiðn- aðar. 3. Kynning á nýjungum í fiskiðn- aði, tækjum og vinnsluaðferð- um og prófun á gagnsemi þeirra. 4. Nauðsynleg rannsóknaþjónusta við fiskiðnaðinn. 5. Námskeið fyrir matsmenn, vél- stjóra og verkstjóra í fiskiðn- aðinum. 6. Kynning á niðurstöðum rann- sóknanna í vísinda- og fræðslu- ritum. Ráðgjafarnefnd þessarar stofn- unar er skipuð fulltrúum eftirtal- inna samtaka: Fiskifélagi íslands, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Félagi íslenzkra fiskimjölsfram- leiðenda, Sambandi ísl. samvinnufélaga, Síldarút ve gsnefnd, Samlagi skreiðarframleiðenda, Sölusambandi ísl. fiskframleið- enda, Félagi fiskniðursjóðenda. Sjómannasambandi Islands, Alþýðusambandi Islands, Stéttarsambandi fiskiðnaðarins, Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands. Hér er um víðtækt samstarf vís- indamanna, atvinnurekenda ogsjó- manna að ræða, sem fyllsta ástæða er til að fagna. Vonandi ber öllum þessum aðilum gæfu til að vinna saman í einhug að þessum málum. Sjávarútvegur mun vafalítið verða aðalatvinnuvegur okkarum langa hríð. Gernýting aflaðra hráefna hafsins innanlands er orðin aðkallandi og heildarstjórn á tæknibúnaði og veiðifram- kvæmdum er nauðsyn með sparn- að og fullkomna nýtingu fyrir augum. Hin öra fólksfjölgun í landi okk- ar krefst þess, að núverandi at- vinnuvegir séu sem bezt nýttir, samfara því að stöðugt sé leitað nýrra úrræða um fjölgun atvinnu- veganna. Með lögunum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna hefur horn- steinn að bjartari framtíðarmögu- leikum verið myndarlega lagður. Vonandi uppskerum við eins og til er sáð. 206 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.