Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 16
 '®SR Úr kennslustund í siglingafrœSi — sjókortin. Þessi fyrsti árgangur skólans stóð sig með ágætum og fengu 3 menn ágætiseinkunn, en allir aðr- ir 1. einkunn. Ágætiseinkunn hlutu: Hörður Elíasson 173 stig eða 7,52, Sævald Pálsson 172% stig eða 7,51, Kolbeinn Ólafsson 7,38 í meðal- einkunn. Aðrir sem útskrifuðust voru: Benedikt Sigurðsson Jóhann Guðjónsson Einar Guðlaugsson Kristján S. Guðmundsson Georg Stanley Aðalsteinsson Már Lárusson Stefán Jón Friðriksson Valbjörn Guðjónsson Willum Pétur Andersen Guðjón Aanes Hólmar Albertsson Meðaleinkunn bekkjarins var 6,76, en hæst er gefið 8. Skólastjóri er Guðjón Ármann Eyjólfsson og er hann jafn- framt aðalkennari í siglingafræði og tungumálum. Fastur kennari við 1. bekk var ráðinn Steingrímur Arnar stýri- maður, en aðrir kennarar skólans voru ráðnir sem stundakennarar: Eiríkur Guðnason kennari í ís- lenzku. Magnús Magnússon, símstöðv- arstjóri, í meðferð loftskeyta og lórantækja. Brynjólfur Jónatansson raf- virkjameistari, í radar- og f iskileitartæk j um. Sverrir Bergmann læknir, í heilsufræði. Júlíus Magnússon frkvstj., í bókfærslu. Magnús Magnússon og Ingólf- ur Theodórsson, netagei’ðar- meistari í verklegri sjó- vinnu. Birgir Helgason verksmiðju- stj., í vélfræði. Jón Óskarsson, fulltrúi bæjar- fógeta, í sjórétti. Guðmundur Sigurmonsson í- þróttakennari, í íþróttum. í skólanum hefur verið lögð á- herzla á tækjakennslu og viðgerð- ir veiðarfæra. Kennsla í siglinga- fræði, tungumálum og öðrum greinum er þó að sjálfsögðu hin sama og verið hefur undir hið meira fiskimannapróf. Á liðnum vetri voru 4 tímar á viku kennsla í meðferð siglingar- og fiskileitartækja og var bætt heilum kafla um þessi efni í próf- reglugerð fyrir stýrimannaskól- ana: Voru prófkröfur í meðferð og notkun nýrra siglingar- og fiski- Ieitartækja þessar: „Nemendur þekki stillingar á öllum þeim tækjum, sem á hverjum tíma kunna að vera í skólanum og bæt- ast mega í fiskiskipaflota lands- manna. Þekking á öllum stilling- um ratsjár. Kunna skil á sýndar- hreyfingu og hraða skipa í ratsjá (kunna plott), kunna að víkja eftir ratsjá. Þekking á öllum still- ingum fiskileitartækis (Simrad), * þekking á öllum stillingum dýpt- armælis (Atla-Pelikan), þekking á öllum stillingum Loran-tækis, kunna að taka staðarákvörðun - með Loran-tæki og setja út í sjó- kort. Þekking á öllum stillingum Ijósmiðunarstöðvar (Koden) og geta tekið staðarákvörðun með VÍKINGUR 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.