Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 14
Stýrimannaskóli Vestmannaeyja ORÐINN YERULEIKI Brei'öablik, aðsetur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Á síðastliðnu hausti varð að veruleika gömul hugsjón ís- lenzkra sjómanna að eignast stýrimannaskóla utan höfuðstað- arins. Auðvitað var það sérstakt á- hugamál sjómönnum hér í Vest- mannaeyjum að fá fullkominn sjómannaskóla hingað í stærstu verstöð landsins. í ágætri grein í fyrsta viku- blaði Vestmannaeyinga, — „Skeggja," birtist 24. ágúst 1918 ágæt hugvekja um sjómanna- fræðsluna og nauðsyn á nám- skeiði fyrir stýrimenn. Þar segir m.a.: „Látið nú á sjá að ykkur sé kappsmál um að leita frekari þekkingar, en þeirrar, sem barna- skólar bjóða. Námskeið þetta get- ur orðið mikils vísir til frekari framkvæmda um menntun sjó- manna. Takmarkið er góður sjó- mannaskóli í Vestmannaeyjum. Keppum að því marki.“ í sömu grein segir ennfremur: „Sjómannafræðin sjálf verður auðvitað að skipa öndvegi á slíku námskeiði, en þörf er einnig fyr- ir fleira. Bifvélafræði er bráð- nauðsynleg námsgrein og sjá menn það æ betur og betur. Sjómönnum hér getur verið hið mesta hagræði að því og enda bráðnauðsynlegt að kunna ensku og dönsku o. fl. tungumál. Sam- neytið við útlenda siglingamenn er það mikið.“ Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Verðandi hefur um fjölda ára barizt fyrir þessu málefni og oft hefur verið minnzt á það á S j ómannadaginn. Þessi grein og vakning í Skeggja hafði þau áhrif, að stýrimannanámskeið var haldið haustið 1918, og upp frá því voru haldin hér námskeið nokkuð reglulega á hverju ári fram til 1940, en fór síðan fækkandi, og voru lögð alveg niður á tíma til mikils tjóns og óhagræðis fyrir sjómannastéttina, en árið 1957 var samþykkt breyting á lögum um atvinnu við siglingar á þann veg, að tekið var upp hið minna fiskimannapróf, sem veitti rétt- indi upp að 120 rúmlestum, og skyldi kennsla til þessa prófs fara fram á 4 stöðum utan Reykja- víkur. Voru haldin síðan haustið 1957 5 námskeið (hið síðasta árið 1964) hér í Eyjum á vegum Stýri- mannaskólans í Reykjavík og út- skrifaðir um 90 menn með hið minna fiskimannapróf. Hafa því hundruð sjómanna hlotið fræðslu á þessum námskeiðum, en með stækkandi flota fullnægðu þau ekki lengur kröfum tímans og því var svo mjög tímabært að fá hér fullkominn skóla. Meðal þeirra, sem veittu námskeiðum þessum forstöðu og kenndu voru: Sigfús Scheving, Friðrik Steinsson, Páll Þorbjörnsson, Friðrik Ásmunds- son, Guðmundur Petersen, Ang- antír Elíasson og Ármann Eyj- ólfsson, sem veitti síðasta nám- skeiðinu forstöðu. Á fyrsta námskeiðinu, haustið 1918, fór kennsla fram í bama- skólahúsinu, á kvöldineftirvinnu- tíma. Próf var tekið á Þorláksmessu og segir svo um það í frétt í Skeggja 8. janúar 1919: „Próf fór fram í sjómannadeild unglingaskólans á Þorláksmessu síðastliðið. Undir prófið gengu 5 nemendur, en 3 urðu að sleppa því sakir forfalla í veikindum (spænska veikin). — Þessir tóku próf: Árni Þórarinsson . . 35 stig Guðl. Brynjólfsson 35 — Guðm. Helgason .. 35 — Guðni Sigurðsson . 34 — Peter Andersen .. 35 — VÍKINGUE 218

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.