Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 15
Skólastjóri og kennarar Stýrimannaskólans ásamt jyrstu nemendum, er útskrijast úr skólanum. Milli 10 og 20 menn gengu í unglingaskólann til að búa sig undir nám í sjómannafræði, en höfðu ekki fullnægt þeim skilyrð- um, sem sett eru fyrir því að fá að taka próf (ekki verið nógu lengi á stóru skipi eða formenn og sumir ekki náð fullum aldri). Vonandi er að kennsla í þessari grein verði fremur aukin en úr henni dregið næsta vetur.“ Kennari í námskeiðinu var Sig- fús Scheving í Heiðarhvammi, sem síðan kenndi á stýrimanna- námskeiðum í fjölda mörg ár við góðan orðstír. Lög um Stýrimannaskólann í Vestm.eyjum voru samþykkt frá alþingi 18. des. 1964. Bæjarstjórn og skólanefnd hafa sýnt mikinn skilning og áhuga á skólanum og búið hann öllum nýjustu tækjum. Er skólinn nú VÍKINGUR búinn eftirtöldum siglinga- og fiskileitartækjum: Decca ratsjá, Koden-1 j ósmiðunarstöð, Simrad-fiskileitartæki, Atlas-dýptarmæli, Lorantækjum, Rammamiðunarstöð (venjuleg). • Auk þessara tækja hefur skól- inn að sjálfsögðu verið búinn öll- um þeim töflubókum, merkjabók- um, handbókum og sjókortum, sem nauðsynleg eru við kennsl- una. Einnig hefur skólinn eign- azt mjög merkilega og nauðsyn- lega alfræði-orðabók — Encyclo- pædia Britannica. Skólinn á nú 6 sextanta og eru það allt gjafir frá velunnurum skólans. 1 tækjasjóði skólans eru nú um 50,000 kr. Hefur það fé verið gefið af 2 aðilum: hjónun- um í Gerði, Stefáni og Sigur- finnu, og Slysavarnardeildinni Eykyndli. I verðlaunasjóði eru 5000 kr., gefið af Friðfinni á Odd- geirshólum og konu hans, Ástu. Fyrsta starfsári skólans lauk, er skólanum var slitið að Breiða- bliki 11. maí s.l. Voru þá útskrif- aðir 15 stýrimenn með stýri- mannsréttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem er — hinu meira fiskimannsprófi. Prófdómarar í siglingafræðum voru Árni E. Valdimarsson, sjó- mælingamaður og skipstjóri, sem jafnframt er prófdómari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, og Páll Þorbjörnsson, sjódóms- maður hér, en formaður próf- nefndar var JónHjaltason,hæsta- réttarlögmaður. 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.