Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 19
\ t Sextanta hafa eftirtaldir aðil- ar gefið skólanum: Angantýr Elíasson skipstjóri, 1 stk. Einar Guðmundsson skipstjóri frá Málmey, 1 stk. Sigurgeir Ólafsson, 1 stk. Elías Gunnlaugsson frá Gljá- bakka, 1 stk. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Verðandi gaf áttavita. Þá gaf Jóhann Pálsson útgerð- armaður heit um kr. 50.000 til skólans, þegar hornsteinn að byggingu Stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum yrði hafinn. Þessar gjafir tala skýrustu máli og segja meira en mörg orð hverja þörf Vestmannaeyingar hafa álitið að væri að fá mennta- stofnun í bæinn fyrir sína vösk- ustu syni. * ÞaS var á geSveikrahælinu að einn sjúklinganna reyndi að sannfæra gæzlumanninn um að hann væri Napóleon. — Hver hefir sagt þér að þú sért Napóleon? spurði gæzlumaðurinn. — Það hefir guð sagt mér. — Það er haugalygi, það hef ég aldrei sagt, hrópaði annar sjúkling- ur bálvondur. HÖPUM VARAHLUTI OG VEITUM VIÐGERÐARÞJÓNUSTU FYRIR BRYCE olíuverkin Aðalumboðiö S. Stefánsson & Co. h.f., Garðastræti 6 Sími 15579 SJÓMAMASTOFA opnuð í Neskaupstað Þann 19. júlí s.l. var hið fegursta sumarveður í Neskaup- stað. Fjörðurinn speglaðist í lognværðinni, sem rofin var af ysi og þysi frá söltunarplönunum, sem öll höfðu nóg verkefni þenn- an dag við að koma silfri hafsins í tunnur fyrir Svíana. Neskaupstaður, sem bæði er hreinlegur og vinalegur bær, hefur sína sérstöðu umfram hina Austfirðina, en það er land- rýmið uppi af mynni fjarðarins, sem í framtíðinni verður þungt á metaskálunum. Fyrir sjómannastéttina er þetta merkisdagur, því þennan dag var opnuð í Neskaupstað Sjómannastofa. Bæjarstjóm Neskaupstaðar ásamt fréttamönnum voru við- staddir er bæjarstjórinn, Bjarni Þórðarson, tók Sjómannastof- una í notkun, lýsti starfsreglum hennar og fól hana í forsjá tveggja forstöðukvenna, þeirra: Kristrúnar Helgadóttur og Ragnheiðar Sveinsdóttur. Húsakynni þau, er Sjómannastofan er nú í, voru áður bama- skóli og síðar bæjarskrifstofur. Eru þetta tvær stórar og vist- legar stofur. Mun önnur þeirra ætluð aðallega fyrir skriftir og lestur og þar liggja frammi dagblöð, tímarit og ókeypis bréfs- efni, en í hinni er knattborð og einnig verða þar töfl, spil o. s. frv. Stofurnar eru vel lýstar með neonljósum og veggir prýddir Ijósmyndum og málverkum. Sjómenn geta látið senda bréf sín Sjómannastofunni Neskaupstað og mun hún sjá um, að þau komist rétta boðleið. Símaþjónusta verður veitt, og hefir til þess verið komið upp sérstökum símaklefa. Kaffi, te og mjólk verður selt vægu verði, sælgæti og tóbak á búðarverði. Við opn- unina afhenti Kristrún Helgadóttir gjöf til Sjómannastofunnar, mjög fallega veggklukku og loftvog, til minningar um föður sinn, Helga Flóventsson frá Húsavík. Allur kostnaður við Sjómannastofuna og rekstur hennar verður greiddur af bæjarsjóði Neskaupstaðar. Fyrst um sinn verður Sjómannastofan opin frá kl. 13—23.30 á kvöldin, nema á laugardögum, en þá er reiknað með að hún verði einnig opin fyrir hádegi. Bæjarstjóm Neskaupstaðar á sérstakar þakkir skilið fyrir þetta fiamtak, sem verður vel þegið og metið af sjómönnum. Þetta verður vonandi einnig til þess að önnur sjávarpláss á Austfjörðum taki sér Neskaupstað til fyrirmyndar og verði búin að koma upp hjá sér Sjómannastofum fyrir næsta sumar. Við hjónin vorum svo heppin að verða fyrstu gestirnir í Sjó- mannastofunni og þökkum við forstöðukonunum ánægjulegt rabb og greiða. G. H. O. VÍKINGUE 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.