Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 3
NETIN OG NÚTIN
Mikið hefur verið rætt og rit-
að um skaðsemi þorsknótarinnar
undanfarið og eru skoðanirþeirra
manna, sem um það hafa fjallað,
flestar á einn veg, að þorsknótin
sé drápstæki, sem ætti að banna
með lögum og því fyrr því betra.
Rök fyrir þessum skrifum eru
svo til engin, og þeir menn, sem
mest tala um þessimáþhafamjög
takmarkaða þekkingu á þessu
veiðarfæri, að ekki sé meira sagt.
1 grein, sem birtist í Fylki 2.
apríl síðastliðinn, og nefnist
„Hvað er til ráða?“ er sagt að
nótin rótist í svifi og hrognum á
botninum og skafi upp ýsuna,
eyðileggi önnur veiðarfæri og lát-
ið er liggja í orðunum, að nótin
sé jafnvel að skafa burtu sumar-
atvinnuna hér í Eyjum. Einnig
er sagt í þessari grein, að ekki sé
takandi mark á fiskifræðingum
okkar, sem um þetta hafa f jallað.
Þetta finnst mér nokkuð stór
orð, því einmitt um þær mundir,
sem grein þessi birtist eru tveir
af þessum mönnum sæmdir ridd-
arakrossi fyrir störf sín í þessum
málum.
Einnig er á bent, að fiskurinn
sé fældur burtu með rafneista frá
fiskleitartækjum. Þessi tæki eru
bergmálsdýptarmælar, og sagði
Jakob Jakobsson frá því í fróð-
legu erindi í útvarpið í vetur, en
þar átti hann við síldina, að þessi
tæki sendu á allt annarri tíðni en
síldin yrði vör við og taldi hann
það fullsannað, að hún styggðist
ekki af völdum tækjanna, og
reikna ég með að hið sama sé
upp á teningnum með þorsk og
ýsu. Þá hefur verið á það bent,
að þorsknótin sé jafnvel meiri
botnskafa en trollið, en slíkt er
mjög mikil fjarstæða. Segja and-
stæðingar nótarinnar, að nótinni
sé kastað í minna en hálfmána og
sé síðan bakkað á fullri ferð með
allt draslið um langan veg. Stað-
reyndin er hinsvegar sú, að nót-
VÍKINGUR
inni er kastað nokkurnveginn í u
og síðan bakkað með rólegri ferð
á meðan snurpað er til þess að
báturinn dragist ekki inn í miðja
nót, og er naumast hægt að segja
að nótin dragist nokkuð sem heit-
ir. Ég veit t. d., að einn af okkar
mestu aflamönnum, Þorsteinn
Gíslason, á m/b Jóni Kjartans-
syni mældi þetta í vetur í mjög
miklum straumi, en hann hefur
mest áhrif á ferð nótarinnar, og
reyndist nótin dragast aðeins um
200 m. á meðan verið var að
snurpa.
Einnig hafa menn talað um, að
möskvi þessara nóta sé það smár,
að hún drepi allt ungviði líka. Það
er að vísu rétt, að nætur þær,
sem settar hafa verið upp fram
að þessari vertíð, hafa verið með
smáan riðil, en þær nætur, sem
settar hafa verið upp fyrir þessa
vertíð eru allar með riðil 11,5 á
alin. Eldri nætumar, sem voru
með 16 á alin, eru ekki meiri
drápstæki en til dæmis humar-
varpan, þegar hún er sett í sjó,
þar sem eitthvað ungviði er og
ætti þá alveg eins að banna hana
og smáriðnu nætumar. Annars
er það sama hvað sagt er um
þessi mál. Ég held því fram, að
nótin sé sízt verri fyrir ungviðið
en troll og snurvoð. Nótaveiðinni
lýkur í kringum 10. maí, en troll
og snurvoð eru að skafa botninn
allt sumarið og skemma því að
líkum það, sem er að vaxa frá
síðasta klaki. Ég vil svo leggja
eitt stórt dæmi fram til þessara
manna, segjum sem svo, að nótin
yrði bönnuð, þá mundu allir þess-
ir bátar eða mestur hluti þeirra
fara á net. Þessir minni bátar,
sem nú eru á netum, hafa leyfi
til samkvæmt lögum að hafa sex
trossur í sjó miðað við 10 manna
áhöfn, og svo eina trossu á hvem
mann fram yfir 10 menn, en eins
og allir vita voru þessi lög ein-
göngu sett til þess að brjóta þau.
Á stóru bátunum eru 13—15
menn á skipi og mundi það þýða
9— 11 trossur á bát, en ég léti
mér ekki til hugar koma, að hvert
skip hefði að jafnaði minna en
10— 15 trossur í sjó.
Megin þorri þessara 200 skipa
mundi svo veiða á svæði frá
Reykjanesi að Þrídröngum, sem
er 64 mílna vegalengd og mundi
það þýða að með 10 trossum á
bát að meðaltali mundi dæmið
vera þannig:
I hverri trossu eru að jafnaði
15 net, hvert net er um 30 faðm-
ar að lengd og myndi þá hver
trossa verða um 450 faðmar eða
ca. 900 metrar.
Eitt skip mundi sem sagt vera
með net, sem girti svæði, sem
væri 4,8 sjómílur að lengd, miðað
við 10 trossur og 7,2 sjómílur
miðað við 15 trossur, og mundu
því þessir 200 bátar vera með
net, sem svaraði 900 til 1350 sjó-
mílna vegalengd og svaraði það
til, að ef endar væru lagðir við
Reykjanes og Þrídranga, yrði það
14 föld — 21 föld girðing á þessu
svæði, og held ég, að þá sé betra
að hafa þorsknótina á þessum
bátum en girða þetta svæði með
þessari „víggirðingu.“
Sjómaður.
oooooooooooooooooooooooooo<x>ooooooooo<
VÍKIXGVtt rakst á Jwttsa athygligverðn grein l Xestmanna-
egjablaðinu Í'I FJÍI og tekur sér bessalegft til birtingar á greininni.
ðainframt vill VÍKHVGUR ítreka óskir sinar til sjómanna að skrifa
meira um áhugamál sín í blaðið en þeir nú gera. Tekur blaðið við
öllum greinum er varða sjávarútveg og málefni sjómanna.
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
207