Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 31
 Frá Stýrimaitnafélagi íslands Skrifstofa félagsins verður opin, fyrst um sinn, á mánud. miðvikud. og föstud. frá kl. 17—19. form. Sigfús Scheving frh. af bls. 227 bróður sínum og föður. — Hafði hann formennsku á honum fram yfir 1930. Eftir það hætti Sigfús sjómennsku og gerðist forstjóri fyrir Olíusamlagi Vestmannaeyja. Það skal tekið fram að Sigfús setti á stofn Sjómannaskóla í Eyjum. Það mun hafa verið um 1920 og er það sá fyrsti þar. tJr þessum skóla fengu menn rétt- indi á 30 tonna bát, sem síðar voru hækkuð. Þessum skóla veitti Sigfús forystu í fjölda ára. Sig- fús var talinn prýðiskennari. Benóný Friðriksson frh. af bls. 226 landsþekktur maður fyrir sína formannshæfileika. Hann hefur verið formaður í 40 ár. t MINNING: BJ4RIMI 8TEFÁIMSSOIM fyrrv. skipstjóri Fæddur 3. sept. 1894 — Menn koma og fara, menn sofna og menn vakna, en eitt verður ekki umflúið, að vöku okk- ar á þessari jarðkringlu endar með svefninum langa. Menn hrökkva oft við þegar tilkynnt er andlát kunningjans, og sérlega þeirra er tugir ára standa á bak við gróinn kunn- ingsskap. Það er viss lífshamingja og styrkur í því að kynnast góðum dreng, en slíkur var Bjarni. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um það bil 28 árum, er und- irbúningur var hafinn að stofnun sjómannadagsins, en hann var þar fulltrúi fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur, og síðar gjaldkeri Sjómannadagsins í 10 ár og ynti það starf af hendi með trúnaði og kostgæfni og lagði fram óeigin- gjarnt starf fyrir sjómannasam- tökin. Bjarni var víðlesinn og hafði yndi af góðum bókum, mér fannst hann stundum hlédrægur, en málafylgjumaður mikill og öruggur í sínum málflutningi. Skemmtilegur við ýmis tækifæri og þá hrókur alls fagnaðar. Oft komu fyrir atriði til úr- lausnar er þurftu glöggrar yfir- vegunar og menn þá ekki á einu máli, hvernig ætti að leysa vand- ann, lagði hann þá stundum til, að við skyldum hvíla okkur á við- fangsefninu, safna kröftum og vita hvort við yrðum ekki vitrari á morgun. Við áttum oft tal sam- an um ýmis félagsmál og var Dáinn 26. ágúst 1965 Bjarna ekki að skapi að taka end- anlegar ákvarðanir fyrr enn hann taldi sig vera búinn að fá alhliða yfirsýn yfir það verkefni er fyrir lá hverju sinni og sagði hann mér eitt sinn, að eftir að hafa lesið sögu Abrahams Linc- liolms, hefði það nokkuð mótað skoðun sína, að það gæti oft ver- ið óheppilegt að taka of skjótar ákvarðanir. Af háttvísi Bjarna og hans þöglu yfirsýn, gat maður margt lært. Ég vil svo persónulega og fyr- ir hönd stjórnar Fulltrúaráðs sjómannadagsins, þakka honum samstarfið, og vottum við að- standendum hans hluttekningu og samúð. G.H.O. VÍKINGUR 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.