Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 9
Mýrdœlskir sjómenn, sem bjargað var til Vestmannaeyja áriS 1941. ur. Reyndist það og rétt til getið. Brimið jókst stöðugt og voru mikil sog og ólga við drangana. Annars var veður gott, en var að ganga í sunnan- átt, og ef hann hvessti mikið úr þeirri átt, þá var úti um okkur. Nú fór nóttin í hönd, dimm og löng. Við töldum víst að Þorsteinn vitavörður myndi hafa auga með okkur. Það reyndist rétt, því þá er dimma tók, gaf hann okkur ljósmerki uppi á Dyrhólabjargi. Svör- uðum við í sama, og þannig höfðum við samband alla nóttina okkar á milli. Verstur var kuldinn við að eiga, en við héldum á okkur hita með því að róa stöðugt í hring innan við dranginn. — Þegar klulckan var að verða fjögur, sáum við ljós í vestri, var það grunnt að sjá. Þarna var hjálpin að koma. Rérum við nú frá Dröngunum og í veg fyrir skipið. Höfðum við ljóskerið uppi bundið í ár. Nálgaðist nú bjargvætturinn óðum, og leið ekki á löngu þar til kominn var til okkar vélbáturinn ,,Baldur“ frá Vestmannaeyjum, sendur af Slysavarnafélagi ís- lands okkur til bjargar. Formaður á honum var Haraldur Eiríksson. Var okkur nú boðið um borð 26 að tölu, en bát- urinn bundinn á síðu „Baldurs." Var svo haldið til Vestmannaeyja. Gekk það allt að óskum, og VÍKINGUR komum við þangað um klukkan 10 um morguninn. Þar á bryggjunni stóð þrekinn maður og nokkuð við aldur. Var þar kominn Gunnar Ólafsson, kaup- maður og útgerðarmaður. Hann mælti svo til okk- ar: „Nú komið þið allir með mér Skaftfellingar mín- ir.“ Að svo mæltu tók hann forustu fyrir hópnum og hélt með okkur upp í Sjálfstæðishús þeirra Eyjamanna. Þáðum við þar hinar höfðinglegustu góðgerðir. Að því loknu var farið að ráðgast um, Qi unnar hvernig við komumst til lands. Olíuskipið „Skelj- ungur“ lá þarna í höfninni og átti að fara til Reykjavíkur síðari hluta dags. Varð það að ráði að við fengum að fara með því. Kvöddum við svo Vestmannaeyinga með þakklát- um huga. Nú var haldið til Reykjavíkur með Skelj- ungi, skipstjóri var Magnús Kjæmesteð, en stýri- maður Brynjólfur Kjartansson. 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.