Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 24
Úr fundargerð Öldunnar
Guðm. H. Oddsson tók saman
Fundur, 12. júlí 1923.
Þá voru teknir inn 9 félagsmenn
frá Stýrimannafélaginu Ægi, sem
áður var samþykkt. 7 nýir félags-
menn sóttu um upptöku í félagið og
voru þeir allir mættir. Voru skil-
ríki þeirra rannsökuð og þeim öll-
um veitt upptaka í félagið. Lögð var
fram af Jóni Bergsveinssyni fund-
argjörð og tillaga fyrir hönd nefnd-
ar þeirrar, sem kosin var af hálfu
Öldunnar til að ræða við Vélstjóra-
félag íslands. Til máls tóku allir
nefndarmennirnir, og voru hvetj-
andi því, að myndaður yrði félags-
skapur millum þessara félaga, til
samvinnu á málum, er snerta þessi
félög, og til að halda uppi sameigin-
legum rétti þessara félagsmanna.
Kosin 3ja manna nefnd til að út-
búa reglugerð fyrir þennan félags-
skap, sem síðar yrði lagt fyrir
fundi í báðum félögunum.
Samþykkt tillaga um að fela
stjóm Öldunnar í samráði við
Fiskifélag íslands, að rannsaka sem
fyrst, hvort stýrimenn og skipstjór-
ar á skipum á norður- og vestur-
landi, hefðu fullan rétt til að vera
yfirmenn skipa og einnig verði rann-
sakað, hvort öll skip, sem nú sigla
undir íslenzkum fána hafi löglega
hér á landi.
Fundur, 20. nóvember 1923.
Samþykkt að taka á leigu fundar-
sal verzlunarráðs og hafa þar fundi
einu sinni í viku á hverjum þriðju-
degi, annar hver fundur verði
skemmti- og spilafundur. Húsa-
leigan er 15 krónur fyrir hvem
fund. Skýrt var frá tilraunum þeim,
sem Matthías Þórðarson hefur gert
á sölu á saltfiski á smáum umbúð-
um, og sem hann nú hefur fengið
einkaleyfi fyrir erlendis. Sala þessi
hefur gengið vel þann stutta tíma,
sem hún hefur verið reynd.
Fundur, 18. desember 1923.
Tillaga kom fram frá Geir Sig-
urðssyni: „Skipstjórafélagið Aldan
skorar á þing og stjórn, að veita
svo fljótt sem auðið er, fé til bygg-
ingar fullkomins landtökuvita við
suðurströnd landsins, á svæðinu frá
Dyrhólaey að Meðallandstöngum.“
Samþykkt samhljóða.
Aðalfundur, 15. janúar 1924.
Formaður: Jón Bergsveinsson.
Ritari: Jón Árnason.
Gjaldkeri: Kristinn Magnússon.
Styrktarsjóður kr. 16.246.31.
Kristján Bergsson skýrði frá, að
mörg skip er stundað hefðu síld-
veiðar fyrir Norðurlandi síðastliðið
sumar og væm talin íslenzk eign og
undir íslenzkum fána, en með engin
íslenzk skilríki. Las hann upp kæru,
er hann hafði ritað síðastliðið sum-
ar til bæjarfógetans á Siglufirði, út
af skipinu „Rolf.“
Fundur, 12. nóvember 1924.
Formaður ræddi um nauðsyn
þess, að auka styrktarsjóð félags-
ins, og urðu það nokkrar umræður,
en engin ákvörðun tekin.
Fundur, 26. nóvember 1924.
Samþykkt að sækja um leyfi til
að halda hlutaveltu, til að efla
styrktar s j óðinn.
Fundur, 10. desember 1924.
Rætt um að gefa minningar-
spjöld til eflingar styrktarsjóðnum.
Sigurður Oddsson talaði um nauð-
syn þess að koma á slysatrygging-
um fyrir félagsmenn. Samþykkt
var, að stjórn Öldunnar talaði við
stjórn Vélstjórafélagsins um sam-
vinnu um að koma á slíkum trygg-
ingum.
Samþykkt að fara þess á leit við
skólastjóra Stýrimannaskólans, að
hann kæmi á fund Öldunnar og
skýrði frá ástandi Stýrimannaskól-
ans.
Fundur, 19. desember 1924.
Samþykkt að skrifa hafnarnefnd
og skora á hana að sjá um, að næg-
ar og upplýstar landgöngubrýr væru
fyrir hendi við hvert skip, er leggð-
ist við uppfyllingu, einnig lausir
stigar.
Rætt um reglugerð fyrir Stýri-
mannaskólann.
Aðalfundur, 14. janúar 1925.
Formaður: Guðmundur Kristjáns-
son.
Ritari: Jón Árnason.
Gjaldkeri: Sigurður Oddsson.
Styrktarsjóður kr. 17.112.47.
Samþykkt að verja kr. 1.500.oo
til kaupa á munum til að koma á
stofn happdrætti fyrir styrktarsjóð-
inn.
Fundur, 22. október 1925.
Lesin upp greinargerð og nefnd-
arálit varðandi minningarspjöldin,
og samþykkt að láta ganga frá
spjöldunum. Formaður gat um, að
stýrimenn á Hellind Brors., vildu
fá réttindi sem á innlendum skip-
um væru. Var því mótmælt, þar sem
ekki væri hægt að lögskrá þá á út-
lend skip sem stýrimenn.
Fundur, 12. nóvember 1925.
Kristján Bergsson hélt fróðlega
ræðu um undirbúning og áhrif
heimskulegra ráðstafanar varðandi
siglingalögin. Var málið mikið rætt
og frestað til næsta fundar.
Fundur, 3. desember 1925.
Hafsteinn Bergþórsson tók fyrst-
ur til máls og skýrði fyrirætlanir
þeirra með nokkrum orðum, sem var
að því er virðist sú, að starfandi
skipstjórar og stýrimenn hefðu sér-
félag meðan þeir væru starfandi á
botnvörpungum, en enginn fengi
inngöngu í þann félagsskap, nema
hann væri félagi í Öldunni. Miklar
umræður urðu um þetta. Eftirfar-
andi tillaga samþykkt:
„Öidufélagið er því meðmælt, að
styrkja og vinna í sameiningu með
VÍKINGUR
228