Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 32
HAUGSNESSBARDAGI 19. APRÍL 1246 Mmnskœðasta orusta íslendinga 1. Þórður kakali kappinn kjörinn var Eyfirðinga höfðingi hetjan ramma. Hann sat á Grund með prýði. Kappann Kolbein eftir, kjörinn var Skagfirðinga höfðingi hann mjög vinsæll hetjan Brandur Kolbeinsson. 2. Megn óvild fljótt magnaðist með Ey- og Skagfirðingum. Kappar Brands því kváðu kátir flimtan, dansgerðir um fylgdarmenn Þórðar frækins. Fjandskapur af því gerðist. Saman söfnuðu liði, síðan Þórður og Brandur. 3. Á Stað sat rekkur ríkur ríklundaður Brandur. Saman liði safnar, sex hundruð talin voru. Þar af veiktust þrjátíu þá strax á Víðimýri. Einn Páll var bróðir Brandar bragna, er sýkjast gerðu. 4. Brands kappar kallast helztir: Kórkjappi Jón Skíðason, Ásbjöm Illugasonur og Gegnir hans bróðir. Einar lang og Bergþór, Einnig Kolbein má nefna, Þorvald, Brodda Þorvaldsson, þá Hjalta jámauga. 5. Lið Þórðar tvíllaust taldist tæplega fimm hundrað. Þórður kakali kappinn, knálega í miðri fylking fremstur þar frækinn barðist með f ramsæknum Eyfirðingum. Fylkingararmi í öðmm óðir Svarfdælir börðust. 6. Af Þórðar köppum knáum: Kolbein grön fyrst má telja, Hrana Koðránsson hraustan. Honum næst Eyjólf ofsa, Þórarinn Tómasson traustan. Telja má Hrafn Oddsson, Almar Þorkelsson einnig, Oddsson Nikulás frækinn. 7. Framarlega í fylking frækinn Brandur nam standa. Fram fyrir hann þá hleypur hraustur Jón Kórltjappi. Til Þórðar hraustum höndum, hann lagði með spjóti. Þórður svo flatur fellur. Fram hann hl jóp Þorsteinn yfir. 8. Upp stóð Þórður öflugur, ei hvað sig sakað hafa. Gegnir garpur frækinn gekk fram hart og lagði höggspjóti til Hákonar, hitti galinn í augað. ÍTt það yddi um hnakkann, af því bana fékk hann. 9. Heiftarlega hart börðust; Hlutu margir að falla hraustir drengir til heljar hvortveggja af liði. Einar hét auðmaður sá. Átti frændkonu Þórðar. Sá var til þess settur, að svíkja Brand og flýja. 10. Með föður sínum flúði fyrstur son Einars, Brandur. Þeim fylgdi margt manna mæts af Brandar liði. Þórðar lið gekk þá fast fram, er flóttann sáu bresta. Varð þá mannfall mikið, mjög af beggja liði. 11. Bjamason Hafur, Brandur, burinn Atla var hann. Fljótamenn fræltnir teljast og framsæknir Slétthlíðingar, nú á fylldngar nyrðri, náðu — arm Þórðar ráðast. Tuttugu felldu frækna af fylgdarmönnum Þórðar. 12. Þórarinn Seldæll Þrekinn, þar féll er hann rak flóttann. Þorbjörn sá þróttharði Þórarni banaði. Fékkst ei til að flýja Finnsson Ari trúrækinn. Almar Þorkelsson efldur Ara hjó til bana. 13. Áður taldir ellefu úrvalskappar Brandar, framfyrir foringja sinn fræknir gengu og börðust. Honum var enginn háski hraustir meðan stóðu uppi. Búnir í brandasennu, bragnar lífi fórnuðu. 14. Einkum var það einn þeirra, er Þórði mest að sótti, álmaþórinn efldi ötull var Jón Kórkjappi. Hrani Koðránsson hraustur heljarbjargi þá gi'ýtti brjóst á Jóns, svo brotnuðu bringspelir. Kempan brátt deyði. 15. „Eigi hefði ég sól séð,“ svo gjörði Þórður mæla, „ef þrír slíkir kórkjappar kraftmiklir hefðu verið.“ Gegnir þeir gjörðu kvía garpinn frá sínum mönnum. Fjórir fast hann sóttu. Féll hann loks af mæði. 16. Brynju hann fólskir flettu. Fantar síðan hann drápu. Hjalti járaauga hetjan hann lengi þremur varðist. Loks féll með sæmd og sárum, særður þriðja tug unda. Hetjan sú hárprúða. Hann reyndist vaskur kappi. VÍKINGUR 236

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.