Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 2
vermanna, dvaldi þar þrjá vetur og- þrjú sumur og- græddi mikið fé. í Reykdælu segir frá því, að Áskell goði í Hvammi hafi átt fiskiföng mikil í Flatey á Skjálf- anda. Grímsey á sinn sögulega þátt, ekki ómerkan, um fiskveiðar til forna. í Vallarljótssögu er þess getið, að þaðan réru á einum degi þrjá- tíu skip til fiskjar. Og seint á 1B. öld flúði Guð- mundur Arason Hólabiskup góði með fjölmennu liði sínu, undan ofsóknum veraldlegra höfðingja til Grímseyjar. Þangað varð hann sízt sóttur heim, en veigamesta orsökin var þó sú, „at veiðiskap skorti eigi í eyjunni; var þar þá nóg atvinna mörgu sinni, þótt annarsstaðar á landi væri skortur". Fróðlegt er einnig að geta þess, að snemma á 14. öld stofnaði Lárentíus Hólabiskup „spítala" fyrir fátæka uppgjafapresta að Kvíabekk í Ölafsfirði; „því að honum þótti þar gott til blaut- fiskjar og búðarverðar og vel henta gömlum mönnum til fæðu“. Líklega mun þetta vera fyrsta elliheimilið, sem stofnað var á Is- landi og sést jafnframt, að fiskur hefur þótt holl fæða og ódýr, þar sem útræði var gott. Um Vestmannaeyjar er sagt, að þar hafi verið útræði, áður en Ormur ánauðugi byggði eyj- arnar. Víða má lesa í for'num sögum, að fiskur gekk kaupum og sölum og að eftir honum var sótzt til matar. Bændur þeir, sem ekki höfðu sjálfir útræði fóru til fiskkaupa sjálfir, eða sendu aðra. Voru venjulega hinir röskustu menn kvaddir til slíkra ferða. Segir í Bjarnar sögu Hítdæla- kappa: „Héraðsmenn eigu opt út á Snæfellsnes eptir fiskföngum“. í þeim ferðum þótti ójafnaðar- mönnum „matur í“ að gera skreiðarmönnum fyrirsát. Fyrir þeim urðu þeir Björn og Atli á Bjargi Ásmundarson, er þeir Guðmundur Jensson. komu úr skreiðarferð vestan und- an Jökli. I Eyrbyggju er sagt, að skreið- arhlaðinn á Fróðá hafi verið svo hár, að stiga þurfti til að ná nið- ur skreið. Nú kann einhver, er þetta les, að vilja vita frekari deili á veiði- aðferðum fornmanna. Þeirri spurningu verður ljósast svarað með orðréttum kafla úr riti Arn- gríms ábóta á Þingeyrum um Guðmund biskup Arason frá því um 1350: „I því kapitulo öndverðrar sögu er greindist Islands náttúra, seg- ir, at almenningr þeirrar jarðar fæðist með búnýt og sjádreginn fisk; en sá dráttur er svá laginn, at menn róa út á víðan sjá ok setjast þar, sem fjallasýn lands- ins merkir, eftir gömlum vana, at fiskrinn hafi stöðu tekit. Þess- háttar sjóreita kalla þeir mið; skal þá renna léttri línu út af borðveginum niðr í djúpit ok festa stein með neðri enda, at hann leiti grunns; þar með skal fylgja bogit járn er menn kalla öngul ok þar á skal vera agnit til blekkingar fiskinum, ok þann tíma, sem hann leitar sér mat- fanga og yfir gín beituna, grefr oddhvasst ok uppreitt járnit hans kjapt, síðan fiskimaðurinn kenn- ir hans viðkvámu ok kippr at sér vaðinum, dregr hann svá at borði ok upp í skip; er þessi fjárafli bvo guðgefinn at hans tilferð er ei greiðari en nú var greind, ok þó allt eins verðr mikit megn þessarar orku, at öreigar verða fullríkir; má ok öll landsbygð sízt missa þessarar gjafar, því at þurr sjófiskur kaupist ok dreifist um öll héruð“. Litlum biæytingum mun þessi veiðiaðferð fornmanna hafa tek- ið gegnum aldirnar, en tekin voru ýmist kölluð haldfæri eða hand- færi, og gildir hið síðarnefnda enn í dag, þó í fullkomnari mynd sé. Þó er í fornritum nefnd bæði net og nætur til fiskveiða, t. d. á Hávarðar sögu ísfirðings, en Iieimildir þar um fáar og óljósar. Má því af framansögðu þykja fullsannað að fiskveiðar frá fyrstu tímum íslandsbyggðar hafi verið snar þáttur lífsbjörg og fæðuöflun landsmanna. En nú mun staðnæmst við að rekja fiskveiðisögu fornmanna, enda ekki tiltölulega viðburðarík meðan þeir fengu að njóta sinna nægtabrunna, allt frá upphafi sinnar sögu á landi hér og til árs- ins 1408 að Englendinga varð vart á íslenzkum fiskislóðum. Fram að þeim tíma réðu ís- lenzkir sæf arar einir um siglingar á norðurhöfum; fundu og byggðu Grænland, bar vestur að strönd- Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur. VÍKINGUR 266
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.