Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 3
um N-Ameríku en þar varð ekki úr varanleg'u landnámi þeirra. Árið 1970 gaf Björn Þorsteins- son sagnfræðingur út bókina: „Enslca öldin í sögu íslendinga“. Hér er um stórfróðlegt fræði- rit að ræða og skemmtilegt af- lestrar. Leitaði höfundur fanga m. a. í enskum skjalasöfnum lítt rann- sökuðum eða könnuðum. Virðist honum hafa tekizt að auka drjúg- um við fáskrúðugar heimildir um sögu okkar á ofanverðu miðöld- um, eða fyrir 1550, þar sem mjög skorti á allsherjar yfirlit yfir sögu íslendinga. Álít ég, að vel væri, ef ráðandi aðilar í fræðslumálum framhalds- skóla hér á landi tækju „Ensku öldina“ að einhverju, eða öllu leyti á stundaskrá sína. Okkar uppvaxandi kynslóð væri vissu- lega hollt að kynnast nánar hinni hörðu og oft miskunnarlausu bar- áttu kynslóða þeirra tíma gegn ásókn og ofbeldi erlendra sjó- velda. Hefir höfundur góðfúsl. leyft mér að grípa til nokkurra heim- ilda, án sérstakra tilvitnana hverju sinni. Bókin hefst á tilvitnun í Ár- bækur Jóns Espólins: —“norræna siglingu þraut, og voru þá fyrst enskir með grip- deildum hér viö land, en seinna tíökuöust kaupfarir Hansastaöa er kallaöir voru — Undan ströndum Vestur-Evr- ópu liggur allstór eyja, sem á síð- ustu öldum hefur verið nefnd Bretland hið mikla. Saga þeirra þjóða, sem þar byggja, er einhver hin ævintýralegasta, sem um get- ur síðustu fjórar aldir. Allt fram á 15. öld höfðu Englendingar byggt annars flokks veldi, féþúfu öflugri ríkja, en þá gerðust þeir allmiklir farmenn, borgir vaxa í landi þeirra, og á 16. öld tekst þeim að hrinda af herðum sér íhlutun páfa, keisara og erlendra fésýslumanna, en leggja grunn að einhverju mesta flotaveldi sem sagan greinir frá. Sextánda öldin færði Englend- ingum auð, völd og frægð, en hún VÍKINGUR var ekki jafn eftirlát annarri ey- þjóð, sem byggði allmikið eyland norður í Atlantshafi. íslendingum færöi þetta frægö- arskeiö sögunnar aukdö umkomu- leysi. Eigi að síður er saga þessara þjóða samtvinnuð á margan hátt um rúmlega aldarbil, en þá skilja leiðir með höfuðbóli og hjáleigu, og máttu bæði sennilega vel við una. Nú víkur sögunni að þeim 30 ensku duggum, er báru á íslenzk- ar fiskislóðir á því herrans ári 1413. Um aðdraganda eða forsögu þess atburðar eru ekki skráðar heimildir. Trúlegt mætti þó þykja að lyktin af hinni lostætu skreið, sem Islendingar framleiddu hafi orkað á þefskyn hinna engelsku, því í upphafi hófust verzlunar- viðskifti milli landanna og voru íslendingum hagfelld á margan hátt. Var skreiðin mjög eftirsótt vara og á tímabili var ein vætt skreiðar goldin með 4 tunnum mjöls eða 3 af hveiti. En viðskipti þessi riðu í bág við hagsmuni dansk- norskra stjórnvalda og Hansasambands- ins þýzka, og landið dróst inn í átök stórvelda um verzlun og yf- irráð á hafinu. Frá upphafi var íslendingum illa við fiskveiðar útlendinga hér við land og gerðu ítrekaðar til- raunir til að hefta þær á ýmsan hátt. Þær tilraunir ollu langæum deilum og til styrjaldir kom útaf íslandi milli Dana og Þjóðverja annarsvegar og Englendinga hinsvegar. Sauð þar upp úr eftir víg Bjöms Þorleifssonar ríka sem Englendingar drápu á Rifi árið 1467. I þeim átökum og fyrir um- komuleysi Islendinga, sem skort hafði getu til að endurnýja skipa- kost sinn vegna ágengni og kúg- unar hins erlenda konungsvalds, hverfa hinir fornu Grænlending- ar út í buskann og koma ekki við sögu meir. Brezkir sagnfræðingar hafa á síðustu áratugum, eða frá 1950, við rannsóknir á siglingasögu þjóðar sinnar fyrr á öldum kom- ist að þeirri niðurstöðu að ís- landssiglingar Englendinga á 15. og 16. öld hafi verið mjög mikil- vægur þáttur í þróunarsögu enska flotaveldisins. Siglingar þeirra yfir Islands- Porkell Sigurðsson, vélstjóri. ála hefur verið þeim strangur skóli, alið upp harðgera sjómenn og þjálfað þá í sjómennsku og siglingafræðum. Fimmtánda öldin er stór í snið- um. Hér sækjast herveldi eftir bækistöðvum og ein þjóð hrekur aðra frá landi. I þeim átökum eru íslendingar oftlega leilmir grátt; rændir sinnj skreið og lýsi eða drepnir: Róstugt þótti á Rifi þá ríki Björn dó. Öld sú verður ekki undanfari vaxtar og velmegunar, heldur harmsögulegra atburða í íslenzkri stjórnmála- og menningarsögu. En engu að síður er hún tíma- bil mikilla örlaga og leggur traustan grundvöll að viðnáms- þrótti íslendinga, þegar veröldin gerðist þeim andsnúnari en hún löngum var á 15. öld. 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.