Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Blaðsíða 10
Yfirgangur erlendra togara um aldamótin eftir Einar Bogason frá Hringsdal Um og eftir síðustu aldamót gerðust útlendir togarar mjög að- gangsfrekir með ólöglegar tog- veiðar á og fyrir Vestfjörðum. Eftirminnilegast er þó sl'ys það, sem skeði á Dýrafirði haustið 1899 10. október af völdum tog- ara, sem var við ólöglega veiði fram af Haukadal í Dýrafirði. Hannes Hafstein, sem þá var bæjarfógeti á ísafirði og sýslu- maður í Isafjarðarsýslu vildi koma lögum fyrir ræningja þenn- an. Fór hann á bát með 5 manna fylgdarlið út að togara þessum, sem hét Royalist nr. 723 frá Hull. Skipstjórinn hét Nielsson. Skip- stjórinn neitaði að hlýða skipun sýslumanns, en bjó sig til að verja honum uppgöngu á togar- ann, og lauk þeirri viðureign þannig, að 3 af fylgdarmönnum sýslumanns drukknuðu fyrir að- gerðir og mótþróa skipstjóra, en hinir tveir af fylgdarliðinu héldu sér í bátinn, sem var fullur af sjó, og burgu sér þannig, en sýslumaður, sem var sundmaður góður og óvenjumikill þrekmað- ur, bjargaði sér á sundi, en tók svo nærri sér við að reyna að bjarga þeim, sem drukknuðu, að steinleið yfir hann, þegar hann kom upp á togarann. Meðan sýslumaður lá í yfirliðinu, notuðu togaramenn tækifærið og stálu af sýslumanni slíðrahníf, sem hann hafði í belti sér. Var sýslu- maður lengi lasinn eftir þessa vondu viðureign. Togarinn slapp undan til Englands, en var svo nokkru síðar tekinn við ólögleg- ar veiðar við Danmörku. Skip- stjórinn var dæmdur í sekt. Þann 6. okt. haustið 1902 taldi séra Böðvar Bjamason á Hrafns- eyri milli 20 og 30 togara á veið- um frá Selárdalsbót og út í fjarð- armynni, og þótti hörmulegt á að horfa. Haustið 1903 var þessi rán- yrkja útlendra togara svo hat- röm í Arnarfirði, að tilgangs- laust var að leggja veiðarfæri í sjó, því togarar þessir sópuðu þeim öllum burtu. Toguðu þeir alla leið innundir Hrafnseyri langs og þvers um fjörðinn, og urðu menn hér við Amarfjörð algerlega að hætta róðrum, því togararnir hirtu hverja smá- bröndu, svo hér í Arnarfirði var algerlega „brenndur sjór og svið- inn grunnur", eins og gömlu mennirnir orðuðu það. Um haustið 1910, 7. okt., komst Guðmundur Björnsson sýslumað- ur Barðstrendinga í kast við tog- arann Chieftain nr 847 frá Hull. Skipstjórinn hét Edward West. Togari þessi var á ólöglegum veiðum nálægt Bjarneyjum inni á Breiðafirði. Var sýslumaður á ferð með flóabátnum Varanger. Var Snæbjörn hreppstjóri Krist- jánsson frá Hergilsey í för með sýslumanni. Vildi sýslumaður sem trúr og skyldurækinn em- bættismaður, koma lögum yfir ræningja þennan, og mun Snæ- björn hreppstjóri ekki hafa latt sýslumann stórræðanna. Komust þeir sýslumaður og hreppstjóri við illan leik um borð í togar- ann, því skipstjóri togarans kom þjótandi með reidda öxi, sem hann reiddi að sýslumanni og bjóst til að færa í höfuð honum. En Snæbjörn hreppstjóri fékk gert tilræði skipstjórans að engu, með því að reiða að honum járn- stöng, svo skipstjóri varð hrædd- ur og flúði. Lauk þessari viður- eign þannig, þar sem að skip- stjóri neitaði að hlýða skipunum sýslumanns, að skipstjóri flutti sýslumann og hreppstjóra til Hull á Englandi. Þegar til Eng- lands kom, skrifaði skipstjórinn grein í enskt blað, þar sem hann sagðist hafa verið á veiðum á skipi sínu utan landhelgi, þegar hann hafði orðið fyrir þessari óvæntu árás, sem var vitanlega hrein ósannindi, að togarinn hefði verið fyrir utan landhelgi. Sumir munu ef til vill hafa trú- að skipstjóra, og fengið andúð á sýsumanni og hreppstjóra. En þá kom íslandsvinurinn Sir Will- iam Craigie til skjalanna, því hann hafði gist sumarið áður hjá sýslumanni og hreppstj óra. Skrifaði hann í enskt blað, og hrósaði þeim sýslumanni og hreppstjóra og kvað þá vera hina mestu heiðursmenn, sem væru mjög ólíkir til að hafa haft ranglæti í frammi við skipstjóra. Var umsögn þessa viðurkennda og alþekkta hálærða heiðurs- manns trúað af almenningi, svo andúð hans snerist upp í velvild til þeirra félaga. Þessu máli lauk þannig, að þegar átti að taka mál þetta fyrir, veiktist skipstjóri af blóðspýju, sem varð honum að dauðameini. Árið 1919 skömmu fyrir jólin, fór ég ásamt fjórum mönnum norður að Þingeyri við Dýra- fjörð. Við fórum Hrafnseyrar- heiði báðar leiðir. Á leiðinni til baka vestur, gistum við á Hrafns- eyri hjá séra Böðvari. Um kvöld- ið yfir borðum barst strand- gæzlumálið og yfirgangur togar- anna, sem ekki virtist vera í stórri rénum, í tal. Fór ég þá þess á leit við prest, að hann vildi beita sér fyrir því að fá ein- hverjar úrbætur á þessu vand- ræðamáli, sem togarayfirgangur- inn væri. Man ég að séra Böðvar sagði: „Hvað get ég, þetta mál er svo erfitt“. Ég svara því þann- VÍKINGUR 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.