Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1972, Qupperneq 11
ig: „Þú getur þó boðað til fund- ar, þar sem fulltrúar séu boð- aðir til að mæta fyrir Vestfjarð- arsvæðið". Endi samtalsins lauk þannig, að hann lofaði að boða til fundar. Boðaði hann skömmu síðar til fundar, þar sem skorað var á hreppana á svæðinu frá Bjargtöngum að Gelti að kjósa og senda íulltrúa á fund, sem boðaður var að Bíldudal skömmu eftir nýárið. Menn urðu vel við þessari áskorun, og sendu flestir hreppar fulltrúa á fundinn. Eg mætti fyrir Dalahrepp og mun ég vera sá eini, sem lifandi er af þeim, sem mættu á þeim fundi. Á fundinum var ákveðið, að safna skýrslum um yfirgang tog- aranna á Vestfjarðarsvæðinu, sem sendast skyldu suður til við- komandi stjórnarvalda, með á- skorun um aukna strandgæzlu. Munu skýrslur þær, sem gefn- ar voru, hafa verið ófagrar en þó sannar að því er yfirgang togaranna snerti. Þessi samtök okkar munu hafa stuðlað að því, að við fengum varðskipið Fyllu um vorið. Þótti mikil bót að því, þar sem hún var miklu hrað- skreiðari en hin varðskipin höfðu verið. Tók hún við strandgæzl- unni af Islands-Falk. Það var um túnsláttinn í ágústmánuði 1921, að ég sá þeg- ar ég kom á fætur um morgun- inn, að 11 togarar voru á veið- um utarlega í Arnarfirði á svæð- inu frá Selárdal og út í fjarðar- mynni. Ég söðlaði hest minn í snatri og þeysti á hálftíma 8 km. leið inn á Bíldudal í spenntum veiðihug. Sendi ég þá strax skeyti suður til Stjórnarráðsins undir nafni hreppsnefndar Dalahrepps svohljóðandi: „Fjöldi togara á veiðum í Árnarfirði. Varðskipið óskast á vettvang strax. — Hreppsnefnd Dalahrepps". — Skeytið fór um kl. 10 um morg- uninn suður. Um nóttina kom Fylla. Náði hún fjórum af tog- urunum. Fór hún með þrjá af þeim til Patreksfjarðar. Voru tveir þeirra sektaðir um 10 þús- und krónur hvor, en sá þriðji um 2000 krónur. Fjórða togarann fór hún með til ísafjarðar. Var hann sektaður um 17 þúsund krónur. Hann hét Normann frá Hull. Þann 18. júlí 1924 fann varð- báturinn Enok enska togarann Carson við ólöglegar veiðar á Aðalvík. Skipstjóri á Enok var Jón Kristófersson, en stýrimað- ur Eiríkur Kristófersson, sem nú er skipstjóri á varðskipinu Þór. Fóru þeir leikar svo, að togar- inn flutti stýrimann Enoks, Ei- rík Kristófersson til Englands, því skipstjóri enska togarans neitaði að hlýða skipunum Ei- ríks stýrimanns, að l'eggja mál sit á vald íslezkrar lögreglu og þola dóm. Þegar til Englands kom, var enski skipstjórinn rekinn, en enska útgerðarfélagið lofaði að greiða þá sekt, sem það yrði dæmt til að borga. Þótti Eiríkur Kristófersson stýrimaður standa sig prýðilega við sitt skyldustarf í þeim átökum. Um yfirgang tog- aranna þennan fyrsta fjórðung aldarinnar ritaði ég nokkrar blaðagreinar, þar sem ég lýsti eftir því, sem ég vissi sannast og réttast um rányrkju togar- anna og þeirri neyð, sem vofði yfir Vestfirðingum, ef þessum ránskap og yfirgangi togaranna héldi áfram. Höfundur þessarar grein- ar lézt U. okt. 1966. Bretar °8 landhelgin Helgi frá Súöavík orti áriö 1952. Særinn 'mörgum býöur björg, ef brestur ei þor til dáöa. En ensku völdin ill og körg, öllu vilja ráöa. Þeir hafa lengi grafiö gull geymt á íslandsmiöum. Hugsun þeirra er hrokafull, hert í stálahviöum. island veröur aldrei falf, þó enskur bjóöist gróöinn. Landgrunniö því eflaust allt á og ræöur þjóöin. Íslendingar eiga sjóö undir bárufaldi. Láta þeir fyrri líf og blóö, en lúta aröráns valdi. Íslenzk þjóö er frjáls og frí, og fær aö ráöa sínu. Sextán mílna sjónum í, setur varnarlínu. Þó hún eflaust þyki smá, þessum brezku flónum. Landiö sitt hún alein á og allt þess gull í sjónum. Svariö hljómar svona þéítt, um sæ og víöar lendur: Látum 'aldrei okkar rétt, í útlendinga hendur. VlKINGUR 275
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.